Reynir bíður eftir brottrekstrinum Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2014 23:05 Vísir/Anton „Ég er kátur fyrir mína hönd og bíð eftir brottrekstrinum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, í samtali við Vísi. „Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“ „Þeim hefur tekist ágætlega að sópa upp hlutum í félaginu,“ segir Reynir. Hann segir hluti sem gengið hafi kaupum og sölum á fundinum suma hafa selst dýru verði. Reyni er þó létt með að þessum átökum sé lokið, en þó hefur hann áhyggjur af starfsmönnum DV. Þegar hafa einhverjir blaðamenn DV sagt upp störfum sínum. „Ég er kvíðinn fyrir ritstjórninni, en ég hef trú á að fólk muni ekki ganga þar um á skítugum skónum.“ Suma af nýjum stjórnarmeðlimum DV segist Reynir ekki kannast við og hefur hann áhyggjur af ætlan nýrra stjórnarmanna. „Ég hef áhyggjur af því að inn í fyrirtækið séu að koma öfl, sem hafi ekki áhuga á að blaðið sé að fjalla um spillingarmál með aggresívum hætti.“ „Ég er enn ritstjóri, en mín ráðgjöf til nýrrar stjórnar er að þeir ættu að standa við samninginn við Björn Leifsson. Þeir lofuðu honum að reka mig og ég ráðlegg þeim að standa við loforðið. Ég verð manna glaðastur,“ segir Reynir. „Þessi öfl hjálpa honum að ná fram hefnd, sem er þó ekki hefnd heldur líknadauði,“ segir hann og bætir við að síðustu mánuðir hafi reynst erfiðir. Tengdar fréttir Reyni tíðrætt um jakkafötin Kosning nýrrar stjórnar útgáfufélags DV er á dagskrá framhaldsaðalfundarins. Í kjölfarið tekur ný stjórn til starfa. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr hluthafahópnum verður boðað til stjórnarfundar sem fyrst og verður þar rætt um ráðningu nýs ritstjóra. 5. september 2014 16:42 Björn Leifsson mættur á fundinn Hluthafar í DV ehf. eru mættir á aðalfund hlutafélagsins sem fram fer öðru sinni á Hótel Natura í dag. 5. september 2014 15:34 Hefur ekki áhuga á að sitja áfram í stjórn DV "Hvernig sem fer þá held ég að það sé ágætt að ég sé utan stjórnar," segir Reynir Traustason. 5. september 2014 11:58 Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur. 5. september 2014 22:29 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Ég er kátur fyrir mína hönd og bíð eftir brottrekstrinum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, í samtali við Vísi. „Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“ „Þeim hefur tekist ágætlega að sópa upp hlutum í félaginu,“ segir Reynir. Hann segir hluti sem gengið hafi kaupum og sölum á fundinum suma hafa selst dýru verði. Reyni er þó létt með að þessum átökum sé lokið, en þó hefur hann áhyggjur af starfsmönnum DV. Þegar hafa einhverjir blaðamenn DV sagt upp störfum sínum. „Ég er kvíðinn fyrir ritstjórninni, en ég hef trú á að fólk muni ekki ganga þar um á skítugum skónum.“ Suma af nýjum stjórnarmeðlimum DV segist Reynir ekki kannast við og hefur hann áhyggjur af ætlan nýrra stjórnarmanna. „Ég hef áhyggjur af því að inn í fyrirtækið séu að koma öfl, sem hafi ekki áhuga á að blaðið sé að fjalla um spillingarmál með aggresívum hætti.“ „Ég er enn ritstjóri, en mín ráðgjöf til nýrrar stjórnar er að þeir ættu að standa við samninginn við Björn Leifsson. Þeir lofuðu honum að reka mig og ég ráðlegg þeim að standa við loforðið. Ég verð manna glaðastur,“ segir Reynir. „Þessi öfl hjálpa honum að ná fram hefnd, sem er þó ekki hefnd heldur líknadauði,“ segir hann og bætir við að síðustu mánuðir hafi reynst erfiðir.
Tengdar fréttir Reyni tíðrætt um jakkafötin Kosning nýrrar stjórnar útgáfufélags DV er á dagskrá framhaldsaðalfundarins. Í kjölfarið tekur ný stjórn til starfa. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr hluthafahópnum verður boðað til stjórnarfundar sem fyrst og verður þar rætt um ráðningu nýs ritstjóra. 5. september 2014 16:42 Björn Leifsson mættur á fundinn Hluthafar í DV ehf. eru mættir á aðalfund hlutafélagsins sem fram fer öðru sinni á Hótel Natura í dag. 5. september 2014 15:34 Hefur ekki áhuga á að sitja áfram í stjórn DV "Hvernig sem fer þá held ég að það sé ágætt að ég sé utan stjórnar," segir Reynir Traustason. 5. september 2014 11:58 Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur. 5. september 2014 22:29 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Reyni tíðrætt um jakkafötin Kosning nýrrar stjórnar útgáfufélags DV er á dagskrá framhaldsaðalfundarins. Í kjölfarið tekur ný stjórn til starfa. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr hluthafahópnum verður boðað til stjórnarfundar sem fyrst og verður þar rætt um ráðningu nýs ritstjóra. 5. september 2014 16:42
Björn Leifsson mættur á fundinn Hluthafar í DV ehf. eru mættir á aðalfund hlutafélagsins sem fram fer öðru sinni á Hótel Natura í dag. 5. september 2014 15:34
Hefur ekki áhuga á að sitja áfram í stjórn DV "Hvernig sem fer þá held ég að það sé ágætt að ég sé utan stjórnar," segir Reynir Traustason. 5. september 2014 11:58
Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur. 5. september 2014 22:29