Ólafur Ragnar gerði það sem Obama hefði aldrei gert Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 13:30 „Miði til Íslands varð vegabréf að heiminum á meðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík stóð.“ Þetta skrifar Peter Debruge, yfirgagnrýnandi tímaritsins Variety fyrir alþjóðlegar myndir. Hann skrifar langa grein á vef Variety um RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, en Peter sat í dómnefnd sem valdi þá mynd sem hlaut aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann, á nýafstaðinni hátíð. Peter talar vel um landið í greininni og segir það komast næst því að horfa á bíómyndir á tunglinu að horfa á þær á Íslandi. Hann segist skilja vel að erlendir aðilar sæki land og þjóð heim til að taka upp stórar kvikmyndir og sjónvarpsþætti eins og Interstellar og Game of Thrones. „Ísland er svo sannarlega einn af þessum stöðum sem allir ættu að sjá áður en þeir deyja og RIFF er góð afsökun til að gera það fyrir þá sem eru tengdir kvikmyndabransanum á einhvern hátt,“ skrifar Peter. Þá minnist hann sérstaklega á verðlaunaathöfnina á Bessastöðum þar sem leikstjóranum Mike Leigh voru veitt heiðursverðlaun RIFF. „Ég kom á miðri hátíð, tímanlega til að sjá íslenska forsetann Ólaf Ragnar Grímsson heiðra RIFF-heiðursgestinn Mike Leigh heima hjá sér, afslappaður viðburður sem á örskotstundu gerði landið minna dularfullt. Það er ekki hægt að finna hliðstæðu, hvorki í Bandaríkjunum né öðrum löndum, þar sem einhver í stöðu Baracks Obama býður hópi heim í Hvíta húsið þar sem hann skálar fyrir kvikmyndagerðarmanni og grínast með að borða lunda,“ skrifar gagnrýnandinn.Grein Peters má lesa í heild sinni hér. Game of Thrones RIFF Mest lesið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Sjá meira
„Miði til Íslands varð vegabréf að heiminum á meðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík stóð.“ Þetta skrifar Peter Debruge, yfirgagnrýnandi tímaritsins Variety fyrir alþjóðlegar myndir. Hann skrifar langa grein á vef Variety um RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, en Peter sat í dómnefnd sem valdi þá mynd sem hlaut aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann, á nýafstaðinni hátíð. Peter talar vel um landið í greininni og segir það komast næst því að horfa á bíómyndir á tunglinu að horfa á þær á Íslandi. Hann segist skilja vel að erlendir aðilar sæki land og þjóð heim til að taka upp stórar kvikmyndir og sjónvarpsþætti eins og Interstellar og Game of Thrones. „Ísland er svo sannarlega einn af þessum stöðum sem allir ættu að sjá áður en þeir deyja og RIFF er góð afsökun til að gera það fyrir þá sem eru tengdir kvikmyndabransanum á einhvern hátt,“ skrifar Peter. Þá minnist hann sérstaklega á verðlaunaathöfnina á Bessastöðum þar sem leikstjóranum Mike Leigh voru veitt heiðursverðlaun RIFF. „Ég kom á miðri hátíð, tímanlega til að sjá íslenska forsetann Ólaf Ragnar Grímsson heiðra RIFF-heiðursgestinn Mike Leigh heima hjá sér, afslappaður viðburður sem á örskotstundu gerði landið minna dularfullt. Það er ekki hægt að finna hliðstæðu, hvorki í Bandaríkjunum né öðrum löndum, þar sem einhver í stöðu Baracks Obama býður hópi heim í Hvíta húsið þar sem hann skálar fyrir kvikmyndagerðarmanni og grínast með að borða lunda,“ skrifar gagnrýnandinn.Grein Peters má lesa í heild sinni hér.
Game of Thrones RIFF Mest lesið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Sjá meira