Skógræktarmenn rífast um vernd Teigsskógar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2014 12:30 Vegamálastjóri sýnir ráðherra vegamála Teigsskóg á leið þeirra til fundar um samgöngumál á Vestfjörðum í fyrrasumar. Fréttablaðið/Daníel. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún tekur fram að hún styðji ekki yfirlýsingu stjórnar Skógræktarfélags Íslands um vegagerð um Teigsskóg. Þar lýsti stjórn Skógræktarfélags Íslands því sem haldlausum rökum og yfirvarpi gegn nauðsynlegum vegabótum að vernda þyrfti Teigsskóg enda yrði skaðinn óverulegur, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. „Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna,“ sagði stjórn Skógæktarfélags Íslands. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir í samþykkt sinni að ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands hafi á aðalfundi í ágúst hlotið dræmar undirtektir og verið vísað til stjórnar. „Ályktun stjórnar félagsins er ekki í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands,“ segir í samþykkt stjórnar Skógæktarfélags Reykjavíkur, sem Þröstur Ólafsson formaður ritar undir. „Rökin voru meðal annars þau að hlutverk S.Í. væri að stuðla að skógrækt og verndun skóga og skógaleifa og vinna gegn eyðingu skóga og síst af öllu að taka afstöðu í þjóðfélagsdeilu með þeim hætti að styðja þann málstað að skógur skyldi ruddur á stóru svæði.“ Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ennfremur: „Vegarlagning um Teigsskóg hefur um langa hríð valdið deilum í samfélaginu, þar sem fjölmargir náttúruverndarmenn, þ.á m. skógræktarmenn, hafa lýst sig andvíga þeirri skógareyðingu sem óhjákvæmilega hlytist af. Bent hefur verið á að aðrir kostir á vegtengingum séu fyrir hendi. Teigsskógur myndar samfellt kjarr og er einn heillegasti og um leið fallegasti villti birkiskógurinn á Vestfjörðum. Með uppbyggðum vegi yrði eyðilagður skógur á um sex hektara svæði auk þess sem gamalgróið vistkerfi skógarins yrði rofið. Þeir eru ófáir sem líta svo á að þessi skógur sé gersemi sem beri að vernda.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún tekur fram að hún styðji ekki yfirlýsingu stjórnar Skógræktarfélags Íslands um vegagerð um Teigsskóg. Þar lýsti stjórn Skógræktarfélags Íslands því sem haldlausum rökum og yfirvarpi gegn nauðsynlegum vegabótum að vernda þyrfti Teigsskóg enda yrði skaðinn óverulegur, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. „Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna,“ sagði stjórn Skógæktarfélags Íslands. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir í samþykkt sinni að ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands hafi á aðalfundi í ágúst hlotið dræmar undirtektir og verið vísað til stjórnar. „Ályktun stjórnar félagsins er ekki í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands,“ segir í samþykkt stjórnar Skógæktarfélags Reykjavíkur, sem Þröstur Ólafsson formaður ritar undir. „Rökin voru meðal annars þau að hlutverk S.Í. væri að stuðla að skógrækt og verndun skóga og skógaleifa og vinna gegn eyðingu skóga og síst af öllu að taka afstöðu í þjóðfélagsdeilu með þeim hætti að styðja þann málstað að skógur skyldi ruddur á stóru svæði.“ Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ennfremur: „Vegarlagning um Teigsskóg hefur um langa hríð valdið deilum í samfélaginu, þar sem fjölmargir náttúruverndarmenn, þ.á m. skógræktarmenn, hafa lýst sig andvíga þeirri skógareyðingu sem óhjákvæmilega hlytist af. Bent hefur verið á að aðrir kostir á vegtengingum séu fyrir hendi. Teigsskógur myndar samfellt kjarr og er einn heillegasti og um leið fallegasti villti birkiskógurinn á Vestfjörðum. Með uppbyggðum vegi yrði eyðilagður skógur á um sex hektara svæði auk þess sem gamalgróið vistkerfi skógarins yrði rofið. Þeir eru ófáir sem líta svo á að þessi skógur sé gersemi sem beri að vernda.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30
Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00
Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45