Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2014 11:36 Vigdís hefur kallað stjórn RÚV á fund fjárlaganefndar, þar sem hún mun krefjast svara og í framhaldinu mun hún gera Magnúsi Geir útvarpsstjóra að skera niður í rekstrinum. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Vísir fjallaði um málið í gær og birti tilkynningu frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra um málið. Magnús Geir tók við sem útvarpsstjóri snemma á þessu ári, en áður en til þess kom átti hann sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. En, ljóst er að málið mun koma á borð fjárlaganefndar og þar er Vigdísi að mæta. „Maður varð náttúrlega svolítið undrandi í gærkvöldi þegar þetta birtist í fréttum, að RÚV sé raunverulega ógjaldfært; eða hafi ekki samið við sína skuldunauta. Ég hef þegar gert ráðstafanir núna í morgunsárið og hef lagt það fyrir fjárlaganefnd að við fundum í næstu viku. Og fáum stjórn RÚV til okkar til að útskýra þessi mál og fara yfir þetta.“Nú mun þessi staða væntanlega kalla á aukið fjármagn frá ríkinu til Ríkisútvarpsins ohf. eða liggur það ekki fyrir? „Nei. Það liggur alls ekki fyrir. Það er frekar hægt að fara hina leiðina, að það sé dregið einhvers staðar saman í rekstri.“Þannig að þú munt krefjast þess af stjórnendum RÚV að þeir leiti frekari leiða með að skera niður hjá sér í rekstri? „Það verður að leita verður að velta við öllum steinum, greinilega. Þess vegna er ég nú búin að biðja um það að stjórnin komi fyrir fjárlaganefnd. Augljóst er að stjórnin hlýtur að hafa vitað af þessum skuldbindingum mjög lengi og ekki gert ráðstafanir, að mínu mati. Og þó RÚV sé að nokkru á ábyrgð ríkisins, er að vísu rekið sem ohf. núna, þá er það ekkert sjálfgefið að það sé endalaust dælt þarna inn fjármagni frekar en aðrar ríkisstofnanir.“ Vigdís segir að ekki verði hvikað frá því markmiði að ná hallalausum fjárlögum 2014 og skila afgangi 2015. Og hún Vigdís ætlar ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Það verða allir að taka á því með okkur – RUV líka.“ Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Vísir fjallaði um málið í gær og birti tilkynningu frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra um málið. Magnús Geir tók við sem útvarpsstjóri snemma á þessu ári, en áður en til þess kom átti hann sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. En, ljóst er að málið mun koma á borð fjárlaganefndar og þar er Vigdísi að mæta. „Maður varð náttúrlega svolítið undrandi í gærkvöldi þegar þetta birtist í fréttum, að RÚV sé raunverulega ógjaldfært; eða hafi ekki samið við sína skuldunauta. Ég hef þegar gert ráðstafanir núna í morgunsárið og hef lagt það fyrir fjárlaganefnd að við fundum í næstu viku. Og fáum stjórn RÚV til okkar til að útskýra þessi mál og fara yfir þetta.“Nú mun þessi staða væntanlega kalla á aukið fjármagn frá ríkinu til Ríkisútvarpsins ohf. eða liggur það ekki fyrir? „Nei. Það liggur alls ekki fyrir. Það er frekar hægt að fara hina leiðina, að það sé dregið einhvers staðar saman í rekstri.“Þannig að þú munt krefjast þess af stjórnendum RÚV að þeir leiti frekari leiða með að skera niður hjá sér í rekstri? „Það verður að leita verður að velta við öllum steinum, greinilega. Þess vegna er ég nú búin að biðja um það að stjórnin komi fyrir fjárlaganefnd. Augljóst er að stjórnin hlýtur að hafa vitað af þessum skuldbindingum mjög lengi og ekki gert ráðstafanir, að mínu mati. Og þó RÚV sé að nokkru á ábyrgð ríkisins, er að vísu rekið sem ohf. núna, þá er það ekkert sjálfgefið að það sé endalaust dælt þarna inn fjármagni frekar en aðrar ríkisstofnanir.“ Vigdís segir að ekki verði hvikað frá því markmiði að ná hallalausum fjárlögum 2014 og skila afgangi 2015. Og hún Vigdís ætlar ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Það verða allir að taka á því með okkur – RUV líka.“
Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30
Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06
Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01