Bjarni segir vinstrimenn ekki skynja skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 19:45 Fjármálaráðherra segir vinstrimönnum fyrirmunað á sjá skattalækkanir þegar þær blöstu við þeim. En í umræðum um fjárlagafrumvarpið sem hófust á Alþingi í dag var ráðherrann sagður ætla að standa fyrir mestu einstöku aðgerðinni til skattahækkunar sem boðuð hefði verið eftir hrun. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á Alþingi í dag og sagði markmið þess að ná stöðugleika í efnahagsmálum, jafnvægi í ríkisfjármálum, áframhaldandi aðhaldi í rekstri, stöðvun skuldasöfnunar, lækkun skatta og hærri ráðstöfunartekjur fólks í landinu. Umdeildasti hluti fjárlagafrumvarpsins er án efa hækkun neðra þreps viðrisaukaskatts úr 7 í 12 prósent, sem eykur tekjur tekjur ríkissjóðs um 11 milljarða króna, en á móti lækkar efra þrepið og almenn vörugjöld verða aflögð. „Ég hef tekið eftir umræðu um það að með þessari þróun telji menn að hér sé hafin einhver ný frjálshyggjutilraun. Jafnvel nefnd dólgarfrjálshyggja. En dæmin sem nefnd eru þessu til stuðnings standast ekki skoðun þegar nánar er að gáð,“ segir Bjarni Benediktsson. Í frumvarpinu væru skerðingar á lífeyrisgreiðslum ellilífeyrisþega og öryrkja leiðréttar, 1,8 milljarður færi í aukin framlög til heilbrigðismála, auðleggðarskattur væri afnuminn og tryggingagjöld lækkuð svo eitthvað væri nefnt. Formaður Vinstri grænna sakaði ríkisstjórnina um að fjarlægjast hina norrænu velferð. „Og mælikvarðinn á það hvort við teljumst áfram að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag, eða yfirhöfuð bara íslenskt velferðarsamfélag eins og við viljum best sjá það, hann er mældur á því hvernig fólkið í landinu hefur það,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann sagði árið 2011 að koma þyrfti í veg fyrir hækkun virðisaukaskatts með öllum leiðum enda bitnaði hún mest á þeim lægst launuðu. „Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð á almening í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðunni um fjárlagafrumvarpið í dag. „Það er svo fjarri vinstrimönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun, að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafn skýrum hætti og í þessu máli þá bara trúa þeir því ekki að þetta sé hún. Þeir bara afneita henni með öllu. Það bara geti ekki verið að þetta sé hægt. En þetta er hægt,“ sagði Bjarni. Enda fælu breytingar á virðisaukaskttskerfinu í sér fjögurra milljarða lækkun hans í heild sinni. Alþingi Fjárlög Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Fjármálaráðherra segir vinstrimönnum fyrirmunað á sjá skattalækkanir þegar þær blöstu við þeim. En í umræðum um fjárlagafrumvarpið sem hófust á Alþingi í dag var ráðherrann sagður ætla að standa fyrir mestu einstöku aðgerðinni til skattahækkunar sem boðuð hefði verið eftir hrun. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á Alþingi í dag og sagði markmið þess að ná stöðugleika í efnahagsmálum, jafnvægi í ríkisfjármálum, áframhaldandi aðhaldi í rekstri, stöðvun skuldasöfnunar, lækkun skatta og hærri ráðstöfunartekjur fólks í landinu. Umdeildasti hluti fjárlagafrumvarpsins er án efa hækkun neðra þreps viðrisaukaskatts úr 7 í 12 prósent, sem eykur tekjur tekjur ríkissjóðs um 11 milljarða króna, en á móti lækkar efra þrepið og almenn vörugjöld verða aflögð. „Ég hef tekið eftir umræðu um það að með þessari þróun telji menn að hér sé hafin einhver ný frjálshyggjutilraun. Jafnvel nefnd dólgarfrjálshyggja. En dæmin sem nefnd eru þessu til stuðnings standast ekki skoðun þegar nánar er að gáð,“ segir Bjarni Benediktsson. Í frumvarpinu væru skerðingar á lífeyrisgreiðslum ellilífeyrisþega og öryrkja leiðréttar, 1,8 milljarður færi í aukin framlög til heilbrigðismála, auðleggðarskattur væri afnuminn og tryggingagjöld lækkuð svo eitthvað væri nefnt. Formaður Vinstri grænna sakaði ríkisstjórnina um að fjarlægjast hina norrænu velferð. „Og mælikvarðinn á það hvort við teljumst áfram að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag, eða yfirhöfuð bara íslenskt velferðarsamfélag eins og við viljum best sjá það, hann er mældur á því hvernig fólkið í landinu hefur það,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann sagði árið 2011 að koma þyrfti í veg fyrir hækkun virðisaukaskatts með öllum leiðum enda bitnaði hún mest á þeim lægst launuðu. „Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð á almening í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðunni um fjárlagafrumvarpið í dag. „Það er svo fjarri vinstrimönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun, að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafn skýrum hætti og í þessu máli þá bara trúa þeir því ekki að þetta sé hún. Þeir bara afneita henni með öllu. Það bara geti ekki verið að þetta sé hægt. En þetta er hægt,“ sagði Bjarni. Enda fælu breytingar á virðisaukaskttskerfinu í sér fjögurra milljarða lækkun hans í heild sinni.
Alþingi Fjárlög Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira