Réttarfarsnefnd rannsaki verklag símhlerana Hjörtur Hjartarson skrifar 21. september 2014 19:30 Forsætis- og dómsmálaráðherra hyggst senda réttarfarsnefnd erindi þar sem þess er óskað að nefndin fari yfir hvort sérstakur saksóknari hafi farið að lögum og reglum varðandi símhleranir. Hann útilokar ekki að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til að komast að hinu sanna, telji stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þess þörf. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara fullyrti í viðtalinu í Fréttablaðinu um síðustu helgi að víða væri pottur brotinn í starfsemi embættisins. Meðal annars hefði margoft verið hlustað á samtöl verjenda og sakborninga, eitthvað sem er með öllu óheimilt. Dómsmálaráðherra tekur undir að ásakanirnar séu alvarlegar en segist þó bera fullt traust til sérstaks saksóknara. „Hinsvegar verða menn auðvitað þegar að svona ásakanir koma upp að taka þær alvarlegar þó ekki væri nema vegna þess að það er mjög mikilvægt að þessar stofnanir, þessi embætti njóti óskoraðs trausts,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Til að viðhalda þessu trausti mun Sigmundur fela réttarfarsnefndinni að athuga hvað sé hæft í áðurnefndum ásökunum. „Ég geri ráð fyrir að senda þeim formlegt erindi og hef í raun verið að leggja drög að því, þar sem nefndinni er falið í samræmi við hlutverk hennar að fara yfir það regluverk sem gildir um símhleranir og leið að skoða hvernig því regluverki hefur verið beitt og hvort að það þurfi að gera á því einhverjar breytingar, hvort þetta sé að virka sem skildi.“ Sigmundur þyrfti reyndar ekki að leita til réttarfarsnefndarinna til að komast að því hvort hlerunum hafi verið beitt með ólögmætum hætti. Fram kom í Ímon málinu svokallaða síðasta sumar að hlustað hafði verið á samtöl sakborninga og verjenda. Þess ber þó að geta að þegar að sakfellt hefur verið í málum sérstaks saksóknara hafa símhleranir ekki ráðið úrslitum í neinu þeirra.Ríkissaksóknara barst fyrst ábending um að ekki væri allt með felldu þegar kæmi að hlerunum árið 2012 en ákvað þá að fylgja því ekki. Þetta hefur ítrekað verið gagnrýnt og sagt bera vott um slæleg vinnubrögð hjá Ríkissaksókna og sérstaks saksóknara. „En bæði sérstakur saksóknar og ríkissaksóknari hafa hafnað þessum ásökunum. Þær eru þó þess eðlis að það kallar á að þetta verði skoðað.“ „Þú talar um að skoða þetta og kanna hitt en í ljósi þess hversu alvarlegar ásakanirnar eru finnst manni þessar aðgerðir ekki vera í takti við það.“„Þetta er hin sígilda spurning, hver á að gæta varðanna? Þarna er um að ræða mjög mikilvægt grundvallarprinsipp sem er þessi þrískipting valdsins og sjálfstæði ákæruvaldsins og dómstólanna," segir Sigmundur. En þó eru til leiðir fyrir stjórnmálamenn að tryggja að sjálfstæðar stofnanir sem fara með rannsóknar og eftirlitshlutverk fari sjálfar að lögum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur það með höndum. Hægt er að vísa málinu til umboðsmanns Alþingis og í þriðja lagi skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem hefur mjög víðtækar heimildir til að komast að því ef eitthvað misjafnt hefur átt sér stað. Sigmundur efast þannig ekki um að hægt sé að komast að hinu rétta í þessu máli. „Menn hafa nú á undanförnum árum á Íslandi farið ofan í saumana á ýmsu sem hefur gerst hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum og náð árangri í því að komast að því hvað í raun gerðist. Og ég held að menn geti alveg náð árangri í því að komast til botns í þessu máli líka,“ segir Sigmundur Davíð. Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Forsætis- og dómsmálaráðherra hyggst senda réttarfarsnefnd erindi þar sem þess er óskað að nefndin fari yfir hvort sérstakur saksóknari hafi farið að lögum og reglum varðandi símhleranir. Hann útilokar ekki að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til að komast að hinu sanna, telji stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þess þörf. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara fullyrti í viðtalinu í Fréttablaðinu um síðustu helgi að víða væri pottur brotinn í starfsemi embættisins. Meðal annars hefði margoft verið hlustað á samtöl verjenda og sakborninga, eitthvað sem er með öllu óheimilt. Dómsmálaráðherra tekur undir að ásakanirnar séu alvarlegar en segist þó bera fullt traust til sérstaks saksóknara. „Hinsvegar verða menn auðvitað þegar að svona ásakanir koma upp að taka þær alvarlegar þó ekki væri nema vegna þess að það er mjög mikilvægt að þessar stofnanir, þessi embætti njóti óskoraðs trausts,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Til að viðhalda þessu trausti mun Sigmundur fela réttarfarsnefndinni að athuga hvað sé hæft í áðurnefndum ásökunum. „Ég geri ráð fyrir að senda þeim formlegt erindi og hef í raun verið að leggja drög að því, þar sem nefndinni er falið í samræmi við hlutverk hennar að fara yfir það regluverk sem gildir um símhleranir og leið að skoða hvernig því regluverki hefur verið beitt og hvort að það þurfi að gera á því einhverjar breytingar, hvort þetta sé að virka sem skildi.“ Sigmundur þyrfti reyndar ekki að leita til réttarfarsnefndarinna til að komast að því hvort hlerunum hafi verið beitt með ólögmætum hætti. Fram kom í Ímon málinu svokallaða síðasta sumar að hlustað hafði verið á samtöl sakborninga og verjenda. Þess ber þó að geta að þegar að sakfellt hefur verið í málum sérstaks saksóknara hafa símhleranir ekki ráðið úrslitum í neinu þeirra.Ríkissaksóknara barst fyrst ábending um að ekki væri allt með felldu þegar kæmi að hlerunum árið 2012 en ákvað þá að fylgja því ekki. Þetta hefur ítrekað verið gagnrýnt og sagt bera vott um slæleg vinnubrögð hjá Ríkissaksókna og sérstaks saksóknara. „En bæði sérstakur saksóknar og ríkissaksóknari hafa hafnað þessum ásökunum. Þær eru þó þess eðlis að það kallar á að þetta verði skoðað.“ „Þú talar um að skoða þetta og kanna hitt en í ljósi þess hversu alvarlegar ásakanirnar eru finnst manni þessar aðgerðir ekki vera í takti við það.“„Þetta er hin sígilda spurning, hver á að gæta varðanna? Þarna er um að ræða mjög mikilvægt grundvallarprinsipp sem er þessi þrískipting valdsins og sjálfstæði ákæruvaldsins og dómstólanna," segir Sigmundur. En þó eru til leiðir fyrir stjórnmálamenn að tryggja að sjálfstæðar stofnanir sem fara með rannsóknar og eftirlitshlutverk fari sjálfar að lögum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur það með höndum. Hægt er að vísa málinu til umboðsmanns Alþingis og í þriðja lagi skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem hefur mjög víðtækar heimildir til að komast að því ef eitthvað misjafnt hefur átt sér stað. Sigmundur efast þannig ekki um að hægt sé að komast að hinu rétta í þessu máli. „Menn hafa nú á undanförnum árum á Íslandi farið ofan í saumana á ýmsu sem hefur gerst hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum og náð árangri í því að komast að því hvað í raun gerðist. Og ég held að menn geti alveg náð árangri í því að komast til botns í þessu máli líka,“ segir Sigmundur Davíð.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira