Innlent

Skora á stjórnvöld að heimila krókaveiðar á makríl aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Óskar
Smábátafélagið Klettur skorar á stjórnvöld að heimila áframhaldandi krókaveiðar á makríl. Í tilkynningu frá félaginu segir að fyrir því séu fjölmörg góð og gild rök.

„Fyrir utan aukna verðmætasköpun, þá skapa veiðarnar um 500 manns atvinnu, þá þarf að hafa það í huga vill  að stór aukin ganga makríls á grunnslóð vestan- og norðanlands er mikið inngrip í lífríkið sem hefur áhrif á aðra veiðistofna,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að makríllinn sé hér í ætisleit og hafi í miklu magni haldið sig á og við uppeldissvæði okkar helstu nytjastofna eins og þorsks, ýsu og ufsa, sem og á mikilvægum göngusvæðum laxaseiða.

„Það er hætt við að ungviði okkar helstu nytjategunda eigi sér litla von gegn þessum gráðuga gesti.“

Í tilkynningunni segir að ábyrgð stjórnvalda sé mikil í þessu máli og friðun makrílsins á grunnslóð sé fullkomið ábyrgðarleysi.

„Mjög mikilvægt er að  heimila veiðar á tegundinni áfram fram eftir vetri, ekki síst til að leggja lóðir á vogarskálar um betri afrakstur annarra nytjastofna og til að öðlast einhverja þekkingu á útbreiðslu og hegðunarmynstri makríls á grunnslóðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×