Innlent

Rifbeinsbraut lögreglumann og hótaði fjölskyldu hans lífláti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Egilsstaðir.
Egilsstaðir. Vísir/GVA
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og hótanir í garð lögreglumanns á Egilsstöðum. Árásin átti sér stað þann 17. desember síðastliðinn.

Maðurinn er sakaður um að hafa í húsnæði heilsugæslunnar á Egilsstöðum slegið lögreglumanninn með krepptum hnefa, skallað hann í andlitið, gert tilraun til að skalla hann aftur og svo sparkað í síðu hans. Lögreglumaðurinn var við skyldustörf á heilsugæslunni.

Þá hótaði maðurinn lögreglumanninum ítrekað lífláti og líkamsmeiðingum en einnig fjölskyldu hans. Þá hrækti hann í andlit lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn hlaut eymsli í nefbeini og rifbeinsbrot.

Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Austurlands í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×