Innlent

Jónína Ben segir fjölmiðla reyna að brenna sig til ösku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jónína og Gunnar hafa fengið nóg af DV.
Jónína og Gunnar hafa fengið nóg af DV. Vísir/Rósa

Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson eru afar ósátt við DV vegna umfjöllunar blaðsins um einkalíf þeirra og fjármál.



Hjónin voru í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna forsíðufréttar DV frá í seinustu viku. Þar var fullyrt að Jónína hefði búið í einbýlishúsi í Stigahlíð í 11 ár án þess að borga leigu.



Jónína segir fréttina ranga en að DV mun ekki leiðrétta fréttina nema hún sendi blaðinu afrit af leigusamningnum og kvittanir svo hægt sé að átta sig betur á málavöxtum. Jónína setur spurningamerki við það og segir að málið eigi einfaldlega ekki heima í fjölmiðlum.



„Ég er umdeild. Ég ákvað að stíga fram fyrir hrun og segja hluti sem voru óþægilegir fyrir samfélagið og ég virði þá sem eru mér reiðir. Ég skil reiði þeirra á vissan hátt en þegar maður verður fyrir aðkasti eins og hef verið síðan 2003 í ákveðnum fjölmiðlum þá verður maður svolítið beittur,“ sagði Jónína og bætti við:



„Ég hef látið fjölmiðla hafa alltof mikil áhrif á mig, ég viðurkenni það. Mér var sagt að fjölmiðlar gætu lyft mér upp til hæstu hæða, sem þeir gerðu á sínum tíma, ég neita því ekkert, en þeir hafa líka reynt að brenna mig til ösku.“



Jónína sagði hún og Gunnar biðja „fjölmiðla um að gefa okkur tilfinningalegt svigrúm eins og forsetinn bað um.“ Aðspurð hvort þau vildu fá frið svaraði hún játandi.



Gunnar sagði svo um DV:

„Þarna eru að skrifa menn sem er búið að dæma aftur og aftur fyrir lögbrot en þeir halda áfram sömu lögbrotum. Hversu langt þarf að ganga?“



Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×