Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Hrund Þórsdóttir skrifar 8. október 2014 20:00 Hjúkrunarfræðingur var settur í einangrun á sjúkrahúsi í Madríd í morgun vegna ótta við ebólusmit svo þar eru nú alls sex í sóttkví og hefur mikill ótti gripið um sig. Einn þessara sex var fyrsta manneskjan til að smitast af ebólu utan Vestur-Afríku og í gær var fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast hefur, norsk hjúkrunarkona, flutt til Osló. Hér á landi er unnið út frá viðbragðsáætlun síðan SARS lungnabólgan kom upp árið 2003 og búið er að ræða við til dæmis lækna í Keflavík og starfsfólk Keflavíkurflugvallar og heilsugæslustöðva. „Við erum með hlífðarfatnað og hlífðarbúnað sem er viðurkenndur af alþjóðaheilbrigðismálaráðuneytinu og erum með í pöntun í gegnum landlæknisembættið þykkari galla, þessa gulu galla sem við höfum séð í sjónvarpinu,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „En það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki á pari við stóra háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar.“ Ef ebóla berst til Íslands verður deild A2, bráðalyflækningadeild á Landspítalanum í Fossvogi, lokað og þar verður ebólusjúklingum sinnt, ef á þarf að halda. Gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Nokkrir smitsjúkdómalæknar taka þátt en enn hefur hjúkrunarstarfsfólk ekki fengist í verkefnið. Ganga þarf frá tryggingamálum og greiðslum fyrir aukið álag og eru þau mál til skoðunar í vikunni. „Auðvitað er þetta erfitt og maður hefur heyrt að heilbrigðisstarfsfólk úti í heimi hafi hreinlega neitað og að vissu leyti skilur maður það mjög vel. Við fórum auðvitað í þessi störf til að hjálpa fólki en maður vill samt ekki setja sjálfan sig eða aðra í hættu,“ segir Bryndís. Hún segir litlar líkur á að ebóla breiðist út á Vesturlöndum en þó hafi hún áhyggjur af stöðunni. Engir Íslendingar starfa nú við umönnun sýktra. „Einmitt vegna þess að eins og er getum við kannski ekki alveg tryggt að okkar aðstæður séu nægilega góðar ef eitthvað skyldi koma fyrir.“ Tengdar fréttir Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43 „Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur var settur í einangrun á sjúkrahúsi í Madríd í morgun vegna ótta við ebólusmit svo þar eru nú alls sex í sóttkví og hefur mikill ótti gripið um sig. Einn þessara sex var fyrsta manneskjan til að smitast af ebólu utan Vestur-Afríku og í gær var fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast hefur, norsk hjúkrunarkona, flutt til Osló. Hér á landi er unnið út frá viðbragðsáætlun síðan SARS lungnabólgan kom upp árið 2003 og búið er að ræða við til dæmis lækna í Keflavík og starfsfólk Keflavíkurflugvallar og heilsugæslustöðva. „Við erum með hlífðarfatnað og hlífðarbúnað sem er viðurkenndur af alþjóðaheilbrigðismálaráðuneytinu og erum með í pöntun í gegnum landlæknisembættið þykkari galla, þessa gulu galla sem við höfum séð í sjónvarpinu,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „En það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki á pari við stóra háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar.“ Ef ebóla berst til Íslands verður deild A2, bráðalyflækningadeild á Landspítalanum í Fossvogi, lokað og þar verður ebólusjúklingum sinnt, ef á þarf að halda. Gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Nokkrir smitsjúkdómalæknar taka þátt en enn hefur hjúkrunarstarfsfólk ekki fengist í verkefnið. Ganga þarf frá tryggingamálum og greiðslum fyrir aukið álag og eru þau mál til skoðunar í vikunni. „Auðvitað er þetta erfitt og maður hefur heyrt að heilbrigðisstarfsfólk úti í heimi hafi hreinlega neitað og að vissu leyti skilur maður það mjög vel. Við fórum auðvitað í þessi störf til að hjálpa fólki en maður vill samt ekki setja sjálfan sig eða aðra í hættu,“ segir Bryndís. Hún segir litlar líkur á að ebóla breiðist út á Vesturlöndum en þó hafi hún áhyggjur af stöðunni. Engir Íslendingar starfa nú við umönnun sýktra. „Einmitt vegna þess að eins og er getum við kannski ekki alveg tryggt að okkar aðstæður séu nægilega góðar ef eitthvað skyldi koma fyrir.“
Tengdar fréttir Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43 „Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43
„Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07