Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. september 2014 20:11 Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). Rætt var við Ólaf í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði eða hér. Samkeppniseftirlitið sektaði fyrr í dag MS um 370 milljónir króna vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga sem felur í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brot MS fólust í því að fyrirtækið seldi ógerilsneydda hrámjólk á 17 prósent hærra verði til Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú heldur en fyrirtækið seldi tengdum fyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á málinu í byrjun síðasta árs þegar Mjólkurbúið Kú ehf. sem var m.a. í eigu Ólafs Magnússonar kvartaði til eftirlitsins en Ólafur stofnaði einnig fyrirtækið Mjólku ehf. sem hóf samkeppni við MS árið 2005. Rannsóknin leiddi í ljós að MS hefði mismunað Mjólkurbúinu Kú ehf. og áður Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17 prósent hærra verði en gilti gagnvart aðilum tengdum MS, þ.e. Kaupfélags Skagfirðinga og síðar Mjólku þegar hún hafði verið seld til Kaupfélags Skagfirðinga. Var þessi mismunun í hráefnisverði að mati Samkeppniseftirlitsins til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir orðrétt:„Keppinautar MS þurftu því ekki aðeins að sæta því að markaðsráðandi fyrirtæki beitti þá mismunun í verði heldur einnig að félög tengd MS fengju þetta hráefni á mun lægra verði sem var til þess fallið að veita þeim verulegt samkeppnisforskot gagnvart Mjólku I og Mjólkurbúinu. (...) Er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að MS hafi með alvarlegum hætti brotið gegn c. lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga.“Einar Sigurðsson forstjóri MS gaf ekki kost á viðtali en sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í dag að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kæmi verulega á óvert og að MS hefði þegar ákveðið að vísa henni til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). Rætt var við Ólaf í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði eða hér. Samkeppniseftirlitið sektaði fyrr í dag MS um 370 milljónir króna vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga sem felur í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brot MS fólust í því að fyrirtækið seldi ógerilsneydda hrámjólk á 17 prósent hærra verði til Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú heldur en fyrirtækið seldi tengdum fyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á málinu í byrjun síðasta árs þegar Mjólkurbúið Kú ehf. sem var m.a. í eigu Ólafs Magnússonar kvartaði til eftirlitsins en Ólafur stofnaði einnig fyrirtækið Mjólku ehf. sem hóf samkeppni við MS árið 2005. Rannsóknin leiddi í ljós að MS hefði mismunað Mjólkurbúinu Kú ehf. og áður Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17 prósent hærra verði en gilti gagnvart aðilum tengdum MS, þ.e. Kaupfélags Skagfirðinga og síðar Mjólku þegar hún hafði verið seld til Kaupfélags Skagfirðinga. Var þessi mismunun í hráefnisverði að mati Samkeppniseftirlitsins til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir orðrétt:„Keppinautar MS þurftu því ekki aðeins að sæta því að markaðsráðandi fyrirtæki beitti þá mismunun í verði heldur einnig að félög tengd MS fengju þetta hráefni á mun lægra verði sem var til þess fallið að veita þeim verulegt samkeppnisforskot gagnvart Mjólku I og Mjólkurbúinu. (...) Er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að MS hafi með alvarlegum hætti brotið gegn c. lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga.“Einar Sigurðsson forstjóri MS gaf ekki kost á viðtali en sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í dag að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kæmi verulega á óvert og að MS hefði þegar ákveðið að vísa henni til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira