Hewson: Sá stærsti síðan United mætti Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 09:15 Vísir/Daníel FH-ingurinn Sam Hewson hefur áður tekið þátt í mikilvægum úrslitaleikjum en Englendingurinn öflugi er spenntur fyrir viðureigninni gegn Stjörnunni um helgina. Hewson kom hingað til lands árið 2011 er hann gekk til liðs við Fram. Hann var þrjú tímabil í Safamýrinni áður en hann söðlaði um í vetur og samdi við FH-inga. „Þetta eru leikirnir sem ég vildi taka þátt í. Þess vegna kom ég í FH og ég get ekki beðið,“ sagði Hewson við Vísi á æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. Þessi 25 ára miðjumaður ólst upp hjá Manchester United. Hann var uppgötvaður af njósnurum liðsins þegar hann var að spila með AFC Bolton í samnefndum heimabæ aðeins átta ára gamall. Hewson var hjá Manchester United næstu tólf árin. Einn af hápunktum þess tíma var þegar hann fór fyrir U-18 liði félagsins sem fyrirliði þess í bikarúrslitum yngri liða (e. FA Youth Cup) gegn erkifjendunum í Liverpool. United vann fyrri viðureignina, 2-1, og Hewson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Liverpool vann reyndar síðari leikinn og þar með titilinn. Engum dylst þó mikilvægi bikarúrslitaleikja í Englandi og Hewson segir að þessir leikir séu meðal þeirra mikilvægustu sem hann hefur tekið þátt í.Hewson fagnar marki sínu í umræddum bikarúrslitaleik gegn Liverpool árið 2007.Vísir/GettyLeikurinn á laugardaginn fer í sama flokk að mati Hewson. „Ég hef ekki unnið deildina áður á Íslandi og ég vil verða meistari með FH. Þetta verður stór leikur fyrir mig eins og aðra stráka í liðinu.“ Hann segir ljóst að enginn leikmaður FH muni sofa á verðinum um helgina. „Allir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægur leikurinn er. Enginn leyfir sér að slappa af og við ætlum okkur að ná í þrjú stig.“Steven Lennon kom til Fram aðeins tveimur vikum á undan Hewson um mitt sumar 2011. Þeir urðu strax góðir vinir og því gladdist Hewson mjög þegar Lennon kom til FH frá Sandnes Ulf í Noregi. „Ég heyrði af því að hann gat valið á milli FH og KR. Ég vildi auðvitað fá hann hingað og var hæstánægður þegar hann kom. Hann er góður vinur og við höfum þekkst lengi. Steven er frábær leikmaður sem hjálpar liðinu mikið.“Lennon hefur styrkt sóknarleik FH í sumar.Vísir/ValliHewson ætlar ekki að breyta út af venjunni á leikdegi og mun undirbúa sig eins og hann gerir öllu jöfnu. „Ég vakna, fæ mér morgunmat og svo kannski göngutúr. Svo fer ég bara á völlinn.“ Og hann segir að mestu máli muni skipta að FH-ingar einbeiti sér að sjálfum sér. „Við verðum að huga vel að okkar leik og leikáætlun. Ef við höldum okkur við hana og finnum fyrir stuðningi áhorfenda þá veit ég að við munum standa okkur vel.“ „Það verður frábært að fá að taka þátt í leik sem þessum og við viljum standa uppi sem sigurvegarar.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sam Hewson skrifar undir tveggja ára samning við Fram Framarar hafa gengið frá samningi við Sam Hewson fyrrum fyrirliða varaliðs Manchester United. Hewson hefur æft með Safamýrarpiltum að undanförnu og hefur þótt standa sig vel. 29. júlí 2011 15:15 Fundu ástríðuna aftur í Fram Tímabilinu 2011 í Pepsi-deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigurleikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflestir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild. 4. október 2011 08:00 Lennon: Hélt ég væri að spila á HM Skotinn Steven Lennon var hetja Framara í kvöld í hans fyrsta leik fyrir félagið. Lennon skoraði eina mark leiksins í 1-0 útisigri á Víkingum sem um leið var fyrsti sigur Framara í sumar. 18. júlí 2011 22:39 Lennon: Hewson reyndi að slá mig til baka í meidda typpið Skotinn sló Bretann því hann hélt að Sam Hewson myndi missa af úrslitaleiknum. 29. september 2014 15:30 Fyrrverandi leikmaður Rangers til liðs við Fram Knattspyrnufélagið Fram hefur samið við skoska leikmanninn Steven Lennon. Lennon leikur með félaginu út leiktíðina en hann getur þó ekki leikið með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. 11. júlí 2011 17:30 Lennon vill losna frá Sandnes Ulf | FH og KR áhugasöm FH og KR hafa spurst út í Steven Lennon sem vill losna frá Sandnes Ulf í Noregi þar sem honum hefur verið ítrekað spilað á kantinum. 24. júlí 2014 17:09 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Lennon fékk skurð á typpið Biður vini sína um hjálp á Facebook. 21. september 2014 23:16 Fyrrum fyrirliði varaliðs Man. Utd til reynslu hjá Fram Framarar hafa fengið Sam Hewson til reynslu en þessi strákur kemur úr akademíu Man. Utd og var fyrirliði varaliðs Man. Utd um tíma. 20. júlí 2011 12:35 Steven Lennon gerði þriggja ára samning við FH Skoski framherjinn má spila gegn Fylki á sunnudaginn og er löglegur gegn Elfsborg í Evrópudeildinni. 25. júlí 2014 16:15 Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Hart tekist á og enginn Benni Körfubolti Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Sjá meira
FH-ingurinn Sam Hewson hefur áður tekið þátt í mikilvægum úrslitaleikjum en Englendingurinn öflugi er spenntur fyrir viðureigninni gegn Stjörnunni um helgina. Hewson kom hingað til lands árið 2011 er hann gekk til liðs við Fram. Hann var þrjú tímabil í Safamýrinni áður en hann söðlaði um í vetur og samdi við FH-inga. „Þetta eru leikirnir sem ég vildi taka þátt í. Þess vegna kom ég í FH og ég get ekki beðið,“ sagði Hewson við Vísi á æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. Þessi 25 ára miðjumaður ólst upp hjá Manchester United. Hann var uppgötvaður af njósnurum liðsins þegar hann var að spila með AFC Bolton í samnefndum heimabæ aðeins átta ára gamall. Hewson var hjá Manchester United næstu tólf árin. Einn af hápunktum þess tíma var þegar hann fór fyrir U-18 liði félagsins sem fyrirliði þess í bikarúrslitum yngri liða (e. FA Youth Cup) gegn erkifjendunum í Liverpool. United vann fyrri viðureignina, 2-1, og Hewson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Liverpool vann reyndar síðari leikinn og þar með titilinn. Engum dylst þó mikilvægi bikarúrslitaleikja í Englandi og Hewson segir að þessir leikir séu meðal þeirra mikilvægustu sem hann hefur tekið þátt í.Hewson fagnar marki sínu í umræddum bikarúrslitaleik gegn Liverpool árið 2007.Vísir/GettyLeikurinn á laugardaginn fer í sama flokk að mati Hewson. „Ég hef ekki unnið deildina áður á Íslandi og ég vil verða meistari með FH. Þetta verður stór leikur fyrir mig eins og aðra stráka í liðinu.“ Hann segir ljóst að enginn leikmaður FH muni sofa á verðinum um helgina. „Allir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægur leikurinn er. Enginn leyfir sér að slappa af og við ætlum okkur að ná í þrjú stig.“Steven Lennon kom til Fram aðeins tveimur vikum á undan Hewson um mitt sumar 2011. Þeir urðu strax góðir vinir og því gladdist Hewson mjög þegar Lennon kom til FH frá Sandnes Ulf í Noregi. „Ég heyrði af því að hann gat valið á milli FH og KR. Ég vildi auðvitað fá hann hingað og var hæstánægður þegar hann kom. Hann er góður vinur og við höfum þekkst lengi. Steven er frábær leikmaður sem hjálpar liðinu mikið.“Lennon hefur styrkt sóknarleik FH í sumar.Vísir/ValliHewson ætlar ekki að breyta út af venjunni á leikdegi og mun undirbúa sig eins og hann gerir öllu jöfnu. „Ég vakna, fæ mér morgunmat og svo kannski göngutúr. Svo fer ég bara á völlinn.“ Og hann segir að mestu máli muni skipta að FH-ingar einbeiti sér að sjálfum sér. „Við verðum að huga vel að okkar leik og leikáætlun. Ef við höldum okkur við hana og finnum fyrir stuðningi áhorfenda þá veit ég að við munum standa okkur vel.“ „Það verður frábært að fá að taka þátt í leik sem þessum og við viljum standa uppi sem sigurvegarar.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sam Hewson skrifar undir tveggja ára samning við Fram Framarar hafa gengið frá samningi við Sam Hewson fyrrum fyrirliða varaliðs Manchester United. Hewson hefur æft með Safamýrarpiltum að undanförnu og hefur þótt standa sig vel. 29. júlí 2011 15:15 Fundu ástríðuna aftur í Fram Tímabilinu 2011 í Pepsi-deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigurleikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflestir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild. 4. október 2011 08:00 Lennon: Hélt ég væri að spila á HM Skotinn Steven Lennon var hetja Framara í kvöld í hans fyrsta leik fyrir félagið. Lennon skoraði eina mark leiksins í 1-0 útisigri á Víkingum sem um leið var fyrsti sigur Framara í sumar. 18. júlí 2011 22:39 Lennon: Hewson reyndi að slá mig til baka í meidda typpið Skotinn sló Bretann því hann hélt að Sam Hewson myndi missa af úrslitaleiknum. 29. september 2014 15:30 Fyrrverandi leikmaður Rangers til liðs við Fram Knattspyrnufélagið Fram hefur samið við skoska leikmanninn Steven Lennon. Lennon leikur með félaginu út leiktíðina en hann getur þó ekki leikið með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. 11. júlí 2011 17:30 Lennon vill losna frá Sandnes Ulf | FH og KR áhugasöm FH og KR hafa spurst út í Steven Lennon sem vill losna frá Sandnes Ulf í Noregi þar sem honum hefur verið ítrekað spilað á kantinum. 24. júlí 2014 17:09 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Lennon fékk skurð á typpið Biður vini sína um hjálp á Facebook. 21. september 2014 23:16 Fyrrum fyrirliði varaliðs Man. Utd til reynslu hjá Fram Framarar hafa fengið Sam Hewson til reynslu en þessi strákur kemur úr akademíu Man. Utd og var fyrirliði varaliðs Man. Utd um tíma. 20. júlí 2011 12:35 Steven Lennon gerði þriggja ára samning við FH Skoski framherjinn má spila gegn Fylki á sunnudaginn og er löglegur gegn Elfsborg í Evrópudeildinni. 25. júlí 2014 16:15 Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Hart tekist á og enginn Benni Körfubolti Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Sjá meira
Sam Hewson skrifar undir tveggja ára samning við Fram Framarar hafa gengið frá samningi við Sam Hewson fyrrum fyrirliða varaliðs Manchester United. Hewson hefur æft með Safamýrarpiltum að undanförnu og hefur þótt standa sig vel. 29. júlí 2011 15:15
Fundu ástríðuna aftur í Fram Tímabilinu 2011 í Pepsi-deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigurleikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflestir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild. 4. október 2011 08:00
Lennon: Hélt ég væri að spila á HM Skotinn Steven Lennon var hetja Framara í kvöld í hans fyrsta leik fyrir félagið. Lennon skoraði eina mark leiksins í 1-0 útisigri á Víkingum sem um leið var fyrsti sigur Framara í sumar. 18. júlí 2011 22:39
Lennon: Hewson reyndi að slá mig til baka í meidda typpið Skotinn sló Bretann því hann hélt að Sam Hewson myndi missa af úrslitaleiknum. 29. september 2014 15:30
Fyrrverandi leikmaður Rangers til liðs við Fram Knattspyrnufélagið Fram hefur samið við skoska leikmanninn Steven Lennon. Lennon leikur með félaginu út leiktíðina en hann getur þó ekki leikið með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. 11. júlí 2011 17:30
Lennon vill losna frá Sandnes Ulf | FH og KR áhugasöm FH og KR hafa spurst út í Steven Lennon sem vill losna frá Sandnes Ulf í Noregi þar sem honum hefur verið ítrekað spilað á kantinum. 24. júlí 2014 17:09
Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30
Fyrrum fyrirliði varaliðs Man. Utd til reynslu hjá Fram Framarar hafa fengið Sam Hewson til reynslu en þessi strákur kemur úr akademíu Man. Utd og var fyrirliði varaliðs Man. Utd um tíma. 20. júlí 2011 12:35
Steven Lennon gerði þriggja ára samning við FH Skoski framherjinn má spila gegn Fylki á sunnudaginn og er löglegur gegn Elfsborg í Evrópudeildinni. 25. júlí 2014 16:15