Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2014 11:36 Vigdís hefur kallað stjórn RÚV á fund fjárlaganefndar, þar sem hún mun krefjast svara og í framhaldinu mun hún gera Magnúsi Geir útvarpsstjóra að skera niður í rekstrinum. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Vísir fjallaði um málið í gær og birti tilkynningu frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra um málið. Magnús Geir tók við sem útvarpsstjóri snemma á þessu ári, en áður en til þess kom átti hann sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. En, ljóst er að málið mun koma á borð fjárlaganefndar og þar er Vigdísi að mæta. „Maður varð náttúrlega svolítið undrandi í gærkvöldi þegar þetta birtist í fréttum, að RÚV sé raunverulega ógjaldfært; eða hafi ekki samið við sína skuldunauta. Ég hef þegar gert ráðstafanir núna í morgunsárið og hef lagt það fyrir fjárlaganefnd að við fundum í næstu viku. Og fáum stjórn RÚV til okkar til að útskýra þessi mál og fara yfir þetta.“Nú mun þessi staða væntanlega kalla á aukið fjármagn frá ríkinu til Ríkisútvarpsins ohf. eða liggur það ekki fyrir? „Nei. Það liggur alls ekki fyrir. Það er frekar hægt að fara hina leiðina, að það sé dregið einhvers staðar saman í rekstri.“Þannig að þú munt krefjast þess af stjórnendum RÚV að þeir leiti frekari leiða með að skera niður hjá sér í rekstri? „Það verður að leita verður að velta við öllum steinum, greinilega. Þess vegna er ég nú búin að biðja um það að stjórnin komi fyrir fjárlaganefnd. Augljóst er að stjórnin hlýtur að hafa vitað af þessum skuldbindingum mjög lengi og ekki gert ráðstafanir, að mínu mati. Og þó RÚV sé að nokkru á ábyrgð ríkisins, er að vísu rekið sem ohf. núna, þá er það ekkert sjálfgefið að það sé endalaust dælt þarna inn fjármagni frekar en aðrar ríkisstofnanir.“ Vigdís segir að ekki verði hvikað frá því markmiði að ná hallalausum fjárlögum 2014 og skila afgangi 2015. Og hún Vigdís ætlar ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Það verða allir að taka á því með okkur – RUV líka.“ Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Vísir fjallaði um málið í gær og birti tilkynningu frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra um málið. Magnús Geir tók við sem útvarpsstjóri snemma á þessu ári, en áður en til þess kom átti hann sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. En, ljóst er að málið mun koma á borð fjárlaganefndar og þar er Vigdísi að mæta. „Maður varð náttúrlega svolítið undrandi í gærkvöldi þegar þetta birtist í fréttum, að RÚV sé raunverulega ógjaldfært; eða hafi ekki samið við sína skuldunauta. Ég hef þegar gert ráðstafanir núna í morgunsárið og hef lagt það fyrir fjárlaganefnd að við fundum í næstu viku. Og fáum stjórn RÚV til okkar til að útskýra þessi mál og fara yfir þetta.“Nú mun þessi staða væntanlega kalla á aukið fjármagn frá ríkinu til Ríkisútvarpsins ohf. eða liggur það ekki fyrir? „Nei. Það liggur alls ekki fyrir. Það er frekar hægt að fara hina leiðina, að það sé dregið einhvers staðar saman í rekstri.“Þannig að þú munt krefjast þess af stjórnendum RÚV að þeir leiti frekari leiða með að skera niður hjá sér í rekstri? „Það verður að leita verður að velta við öllum steinum, greinilega. Þess vegna er ég nú búin að biðja um það að stjórnin komi fyrir fjárlaganefnd. Augljóst er að stjórnin hlýtur að hafa vitað af þessum skuldbindingum mjög lengi og ekki gert ráðstafanir, að mínu mati. Og þó RÚV sé að nokkru á ábyrgð ríkisins, er að vísu rekið sem ohf. núna, þá er það ekkert sjálfgefið að það sé endalaust dælt þarna inn fjármagni frekar en aðrar ríkisstofnanir.“ Vigdís segir að ekki verði hvikað frá því markmiði að ná hallalausum fjárlögum 2014 og skila afgangi 2015. Og hún Vigdís ætlar ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Það verða allir að taka á því með okkur – RUV líka.“
Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30
Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06
Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01