Davíð Þór: Óli fær að lyfta bikarnum í friði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 16:45 Davíð stýrir umferðinni á miðju FH-inga. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Viðarsson þekkir þá tilfinningu vel að lyfta bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH. En eftir að hann sneri aftur heim eftir árin í atvinnumennsku er hann nú varafyrirliði fyrir Ólaf Pál Snorrason. „Ef við vinnum leikinn, sem ég vona sannarlega að gerist, þá mun ég láta Óla alfarið um að sinna skylduverkunum í bikarafhendingunni,“ sagði Davíð Þór við Vísi fyrir æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. „Það er auðvitað mikil tilhlökkun í hópnum. Ég er í hópi reynslumeiri leikmanna liðsins og maður finnur því fyrir ábyrgðinni, auk þess sem ég spila þannig stöðu á vellinum að það mæðir mikið á manni.“ „En þetta finnst mér skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að laugardagurinn renni upp,“ sagði hann.Davíð með Bjarna bróður sínum eftir leik með U-21 landsliðinu gegn Svíþjóð árið 2005.Davíð Þór varð þrítugur fyrr á þessu ári en hann er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans er formaður félagsins og föðurbróðir formaður knattspyrnudeildarinnar. Bræður hans, Arnar Þór og Bjarni Þór, eru atvinnumenn og fyrrum leikmenn FH. Jón Ragnar Jónsson, liðsfélagi Davíðs, er svo frændi hans. „Ég veit að pabbi minn er stressaðri en ég þessa dagana. Bræður mínir komast reyndar ekki á leikinn en ég veit að þeir muna fylgjast mjög vel með,“ sagði hann.Frændurnir Jón Ragnar og Davíð Þór ræða við þjálfara FH.Vísir/Andri MarinóDavíð Þór, sem lék með Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku frá 2010 til 2013, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur heim til Íslands þó svo að honum hafi staðið til boða að halda áfram í atvinnumennskunni. „Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega þegar maður fær tækifæri til að spila í leik eins og þessum. Ég er uppalinn hér á Kaplakrika og að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á pakkfullum velli er gjörsamlega magnað fyrir uppalinn FH-ing eins og mig.“ Hann veit vel hvað FH-ingar þurfa að gera á morgun. „Við þurfum að vera þéttir fyrir eins og við höfum verið í allt sumar. Við höfum fengið fá mörk á okkur og til að ná góðum úrslitum verðum við að spila góðan varnarleik.“ „Svo þurfum við að láta boltann ganga á milli manna, fá góða hreyfingu á liðið og nýta færin okkar.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32 Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05 Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson þekkir þá tilfinningu vel að lyfta bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH. En eftir að hann sneri aftur heim eftir árin í atvinnumennsku er hann nú varafyrirliði fyrir Ólaf Pál Snorrason. „Ef við vinnum leikinn, sem ég vona sannarlega að gerist, þá mun ég láta Óla alfarið um að sinna skylduverkunum í bikarafhendingunni,“ sagði Davíð Þór við Vísi fyrir æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. „Það er auðvitað mikil tilhlökkun í hópnum. Ég er í hópi reynslumeiri leikmanna liðsins og maður finnur því fyrir ábyrgðinni, auk þess sem ég spila þannig stöðu á vellinum að það mæðir mikið á manni.“ „En þetta finnst mér skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að laugardagurinn renni upp,“ sagði hann.Davíð með Bjarna bróður sínum eftir leik með U-21 landsliðinu gegn Svíþjóð árið 2005.Davíð Þór varð þrítugur fyrr á þessu ári en hann er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans er formaður félagsins og föðurbróðir formaður knattspyrnudeildarinnar. Bræður hans, Arnar Þór og Bjarni Þór, eru atvinnumenn og fyrrum leikmenn FH. Jón Ragnar Jónsson, liðsfélagi Davíðs, er svo frændi hans. „Ég veit að pabbi minn er stressaðri en ég þessa dagana. Bræður mínir komast reyndar ekki á leikinn en ég veit að þeir muna fylgjast mjög vel með,“ sagði hann.Frændurnir Jón Ragnar og Davíð Þór ræða við þjálfara FH.Vísir/Andri MarinóDavíð Þór, sem lék með Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku frá 2010 til 2013, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur heim til Íslands þó svo að honum hafi staðið til boða að halda áfram í atvinnumennskunni. „Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega þegar maður fær tækifæri til að spila í leik eins og þessum. Ég er uppalinn hér á Kaplakrika og að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á pakkfullum velli er gjörsamlega magnað fyrir uppalinn FH-ing eins og mig.“ Hann veit vel hvað FH-ingar þurfa að gera á morgun. „Við þurfum að vera þéttir fyrir eins og við höfum verið í allt sumar. Við höfum fengið fá mörk á okkur og til að ná góðum úrslitum verðum við að spila góðan varnarleik.“ „Svo þurfum við að láta boltann ganga á milli manna, fá góða hreyfingu á liðið og nýta færin okkar.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32 Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05 Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira
Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32
Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05
Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26