Fótbolti

Zlatan að drepast í hásininni - ekki með í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimović.
Zlatan Ibrahimović. Vísir/Getty
Svíar verða án fyrirliða síns og markahæsta leikmanns, Zlatan Ibrahimović, þegar þeir taka á móti Rússum í undankeppni EM í kvöld.

Zlatan er enn sárþjáður í hásininni og treystir sér ekki til að spila þennan mikilvæga leik. Rússar unnu fyrsta leikinn sinn á sama tíma og Svíar gerðu jafntefli á útivelli á móti Austurríki.

Landliðsþjálfarinn Erik Hamrén hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum sem hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.

Zlatan Ibrahimović hefur ekki verið með í síðustu leikjum franska liðsins Paris Saint Germain vegna meiðslanna en kom engu að síður til móts við landsliðið.

„Það eina góða við meiðslin er að ég hef getað eytt meiri tíma með fjölskyldunni minni en það er líka það eina góða," var haft eftir Zlatan fyrr í vikunni.

Zlatan Ibrahimović hefur skorað 50 mörk í 100 landsleikjum þar af 22 þeirra í 23 leikjum undanfarin þrjú ár (2012-2014).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×