Innlent

Slökkvilið kallað út vegna grills

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty/Daníel
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðið var kallað út á sjötta tímanum í dag, þar sem tilkynning barst um eld í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Slökkviliðsbílunum var þó snúið við á leiðinni þar sem í ljós kom að um grill á svölum var að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hljómaði fyrsta tilkynning um brunann ekki vel.

Þá gerist það af og til að fólk hringi í slökkviliðið þegar nágrannar sínir taka upp á því að grilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×