Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 18:05 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Hún segir það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar.Treystir sjálfri sér „Þessar aðstæður gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína hvað varðar umsögn ríkissaksóknara um viðhorf til endurupptökubeiðnanna," segir Sigríður í bréfi sem hún sendi dómsmálaráðherra, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sakborninga í málinu. Í bréfinu segir Sigríður að niðurstaða um vanhæfi sitt ráðist ekki af því hvort hún telji sig geta fjallað um endurupptökubeiðnirnar á hlutlægan hátt heldur af því hvort almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að svo sé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þarf nú að setja löghæfan mann til að veita endurupptökunefnd skriflega greinargerð með viðhorfum til endurupptökubeiðnanna sem liggja fyrir.Furðar sig á tímanum Ragnar, lögmaður bæði Erlu og Guðjóns, segir í samtali við Vísi að hann sé sammála niðurstöðu Sigríðar en furðar sig á því hversu langan tíma það tók að fá niðurstöðuna. „Ég er sammála þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að ríkissaksóknari sé vanhæf til meðferðar málsins vegna skyldleikatengsla við Örn Höskuldsson,“ segir hann. „Hinsvegar hefði þetta átt að liggja fyrir fyrir löngu. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra hafði samband við embætti ríkissaksóknara, einhvertíman 2012 eða ´13 – 2012 líklega – út af þessu máli," segir Ragnar. „Þá hefði ríkissaksóknari átt að lýsa því yfir að hún væri vanhæf til meðferðar málsins.“Mikil vonbrigði Erla Bolladóttir sagði ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði. Sigríður hafi frá upphafi verið fullkomlega meðvituð fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Erla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag. Sigríður hlýtur að hafa vitað allan tímann af þessum fjölskyldutengslum og að rannsókn þessa máls hvíldi mikið á hans herðum. Ég er að reyna að skilja hvers vegna hún sækir um frest og á síðustu stundu hún lýsi sig vanhæfa,” sagði Erla. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Hún segir það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar.Treystir sjálfri sér „Þessar aðstæður gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína hvað varðar umsögn ríkissaksóknara um viðhorf til endurupptökubeiðnanna," segir Sigríður í bréfi sem hún sendi dómsmálaráðherra, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sakborninga í málinu. Í bréfinu segir Sigríður að niðurstaða um vanhæfi sitt ráðist ekki af því hvort hún telji sig geta fjallað um endurupptökubeiðnirnar á hlutlægan hátt heldur af því hvort almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að svo sé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þarf nú að setja löghæfan mann til að veita endurupptökunefnd skriflega greinargerð með viðhorfum til endurupptökubeiðnanna sem liggja fyrir.Furðar sig á tímanum Ragnar, lögmaður bæði Erlu og Guðjóns, segir í samtali við Vísi að hann sé sammála niðurstöðu Sigríðar en furðar sig á því hversu langan tíma það tók að fá niðurstöðuna. „Ég er sammála þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að ríkissaksóknari sé vanhæf til meðferðar málsins vegna skyldleikatengsla við Örn Höskuldsson,“ segir hann. „Hinsvegar hefði þetta átt að liggja fyrir fyrir löngu. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra hafði samband við embætti ríkissaksóknara, einhvertíman 2012 eða ´13 – 2012 líklega – út af þessu máli," segir Ragnar. „Þá hefði ríkissaksóknari átt að lýsa því yfir að hún væri vanhæf til meðferðar málsins.“Mikil vonbrigði Erla Bolladóttir sagði ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði. Sigríður hafi frá upphafi verið fullkomlega meðvituð fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Erla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag. Sigríður hlýtur að hafa vitað allan tímann af þessum fjölskyldutengslum og að rannsókn þessa máls hvíldi mikið á hans herðum. Ég er að reyna að skilja hvers vegna hún sækir um frest og á síðustu stundu hún lýsi sig vanhæfa,” sagði Erla.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira