Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Randver Kári Randversson skrifar 21. ágúst 2014 19:32 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Pjetur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Í bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sem lögð var fram þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á fundi Borgarráðs í dag, eru vinnubrögðin sem viðhöfð voru við rannsóknina sögð ómarktæk. Um 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru í rannsókninni falli utan þess tímabils sem höfundi var falið að skoða, og um 40% af rannsóknarandlaginu fjalli um umræðuna um byggingu mosku í Reykjavík og hafi Moskumálið svokallaða verið skoðað yfir lengra tímabil en aðrir hlutar rannsóknarinnar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar um fyrirhugaða byggingu mosku í Reykjavík hafi einkennst af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum hafi verið látin falla sem geti mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Borgarráðsfulltrúar annarra flokka lögðu fram sameiginlega bókun þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að niðurstöður greiningarinnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu. Bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina hljóðar svo í heild:Um leið og við fögnum umræðu um hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, þá teljum við að niðurstöðu skýrslunnar (bls. 24-25) megi draga verulega í efa, þar sem tæp 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru féllu fyrir utan það tímabil (1. mars 2013-1. mars 2014) sem skýrsluhöfundi var falið að skoða. Alls voru skoðuð 14.815 ummæli og af þeim voru 5.725 tengd umræðu um byggingu mosku í Reykjavík í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 2014 og er það 40% af rannsóknarandlaginu. Við skýrslugerðina var fylgst með umræðu um byggingu mosku fram í júlí 2014 en önnur rannsóknarandlög ekki skoðuð á framlengdu tímabili. Eru slík vinnubrögð ómarktæk og gera annars góða vinnu afar haldlita við greiningu verkefnisins. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram svohljóðandi bókun:Borgarráðsfulltrúarnir þakka fyrir mikilvægt framlag til greiningar á hatursorðræðu í samfélaginu. Brýnt er að niðurstöðurnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu og að Reykjavíkurborg láti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Tengdar fréttir Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Í bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sem lögð var fram þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á fundi Borgarráðs í dag, eru vinnubrögðin sem viðhöfð voru við rannsóknina sögð ómarktæk. Um 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru í rannsókninni falli utan þess tímabils sem höfundi var falið að skoða, og um 40% af rannsóknarandlaginu fjalli um umræðuna um byggingu mosku í Reykjavík og hafi Moskumálið svokallaða verið skoðað yfir lengra tímabil en aðrir hlutar rannsóknarinnar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar um fyrirhugaða byggingu mosku í Reykjavík hafi einkennst af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum hafi verið látin falla sem geti mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Borgarráðsfulltrúar annarra flokka lögðu fram sameiginlega bókun þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að niðurstöður greiningarinnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu. Bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina hljóðar svo í heild:Um leið og við fögnum umræðu um hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, þá teljum við að niðurstöðu skýrslunnar (bls. 24-25) megi draga verulega í efa, þar sem tæp 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru féllu fyrir utan það tímabil (1. mars 2013-1. mars 2014) sem skýrsluhöfundi var falið að skoða. Alls voru skoðuð 14.815 ummæli og af þeim voru 5.725 tengd umræðu um byggingu mosku í Reykjavík í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 2014 og er það 40% af rannsóknarandlaginu. Við skýrslugerðina var fylgst með umræðu um byggingu mosku fram í júlí 2014 en önnur rannsóknarandlög ekki skoðuð á framlengdu tímabili. Eru slík vinnubrögð ómarktæk og gera annars góða vinnu afar haldlita við greiningu verkefnisins. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram svohljóðandi bókun:Borgarráðsfulltrúarnir þakka fyrir mikilvægt framlag til greiningar á hatursorðræðu í samfélaginu. Brýnt er að niðurstöðurnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu og að Reykjavíkurborg láti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum.
Tengdar fréttir Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20