Hraunið rennur í Jökulsá þar sem LSD-stíflan átti að rísa Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2014 19:15 Hraunið mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum skammt ofan Vaðöldu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hraunrennslið af Dyngjusandi er byrjað að stífla Jökulsá á Fjöllum á sömu slóðum og verkfræðingar lögðu til fyrir nærri hálfri öld, - virkjunarhugmynd, sem í seinni tíð hefur fengið viðurnefnið LSD, eða langstærsti draumurinn, enda átti hún að verða langstærsta virkjun Íslands.Skýrslan um Austurlandsvirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum frá árinu 1970. Hugmyndin hefur verið kölluð LSD, eða langstærsti draumurinn.„Austurlandsvirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum“ hét skýrslan sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen vann fyrir Orkustofnun árið 1970. Hugmynd verkfræðinganna var að reisa sex kílómetra langa stíflu, og allt að 70 metra háa, þvert yfir sandinn, og veita bæði Jökulsá á Fjöllum og ánni Kreppu yfir á Kárahnjúkasvæðið. Á Dyngjusandi átti að verða til stórt lón, sem kallað var Jökulsárlón í skýrslunni. Virkjunin átti að verða upp á nærri 1700 megavött, eða þúsund megavöttum stærri en Kárahnjúkavirkjun. Þessi risavirkjun hefði tekið um tvo þriðju hluta af rennsli Dettifoss. Það var einmitt á móts við Vaðöldu sem verkfræðingana dreymdi um fyrir 44 árum að stífla Jökulsá. Þessa dagana mjakast hraunið nú jafnt og þétt út í meginfarveginn af öllum sínum þunga þar skammt frá. En er hugsanlegt að náttúrunni takist að búa til stíflu í líkingu við þá sem verkfræðingarnir lögðu til á sínum tíma?Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég á nú ekki von á því. Það þarf nú ansi stórt hraun til að búa til svoleiðis stíflu,“ svarar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á staðnum. Þorvaldur segir að Jökulsá myndi þá fyrst fara í Kreppu, þverá Jökulsár. Þar sé gamall Kreppufarvegur sem svokallað Lindahraun úr Kverkfjöllum stíflaði skömmu fyrir landnám og breytti þá farvegi Kreppu í það horf sem hann er í dag. „Ég hugsa að þetta verði eitthvað svipað. En áður en það skeður þá þarf þetta hraun að verða miklu, miklu stærra.“Hraunið þrýstir Jökulsá austar á Dyngjusand til að byrja með.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Hraunrennslið af Dyngjusandi er byrjað að stífla Jökulsá á Fjöllum á sömu slóðum og verkfræðingar lögðu til fyrir nærri hálfri öld, - virkjunarhugmynd, sem í seinni tíð hefur fengið viðurnefnið LSD, eða langstærsti draumurinn, enda átti hún að verða langstærsta virkjun Íslands.Skýrslan um Austurlandsvirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum frá árinu 1970. Hugmyndin hefur verið kölluð LSD, eða langstærsti draumurinn.„Austurlandsvirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum“ hét skýrslan sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen vann fyrir Orkustofnun árið 1970. Hugmynd verkfræðinganna var að reisa sex kílómetra langa stíflu, og allt að 70 metra háa, þvert yfir sandinn, og veita bæði Jökulsá á Fjöllum og ánni Kreppu yfir á Kárahnjúkasvæðið. Á Dyngjusandi átti að verða til stórt lón, sem kallað var Jökulsárlón í skýrslunni. Virkjunin átti að verða upp á nærri 1700 megavött, eða þúsund megavöttum stærri en Kárahnjúkavirkjun. Þessi risavirkjun hefði tekið um tvo þriðju hluta af rennsli Dettifoss. Það var einmitt á móts við Vaðöldu sem verkfræðingana dreymdi um fyrir 44 árum að stífla Jökulsá. Þessa dagana mjakast hraunið nú jafnt og þétt út í meginfarveginn af öllum sínum þunga þar skammt frá. En er hugsanlegt að náttúrunni takist að búa til stíflu í líkingu við þá sem verkfræðingarnir lögðu til á sínum tíma?Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég á nú ekki von á því. Það þarf nú ansi stórt hraun til að búa til svoleiðis stíflu,“ svarar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á staðnum. Þorvaldur segir að Jökulsá myndi þá fyrst fara í Kreppu, þverá Jökulsár. Þar sé gamall Kreppufarvegur sem svokallað Lindahraun úr Kverkfjöllum stíflaði skömmu fyrir landnám og breytti þá farvegi Kreppu í það horf sem hann er í dag. „Ég hugsa að þetta verði eitthvað svipað. En áður en það skeður þá þarf þetta hraun að verða miklu, miklu stærra.“Hraunið þrýstir Jökulsá austar á Dyngjusand til að byrja með.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira