Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 19:30 Tillagan í fjárlagafrumvarpinu að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12 prósent hefur verið gagnrýnd. Hækkunin mun eiga við fagur- og fræðibókmenntir og allar kennslubækur. Innan Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, eru um 600 félagar, mest fræðimenn. Fræðibókaútgáfa er mun dýrari í útgáfu en skáldsögur.Pólitísk spurningHve mikið hægt er að gefa út af fræðibókum á íslensku er pólitísk spurning segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis og ætti ekki að vera svarað í fjármálaráðuneytinu. Jón Yngvi sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt sem geri útgáfu fræði- og námsbóka erfiðari geri það að verkum að það erfiðara verði að halda úti fræði- og kennslubókaútgáfu á íslensku flestum eða öllum sviðum. Hættum að hugsa fræðigreinar á íslensku „Það sem við óttumst er að smám saman fari að tálgast utan af því, sérstök svið hverfi og við hættum að hugsa um þau á íslensku,“ sagði Jón Yngi. „Þetta er líka málpólitík. Við viljum geta gefið út kennslubækur fyrir framhaldsskóla og háskóla. Við viljum geta gefið út bækurnar í skólunum á íslensku fyrir námsmenn á sem flestum sviðum svo auka og viðhalda megi þekkingu á móðurmálinu.“ Námsgagnastofnun gefur hins vegar út langmest af kennsluefni grunnskóla. Betra læsi í Hvítbók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett tvö meginmarkmið til að ná fram umbótum í menntamálum í Hvítbók sinni sem hann hefur kynnt um landið. Annað aðalmarkmiðanna er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri en hlutfallið er 79 prósent nú. Gagnrýnt er að yfirvofandi skattahækkun muni hafa áhrif á útbreiðslu bóka og læsi. Það vakti athygli að Illugi sagði á Alþingi síðastliðinn föstudag að skoða mætti mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar skattlagningar. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Tillagan í fjárlagafrumvarpinu að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12 prósent hefur verið gagnrýnd. Hækkunin mun eiga við fagur- og fræðibókmenntir og allar kennslubækur. Innan Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, eru um 600 félagar, mest fræðimenn. Fræðibókaútgáfa er mun dýrari í útgáfu en skáldsögur.Pólitísk spurningHve mikið hægt er að gefa út af fræðibókum á íslensku er pólitísk spurning segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis og ætti ekki að vera svarað í fjármálaráðuneytinu. Jón Yngvi sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt sem geri útgáfu fræði- og námsbóka erfiðari geri það að verkum að það erfiðara verði að halda úti fræði- og kennslubókaútgáfu á íslensku flestum eða öllum sviðum. Hættum að hugsa fræðigreinar á íslensku „Það sem við óttumst er að smám saman fari að tálgast utan af því, sérstök svið hverfi og við hættum að hugsa um þau á íslensku,“ sagði Jón Yngi. „Þetta er líka málpólitík. Við viljum geta gefið út kennslubækur fyrir framhaldsskóla og háskóla. Við viljum geta gefið út bækurnar í skólunum á íslensku fyrir námsmenn á sem flestum sviðum svo auka og viðhalda megi þekkingu á móðurmálinu.“ Námsgagnastofnun gefur hins vegar út langmest af kennsluefni grunnskóla. Betra læsi í Hvítbók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett tvö meginmarkmið til að ná fram umbótum í menntamálum í Hvítbók sinni sem hann hefur kynnt um landið. Annað aðalmarkmiðanna er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri en hlutfallið er 79 prósent nú. Gagnrýnt er að yfirvofandi skattahækkun muni hafa áhrif á útbreiðslu bóka og læsi. Það vakti athygli að Illugi sagði á Alþingi síðastliðinn föstudag að skoða mætti mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar skattlagningar.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira