Innlent

Fólk enn að stelast inn á hættusvæði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/egill aðalsteinsson
Enn eru dæmi um að fólk reyni að komast nærri gosstöðvunum í Holuhrauni, þrátt fyrir að bann við umferð um svæðið sé í gildi. Sex mál hafa komið á borð lögreglunnar á Húsavík í þessum mánuði vegna umferðar um svæðið. Í öllum tilfellum var um hópa að ræða og að sögn lögreglunnar á Húsavík eiga allir þeir sem inn á svæðið fara yfir höfði sér ákæru og mega búast við háum fjársektum. Lögregla þurfi að aka langar vegalengdir og af þessu hljótist gríðarlegur kostnaður.

Almannavarnir ítrekuðu í byrjun mánaðar að öll umferð um lokaða svæðið norðan Vatnajökuls væri enn í gildi. Lögreglan hefur  eftirlit með lokaða svæðinu meðal annars í samvinnu við Landhelgisgæsluna.

Hingað til hefur einungis verið opið fyrir aðgang vísindamanna og fjölmiðla að gossvæðinu en almannavarnir lokuðu fyrir aðgang allra 14. september síðastliðinn. Í stöðuskýrslu vísindamannaráðs almannavarna segir að bráð lífshætta stafi af gasinu og því sé ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma.
Tengdar fréttir

Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi

Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.