Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. september 2014 20:11 Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). Rætt var við Ólaf í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði eða hér. Samkeppniseftirlitið sektaði fyrr í dag MS um 370 milljónir króna vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga sem felur í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brot MS fólust í því að fyrirtækið seldi ógerilsneydda hrámjólk á 17 prósent hærra verði til Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú heldur en fyrirtækið seldi tengdum fyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á málinu í byrjun síðasta árs þegar Mjólkurbúið Kú ehf. sem var m.a. í eigu Ólafs Magnússonar kvartaði til eftirlitsins en Ólafur stofnaði einnig fyrirtækið Mjólku ehf. sem hóf samkeppni við MS árið 2005. Rannsóknin leiddi í ljós að MS hefði mismunað Mjólkurbúinu Kú ehf. og áður Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17 prósent hærra verði en gilti gagnvart aðilum tengdum MS, þ.e. Kaupfélags Skagfirðinga og síðar Mjólku þegar hún hafði verið seld til Kaupfélags Skagfirðinga. Var þessi mismunun í hráefnisverði að mati Samkeppniseftirlitsins til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir orðrétt:„Keppinautar MS þurftu því ekki aðeins að sæta því að markaðsráðandi fyrirtæki beitti þá mismunun í verði heldur einnig að félög tengd MS fengju þetta hráefni á mun lægra verði sem var til þess fallið að veita þeim verulegt samkeppnisforskot gagnvart Mjólku I og Mjólkurbúinu. (...) Er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að MS hafi með alvarlegum hætti brotið gegn c. lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga.“Einar Sigurðsson forstjóri MS gaf ekki kost á viðtali en sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í dag að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kæmi verulega á óvert og að MS hefði þegar ákveðið að vísa henni til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). Rætt var við Ólaf í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði eða hér. Samkeppniseftirlitið sektaði fyrr í dag MS um 370 milljónir króna vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga sem felur í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brot MS fólust í því að fyrirtækið seldi ógerilsneydda hrámjólk á 17 prósent hærra verði til Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú heldur en fyrirtækið seldi tengdum fyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á málinu í byrjun síðasta árs þegar Mjólkurbúið Kú ehf. sem var m.a. í eigu Ólafs Magnússonar kvartaði til eftirlitsins en Ólafur stofnaði einnig fyrirtækið Mjólku ehf. sem hóf samkeppni við MS árið 2005. Rannsóknin leiddi í ljós að MS hefði mismunað Mjólkurbúinu Kú ehf. og áður Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17 prósent hærra verði en gilti gagnvart aðilum tengdum MS, þ.e. Kaupfélags Skagfirðinga og síðar Mjólku þegar hún hafði verið seld til Kaupfélags Skagfirðinga. Var þessi mismunun í hráefnisverði að mati Samkeppniseftirlitsins til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir orðrétt:„Keppinautar MS þurftu því ekki aðeins að sæta því að markaðsráðandi fyrirtæki beitti þá mismunun í verði heldur einnig að félög tengd MS fengju þetta hráefni á mun lægra verði sem var til þess fallið að veita þeim verulegt samkeppnisforskot gagnvart Mjólku I og Mjólkurbúinu. (...) Er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að MS hafi með alvarlegum hætti brotið gegn c. lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga.“Einar Sigurðsson forstjóri MS gaf ekki kost á viðtali en sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í dag að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kæmi verulega á óvert og að MS hefði þegar ákveðið að vísa henni til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira