Varar við snörpum vindhviðum á morgun Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 11:42 Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem olli usla í Karíbahafi fyrr í vikunni. Vísir/Arnþór Birkisson Veðurstofan spáir stormi eða roki á morgun þegar leifarnar af fellibylnum Cristobal ganga yfir landið. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að spáð sé snörpum vindhviðum við fjöll víða um land, við suðurströndina og á hálendi. „Það er spáð mikilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, í Mýrdal, Öræfum og sunnanverðum Austfjörðum. Þetta er alvöru kröpp og djúp haustlægð.“ „Ætli það ekki bara,“ segir Þorsteinn, aðspurður hvort sumarið sé þá búið, en tekur þó fram að sumarið nái alveg fram í október samkvæmt Veðurstofunni. Veðurstofusumarið nær alveg frá júní og út september. Þorsteinn segir að Veðurstofan beini þeim orðum til fólks að vera ekki að ferðast að óþörfu á morgun. „Ekki með húsbíla eða aftanívagna. Þá er fólk beðið um að ganga frá lausum munum, trampólínum, gasgrillum og fleira sem gæti farið af stað í suðaustanrokinu.“ Þorsteinn segir að það eigi að lægja sunnan til annað kvöld. „Seinni partinn á morgun fer að draga úr þessu suðvestanlands en það gæti þó hvesst aftur annað kvöld. Það verður hvassviðri á norðanverðu og austanverðu landinu fram eftir kvöldi á morgun.“ Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem kemur núna og heimsækir Ísland. „Það eru alla vega hlýindi á landinu. Það er engin snjókoma. Það verður hins vegar mikil rigning á suðaustanverðu landinu,“ segir Þorsteinn, en hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. „Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.“ Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um síðustu helgi. Á þriðjudag náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í gær segir að yfirleitt minnki fellibyljir þegar þeir fara norður yfir kaldari sjó. Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Veðurstofan spáir stormi eða roki á morgun þegar leifarnar af fellibylnum Cristobal ganga yfir landið. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að spáð sé snörpum vindhviðum við fjöll víða um land, við suðurströndina og á hálendi. „Það er spáð mikilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, í Mýrdal, Öræfum og sunnanverðum Austfjörðum. Þetta er alvöru kröpp og djúp haustlægð.“ „Ætli það ekki bara,“ segir Þorsteinn, aðspurður hvort sumarið sé þá búið, en tekur þó fram að sumarið nái alveg fram í október samkvæmt Veðurstofunni. Veðurstofusumarið nær alveg frá júní og út september. Þorsteinn segir að Veðurstofan beini þeim orðum til fólks að vera ekki að ferðast að óþörfu á morgun. „Ekki með húsbíla eða aftanívagna. Þá er fólk beðið um að ganga frá lausum munum, trampólínum, gasgrillum og fleira sem gæti farið af stað í suðaustanrokinu.“ Þorsteinn segir að það eigi að lægja sunnan til annað kvöld. „Seinni partinn á morgun fer að draga úr þessu suðvestanlands en það gæti þó hvesst aftur annað kvöld. Það verður hvassviðri á norðanverðu og austanverðu landinu fram eftir kvöldi á morgun.“ Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem kemur núna og heimsækir Ísland. „Það eru alla vega hlýindi á landinu. Það er engin snjókoma. Það verður hins vegar mikil rigning á suðaustanverðu landinu,“ segir Þorsteinn, en hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. „Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.“ Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um síðustu helgi. Á þriðjudag náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í gær segir að yfirleitt minnki fellibyljir þegar þeir fara norður yfir kaldari sjó.
Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira