Davíð Þór: Óli fær að lyfta bikarnum í friði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 16:45 Davíð stýrir umferðinni á miðju FH-inga. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Viðarsson þekkir þá tilfinningu vel að lyfta bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH. En eftir að hann sneri aftur heim eftir árin í atvinnumennsku er hann nú varafyrirliði fyrir Ólaf Pál Snorrason. „Ef við vinnum leikinn, sem ég vona sannarlega að gerist, þá mun ég láta Óla alfarið um að sinna skylduverkunum í bikarafhendingunni,“ sagði Davíð Þór við Vísi fyrir æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. „Það er auðvitað mikil tilhlökkun í hópnum. Ég er í hópi reynslumeiri leikmanna liðsins og maður finnur því fyrir ábyrgðinni, auk þess sem ég spila þannig stöðu á vellinum að það mæðir mikið á manni.“ „En þetta finnst mér skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að laugardagurinn renni upp,“ sagði hann.Davíð með Bjarna bróður sínum eftir leik með U-21 landsliðinu gegn Svíþjóð árið 2005.Davíð Þór varð þrítugur fyrr á þessu ári en hann er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans er formaður félagsins og föðurbróðir formaður knattspyrnudeildarinnar. Bræður hans, Arnar Þór og Bjarni Þór, eru atvinnumenn og fyrrum leikmenn FH. Jón Ragnar Jónsson, liðsfélagi Davíðs, er svo frændi hans. „Ég veit að pabbi minn er stressaðri en ég þessa dagana. Bræður mínir komast reyndar ekki á leikinn en ég veit að þeir muna fylgjast mjög vel með,“ sagði hann.Frændurnir Jón Ragnar og Davíð Þór ræða við þjálfara FH.Vísir/Andri MarinóDavíð Þór, sem lék með Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku frá 2010 til 2013, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur heim til Íslands þó svo að honum hafi staðið til boða að halda áfram í atvinnumennskunni. „Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega þegar maður fær tækifæri til að spila í leik eins og þessum. Ég er uppalinn hér á Kaplakrika og að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á pakkfullum velli er gjörsamlega magnað fyrir uppalinn FH-ing eins og mig.“ Hann veit vel hvað FH-ingar þurfa að gera á morgun. „Við þurfum að vera þéttir fyrir eins og við höfum verið í allt sumar. Við höfum fengið fá mörk á okkur og til að ná góðum úrslitum verðum við að spila góðan varnarleik.“ „Svo þurfum við að láta boltann ganga á milli manna, fá góða hreyfingu á liðið og nýta færin okkar.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32 Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05 Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson þekkir þá tilfinningu vel að lyfta bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH. En eftir að hann sneri aftur heim eftir árin í atvinnumennsku er hann nú varafyrirliði fyrir Ólaf Pál Snorrason. „Ef við vinnum leikinn, sem ég vona sannarlega að gerist, þá mun ég láta Óla alfarið um að sinna skylduverkunum í bikarafhendingunni,“ sagði Davíð Þór við Vísi fyrir æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. „Það er auðvitað mikil tilhlökkun í hópnum. Ég er í hópi reynslumeiri leikmanna liðsins og maður finnur því fyrir ábyrgðinni, auk þess sem ég spila þannig stöðu á vellinum að það mæðir mikið á manni.“ „En þetta finnst mér skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að laugardagurinn renni upp,“ sagði hann.Davíð með Bjarna bróður sínum eftir leik með U-21 landsliðinu gegn Svíþjóð árið 2005.Davíð Þór varð þrítugur fyrr á þessu ári en hann er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans er formaður félagsins og föðurbróðir formaður knattspyrnudeildarinnar. Bræður hans, Arnar Þór og Bjarni Þór, eru atvinnumenn og fyrrum leikmenn FH. Jón Ragnar Jónsson, liðsfélagi Davíðs, er svo frændi hans. „Ég veit að pabbi minn er stressaðri en ég þessa dagana. Bræður mínir komast reyndar ekki á leikinn en ég veit að þeir muna fylgjast mjög vel með,“ sagði hann.Frændurnir Jón Ragnar og Davíð Þór ræða við þjálfara FH.Vísir/Andri MarinóDavíð Þór, sem lék með Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku frá 2010 til 2013, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur heim til Íslands þó svo að honum hafi staðið til boða að halda áfram í atvinnumennskunni. „Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega þegar maður fær tækifæri til að spila í leik eins og þessum. Ég er uppalinn hér á Kaplakrika og að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á pakkfullum velli er gjörsamlega magnað fyrir uppalinn FH-ing eins og mig.“ Hann veit vel hvað FH-ingar þurfa að gera á morgun. „Við þurfum að vera þéttir fyrir eins og við höfum verið í allt sumar. Við höfum fengið fá mörk á okkur og til að ná góðum úrslitum verðum við að spila góðan varnarleik.“ „Svo þurfum við að láta boltann ganga á milli manna, fá góða hreyfingu á liðið og nýta færin okkar.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32 Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05 Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32
Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05
Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn