Bjarni segir vinstrimenn ekki skynja skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 19:45 Fjármálaráðherra segir vinstrimönnum fyrirmunað á sjá skattalækkanir þegar þær blöstu við þeim. En í umræðum um fjárlagafrumvarpið sem hófust á Alþingi í dag var ráðherrann sagður ætla að standa fyrir mestu einstöku aðgerðinni til skattahækkunar sem boðuð hefði verið eftir hrun. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á Alþingi í dag og sagði markmið þess að ná stöðugleika í efnahagsmálum, jafnvægi í ríkisfjármálum, áframhaldandi aðhaldi í rekstri, stöðvun skuldasöfnunar, lækkun skatta og hærri ráðstöfunartekjur fólks í landinu. Umdeildasti hluti fjárlagafrumvarpsins er án efa hækkun neðra þreps viðrisaukaskatts úr 7 í 12 prósent, sem eykur tekjur tekjur ríkissjóðs um 11 milljarða króna, en á móti lækkar efra þrepið og almenn vörugjöld verða aflögð. „Ég hef tekið eftir umræðu um það að með þessari þróun telji menn að hér sé hafin einhver ný frjálshyggjutilraun. Jafnvel nefnd dólgarfrjálshyggja. En dæmin sem nefnd eru þessu til stuðnings standast ekki skoðun þegar nánar er að gáð,“ segir Bjarni Benediktsson. Í frumvarpinu væru skerðingar á lífeyrisgreiðslum ellilífeyrisþega og öryrkja leiðréttar, 1,8 milljarður færi í aukin framlög til heilbrigðismála, auðleggðarskattur væri afnuminn og tryggingagjöld lækkuð svo eitthvað væri nefnt. Formaður Vinstri grænna sakaði ríkisstjórnina um að fjarlægjast hina norrænu velferð. „Og mælikvarðinn á það hvort við teljumst áfram að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag, eða yfirhöfuð bara íslenskt velferðarsamfélag eins og við viljum best sjá það, hann er mældur á því hvernig fólkið í landinu hefur það,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann sagði árið 2011 að koma þyrfti í veg fyrir hækkun virðisaukaskatts með öllum leiðum enda bitnaði hún mest á þeim lægst launuðu. „Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð á almening í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðunni um fjárlagafrumvarpið í dag. „Það er svo fjarri vinstrimönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun, að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafn skýrum hætti og í þessu máli þá bara trúa þeir því ekki að þetta sé hún. Þeir bara afneita henni með öllu. Það bara geti ekki verið að þetta sé hægt. En þetta er hægt,“ sagði Bjarni. Enda fælu breytingar á virðisaukaskttskerfinu í sér fjögurra milljarða lækkun hans í heild sinni. Alþingi Fjárlög Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Fjármálaráðherra segir vinstrimönnum fyrirmunað á sjá skattalækkanir þegar þær blöstu við þeim. En í umræðum um fjárlagafrumvarpið sem hófust á Alþingi í dag var ráðherrann sagður ætla að standa fyrir mestu einstöku aðgerðinni til skattahækkunar sem boðuð hefði verið eftir hrun. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á Alþingi í dag og sagði markmið þess að ná stöðugleika í efnahagsmálum, jafnvægi í ríkisfjármálum, áframhaldandi aðhaldi í rekstri, stöðvun skuldasöfnunar, lækkun skatta og hærri ráðstöfunartekjur fólks í landinu. Umdeildasti hluti fjárlagafrumvarpsins er án efa hækkun neðra þreps viðrisaukaskatts úr 7 í 12 prósent, sem eykur tekjur tekjur ríkissjóðs um 11 milljarða króna, en á móti lækkar efra þrepið og almenn vörugjöld verða aflögð. „Ég hef tekið eftir umræðu um það að með þessari þróun telji menn að hér sé hafin einhver ný frjálshyggjutilraun. Jafnvel nefnd dólgarfrjálshyggja. En dæmin sem nefnd eru þessu til stuðnings standast ekki skoðun þegar nánar er að gáð,“ segir Bjarni Benediktsson. Í frumvarpinu væru skerðingar á lífeyrisgreiðslum ellilífeyrisþega og öryrkja leiðréttar, 1,8 milljarður færi í aukin framlög til heilbrigðismála, auðleggðarskattur væri afnuminn og tryggingagjöld lækkuð svo eitthvað væri nefnt. Formaður Vinstri grænna sakaði ríkisstjórnina um að fjarlægjast hina norrænu velferð. „Og mælikvarðinn á það hvort við teljumst áfram að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag, eða yfirhöfuð bara íslenskt velferðarsamfélag eins og við viljum best sjá það, hann er mældur á því hvernig fólkið í landinu hefur það,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann sagði árið 2011 að koma þyrfti í veg fyrir hækkun virðisaukaskatts með öllum leiðum enda bitnaði hún mest á þeim lægst launuðu. „Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð á almening í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðunni um fjárlagafrumvarpið í dag. „Það er svo fjarri vinstrimönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun, að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafn skýrum hætti og í þessu máli þá bara trúa þeir því ekki að þetta sé hún. Þeir bara afneita henni með öllu. Það bara geti ekki verið að þetta sé hægt. En þetta er hægt,“ sagði Bjarni. Enda fælu breytingar á virðisaukaskttskerfinu í sér fjögurra milljarða lækkun hans í heild sinni.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira