Innlent

Meiri líkur á eldgosi í Bárðarbungu

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar

Gosið sem varð í Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku var margfalt stærra en gosið sem varð í gær. Þrír stórir jarðskjálftar mældust í nótt og er nú talið mun líklegra en áður að eldgos hefjist í Bárðarbungu.

Sigurlaug Hjaltadóttir er jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

„Jarðskjálftamælar sýndu að óróinn var mun hærri á laugardaginn var. Jafnframt var vatn að mæta kvikunni og þá verður meiri sprengivirkni. Það er talið að þarna hafi komið upp tíu sinnum meira efni en í gosinu í Holuhrauni,“ segir Sigurlaug. 


Á fundi vísindamannaráðs kom fram að gos í Bárðarbungu sé nú talið líklegra en áður. Skjálftavirkni er enn mjög mikil, og mest á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Sú virkni hefur hins vegar ekki færst norðar í tvo sólarhringa. 

„Það eru ágætislíkur á öðru litlu gosi á meðan kvikuflutningurinn er ennþá mikill þarna upp í ganginn og upp undir Bárðarbungu. Það er bara alveg ómögulegt að segja hvort og hvenær það gerist,“ segir Sigurlaug.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.