Jónína Ben segir fjölmiðla reyna að brenna sig til ösku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2014 09:14 Jónína og Gunnar hafa fengið nóg af DV. Vísir/Rósa Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson eru afar ósátt við DV vegna umfjöllunar blaðsins um einkalíf þeirra og fjármál. Hjónin voru í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna forsíðufréttar DV frá í seinustu viku. Þar var fullyrt að Jónína hefði búið í einbýlishúsi í Stigahlíð í 11 ár án þess að borga leigu. Jónína segir fréttina ranga en að DV mun ekki leiðrétta fréttina nema hún sendi blaðinu afrit af leigusamningnum og kvittanir svo hægt sé að átta sig betur á málavöxtum. Jónína setur spurningamerki við það og segir að málið eigi einfaldlega ekki heima í fjölmiðlum. „Ég er umdeild. Ég ákvað að stíga fram fyrir hrun og segja hluti sem voru óþægilegir fyrir samfélagið og ég virði þá sem eru mér reiðir. Ég skil reiði þeirra á vissan hátt en þegar maður verður fyrir aðkasti eins og hef verið síðan 2003 í ákveðnum fjölmiðlum þá verður maður svolítið beittur,“ sagði Jónína og bætti við: „Ég hef látið fjölmiðla hafa alltof mikil áhrif á mig, ég viðurkenni það. Mér var sagt að fjölmiðlar gætu lyft mér upp til hæstu hæða, sem þeir gerðu á sínum tíma, ég neita því ekkert, en þeir hafa líka reynt að brenna mig til ösku.“ Jónína sagði hún og Gunnar biðja „fjölmiðla um að gefa okkur tilfinningalegt svigrúm eins og forsetinn bað um.“ Aðspurð hvort þau vildu fá frið svaraði hún játandi. Gunnar sagði svo um DV: „Þarna eru að skrifa menn sem er búið að dæma aftur og aftur fyrir lögbrot en þeir halda áfram sömu lögbrotum. Hversu langt þarf að ganga?“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson eru afar ósátt við DV vegna umfjöllunar blaðsins um einkalíf þeirra og fjármál. Hjónin voru í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna forsíðufréttar DV frá í seinustu viku. Þar var fullyrt að Jónína hefði búið í einbýlishúsi í Stigahlíð í 11 ár án þess að borga leigu. Jónína segir fréttina ranga en að DV mun ekki leiðrétta fréttina nema hún sendi blaðinu afrit af leigusamningnum og kvittanir svo hægt sé að átta sig betur á málavöxtum. Jónína setur spurningamerki við það og segir að málið eigi einfaldlega ekki heima í fjölmiðlum. „Ég er umdeild. Ég ákvað að stíga fram fyrir hrun og segja hluti sem voru óþægilegir fyrir samfélagið og ég virði þá sem eru mér reiðir. Ég skil reiði þeirra á vissan hátt en þegar maður verður fyrir aðkasti eins og hef verið síðan 2003 í ákveðnum fjölmiðlum þá verður maður svolítið beittur,“ sagði Jónína og bætti við: „Ég hef látið fjölmiðla hafa alltof mikil áhrif á mig, ég viðurkenni það. Mér var sagt að fjölmiðlar gætu lyft mér upp til hæstu hæða, sem þeir gerðu á sínum tíma, ég neita því ekkert, en þeir hafa líka reynt að brenna mig til ösku.“ Jónína sagði hún og Gunnar biðja „fjölmiðla um að gefa okkur tilfinningalegt svigrúm eins og forsetinn bað um.“ Aðspurð hvort þau vildu fá frið svaraði hún játandi. Gunnar sagði svo um DV: „Þarna eru að skrifa menn sem er búið að dæma aftur og aftur fyrir lögbrot en þeir halda áfram sömu lögbrotum. Hversu langt þarf að ganga?“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira