Tilboð freista fólks til að kaupa of mikinn mat Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2014 18:55 Átaksverkefni um að vekja fólk til meðvitundar um sóun a matvælum var hrint af stokkunum í Hörpu í dag. En á Íslandi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi er gífurlegu magni af matvælum sóað á hverju ári. Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi stóðu í dag fyrir kynningu á ýmsu sem tengist mat og umhverfisvernd sem markar upphafið að stóru norrænu samstarfsverkefni um aðgerðir gegn matarsóun og námskeiðahaldi um allt land í þessum efnum. En talið er að um 30% af mat í heiminum sem framleiddur er til manneldis sé hent á ýmsum stigum í framleiðslu, sölu og neyslu matvæla Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur var ein þeirra sem mætti í Hörpu í dag. Hún segir að fólk eigi ekki að vera feimið við að nýta afganga og eigi að láta ímyndunaraflið ráða. Það megi elda fjölbreytta rétti úr afgöngum. Sérstakur heiðursgestur á í Hörpu í dag var Selina Juul en hún hefur fengið umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir framtak sitt í að vekja fólk og fyrirtæki til umhugsunar um nýtingu marvæla. Sóun á matsölustöðum megi að hluta til rekja til allt of stórra skammta. Selina segir matvöruverslanir einnig freista fólks til að kaupa meira en það ætli sér, t.d með að bjóða því að kaupa þrjá hluti á verði tveggja. Allir verði að leggjast á eitt með að stöðva sóun á mat, framleiðendur, matsölustaðir, verslanir og fólkið sjálft. Ítarlega var fjallað um atburðinn í Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og er sjónvarpsklippan aðgengileg hér að ofan. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Átaksverkefni um að vekja fólk til meðvitundar um sóun a matvælum var hrint af stokkunum í Hörpu í dag. En á Íslandi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi er gífurlegu magni af matvælum sóað á hverju ári. Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi stóðu í dag fyrir kynningu á ýmsu sem tengist mat og umhverfisvernd sem markar upphafið að stóru norrænu samstarfsverkefni um aðgerðir gegn matarsóun og námskeiðahaldi um allt land í þessum efnum. En talið er að um 30% af mat í heiminum sem framleiddur er til manneldis sé hent á ýmsum stigum í framleiðslu, sölu og neyslu matvæla Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur var ein þeirra sem mætti í Hörpu í dag. Hún segir að fólk eigi ekki að vera feimið við að nýta afganga og eigi að láta ímyndunaraflið ráða. Það megi elda fjölbreytta rétti úr afgöngum. Sérstakur heiðursgestur á í Hörpu í dag var Selina Juul en hún hefur fengið umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir framtak sitt í að vekja fólk og fyrirtæki til umhugsunar um nýtingu marvæla. Sóun á matsölustöðum megi að hluta til rekja til allt of stórra skammta. Selina segir matvöruverslanir einnig freista fólks til að kaupa meira en það ætli sér, t.d með að bjóða því að kaupa þrjá hluti á verði tveggja. Allir verði að leggjast á eitt með að stöðva sóun á mat, framleiðendur, matsölustaðir, verslanir og fólkið sjálft. Ítarlega var fjallað um atburðinn í Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og er sjónvarpsklippan aðgengileg hér að ofan.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira