Hraunið rennur í Jökulsá þar sem LSD-stíflan átti að rísa Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2014 19:15 Hraunið mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum skammt ofan Vaðöldu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hraunrennslið af Dyngjusandi er byrjað að stífla Jökulsá á Fjöllum á sömu slóðum og verkfræðingar lögðu til fyrir nærri hálfri öld, - virkjunarhugmynd, sem í seinni tíð hefur fengið viðurnefnið LSD, eða langstærsti draumurinn, enda átti hún að verða langstærsta virkjun Íslands.Skýrslan um Austurlandsvirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum frá árinu 1970. Hugmyndin hefur verið kölluð LSD, eða langstærsti draumurinn.„Austurlandsvirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum“ hét skýrslan sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen vann fyrir Orkustofnun árið 1970. Hugmynd verkfræðinganna var að reisa sex kílómetra langa stíflu, og allt að 70 metra háa, þvert yfir sandinn, og veita bæði Jökulsá á Fjöllum og ánni Kreppu yfir á Kárahnjúkasvæðið. Á Dyngjusandi átti að verða til stórt lón, sem kallað var Jökulsárlón í skýrslunni. Virkjunin átti að verða upp á nærri 1700 megavött, eða þúsund megavöttum stærri en Kárahnjúkavirkjun. Þessi risavirkjun hefði tekið um tvo þriðju hluta af rennsli Dettifoss. Það var einmitt á móts við Vaðöldu sem verkfræðingana dreymdi um fyrir 44 árum að stífla Jökulsá. Þessa dagana mjakast hraunið nú jafnt og þétt út í meginfarveginn af öllum sínum þunga þar skammt frá. En er hugsanlegt að náttúrunni takist að búa til stíflu í líkingu við þá sem verkfræðingarnir lögðu til á sínum tíma?Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég á nú ekki von á því. Það þarf nú ansi stórt hraun til að búa til svoleiðis stíflu,“ svarar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á staðnum. Þorvaldur segir að Jökulsá myndi þá fyrst fara í Kreppu, þverá Jökulsár. Þar sé gamall Kreppufarvegur sem svokallað Lindahraun úr Kverkfjöllum stíflaði skömmu fyrir landnám og breytti þá farvegi Kreppu í það horf sem hann er í dag. „Ég hugsa að þetta verði eitthvað svipað. En áður en það skeður þá þarf þetta hraun að verða miklu, miklu stærra.“Hraunið þrýstir Jökulsá austar á Dyngjusand til að byrja með.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Hraunrennslið af Dyngjusandi er byrjað að stífla Jökulsá á Fjöllum á sömu slóðum og verkfræðingar lögðu til fyrir nærri hálfri öld, - virkjunarhugmynd, sem í seinni tíð hefur fengið viðurnefnið LSD, eða langstærsti draumurinn, enda átti hún að verða langstærsta virkjun Íslands.Skýrslan um Austurlandsvirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum frá árinu 1970. Hugmyndin hefur verið kölluð LSD, eða langstærsti draumurinn.„Austurlandsvirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum“ hét skýrslan sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen vann fyrir Orkustofnun árið 1970. Hugmynd verkfræðinganna var að reisa sex kílómetra langa stíflu, og allt að 70 metra háa, þvert yfir sandinn, og veita bæði Jökulsá á Fjöllum og ánni Kreppu yfir á Kárahnjúkasvæðið. Á Dyngjusandi átti að verða til stórt lón, sem kallað var Jökulsárlón í skýrslunni. Virkjunin átti að verða upp á nærri 1700 megavött, eða þúsund megavöttum stærri en Kárahnjúkavirkjun. Þessi risavirkjun hefði tekið um tvo þriðju hluta af rennsli Dettifoss. Það var einmitt á móts við Vaðöldu sem verkfræðingana dreymdi um fyrir 44 árum að stífla Jökulsá. Þessa dagana mjakast hraunið nú jafnt og þétt út í meginfarveginn af öllum sínum þunga þar skammt frá. En er hugsanlegt að náttúrunni takist að búa til stíflu í líkingu við þá sem verkfræðingarnir lögðu til á sínum tíma?Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég á nú ekki von á því. Það þarf nú ansi stórt hraun til að búa til svoleiðis stíflu,“ svarar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á staðnum. Þorvaldur segir að Jökulsá myndi þá fyrst fara í Kreppu, þverá Jökulsár. Þar sé gamall Kreppufarvegur sem svokallað Lindahraun úr Kverkfjöllum stíflaði skömmu fyrir landnám og breytti þá farvegi Kreppu í það horf sem hann er í dag. „Ég hugsa að þetta verði eitthvað svipað. En áður en það skeður þá þarf þetta hraun að verða miklu, miklu stærra.“Hraunið þrýstir Jökulsá austar á Dyngjusand til að byrja með.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira