Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. september 2014 20:11 Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). Rætt var við Ólaf í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði eða hér. Samkeppniseftirlitið sektaði fyrr í dag MS um 370 milljónir króna vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga sem felur í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brot MS fólust í því að fyrirtækið seldi ógerilsneydda hrámjólk á 17 prósent hærra verði til Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú heldur en fyrirtækið seldi tengdum fyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á málinu í byrjun síðasta árs þegar Mjólkurbúið Kú ehf. sem var m.a. í eigu Ólafs Magnússonar kvartaði til eftirlitsins en Ólafur stofnaði einnig fyrirtækið Mjólku ehf. sem hóf samkeppni við MS árið 2005. Rannsóknin leiddi í ljós að MS hefði mismunað Mjólkurbúinu Kú ehf. og áður Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17 prósent hærra verði en gilti gagnvart aðilum tengdum MS, þ.e. Kaupfélags Skagfirðinga og síðar Mjólku þegar hún hafði verið seld til Kaupfélags Skagfirðinga. Var þessi mismunun í hráefnisverði að mati Samkeppniseftirlitsins til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir orðrétt:„Keppinautar MS þurftu því ekki aðeins að sæta því að markaðsráðandi fyrirtæki beitti þá mismunun í verði heldur einnig að félög tengd MS fengju þetta hráefni á mun lægra verði sem var til þess fallið að veita þeim verulegt samkeppnisforskot gagnvart Mjólku I og Mjólkurbúinu. (...) Er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að MS hafi með alvarlegum hætti brotið gegn c. lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga.“Einar Sigurðsson forstjóri MS gaf ekki kost á viðtali en sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í dag að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kæmi verulega á óvert og að MS hefði þegar ákveðið að vísa henni til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). Rætt var við Ólaf í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði eða hér. Samkeppniseftirlitið sektaði fyrr í dag MS um 370 milljónir króna vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga sem felur í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brot MS fólust í því að fyrirtækið seldi ógerilsneydda hrámjólk á 17 prósent hærra verði til Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú heldur en fyrirtækið seldi tengdum fyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á málinu í byrjun síðasta árs þegar Mjólkurbúið Kú ehf. sem var m.a. í eigu Ólafs Magnússonar kvartaði til eftirlitsins en Ólafur stofnaði einnig fyrirtækið Mjólku ehf. sem hóf samkeppni við MS árið 2005. Rannsóknin leiddi í ljós að MS hefði mismunað Mjólkurbúinu Kú ehf. og áður Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17 prósent hærra verði en gilti gagnvart aðilum tengdum MS, þ.e. Kaupfélags Skagfirðinga og síðar Mjólku þegar hún hafði verið seld til Kaupfélags Skagfirðinga. Var þessi mismunun í hráefnisverði að mati Samkeppniseftirlitsins til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir orðrétt:„Keppinautar MS þurftu því ekki aðeins að sæta því að markaðsráðandi fyrirtæki beitti þá mismunun í verði heldur einnig að félög tengd MS fengju þetta hráefni á mun lægra verði sem var til þess fallið að veita þeim verulegt samkeppnisforskot gagnvart Mjólku I og Mjólkurbúinu. (...) Er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að MS hafi með alvarlegum hætti brotið gegn c. lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga.“Einar Sigurðsson forstjóri MS gaf ekki kost á viðtali en sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í dag að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kæmi verulega á óvert og að MS hefði þegar ákveðið að vísa henni til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira