Þátttökumet í Reykjavíkurmaraþoni slegið Linda Blöndal skrifar 23. ágúst 2014 14:02 Vísir/Andri Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fór fram í morgun. Bæði þátttökumet og met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins voru slegin og búist er við að tala hlaupara verði nálægt sextán þúsund þegar allt er talið. Mikill fjöldi hljóp í Lækjargötunni í góðu veðri í morgun og fjöldi manns fylgdist með. Fjögur þúsund og fimmhundruð hlaupa til góðs fyrir hundrað sextíu og sjö mismunandi málefni. Enn var verið að telja fjölda þátttakenda stuttu fyrir hádegi í morgun, samkvæmt Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Maraþonsins. Rúmlega 15300 voru skráðir klukkan hálf ellefu í morgun og gamla metið heldur betur slegið en í fyrra tóku 14272 þátt. Rúmlega 77 milljónir hafa safnast í áheitasöfnuninni í ár, sem er met ,miðað við 72 milljónir í fyrra. Anna Lilja segir sífellt fleiri reima á sig strigaskóna á þessum degi. Og í Lækjargötu í morgun var allt eins og best var á kosið, samkvæmt hlaupastjóra Maraþonsins, Svövu Oddnýju Ásgeirsdóttur „Stemmningin hér í Lækjargötu er alveg frábær. Það er yndislegt veður og fólk streymir hér í mark. Það er svo mikill mannfjöldi að maður hefur varla séð annað eins. Um 6600 manns eru að koma í mark í 10 km hlaupi. Allir vilja fá að drekka og fá verðlaunapening um hálsinn, og helst kyssa alla sem eru utan girðingar og eru komnir að fagna með þeim. Á sama tíma kemur í mark fólk úr hálf maraþoni og heilu maraþoni. Það er allt að gerast hérna, það er yndislegur dagur,“ segir Svava. Fylgjast á með áheitastöfnuninni á vefsíðunni hlaupastyrkur.is og er söfnunin opin fram á miðnætti á mánudag, þar má lesa margar sögur tengdar áheitunum en yfir 25 þúsund einstök áheit hafa borist í gegnum síðuna. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr Reykjavíkurmaraþoninu 2014.Vísir/AndriVísir/AndriVísir/AndriVísir/Andri Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fór fram í morgun. Bæði þátttökumet og met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins voru slegin og búist er við að tala hlaupara verði nálægt sextán þúsund þegar allt er talið. Mikill fjöldi hljóp í Lækjargötunni í góðu veðri í morgun og fjöldi manns fylgdist með. Fjögur þúsund og fimmhundruð hlaupa til góðs fyrir hundrað sextíu og sjö mismunandi málefni. Enn var verið að telja fjölda þátttakenda stuttu fyrir hádegi í morgun, samkvæmt Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Maraþonsins. Rúmlega 15300 voru skráðir klukkan hálf ellefu í morgun og gamla metið heldur betur slegið en í fyrra tóku 14272 þátt. Rúmlega 77 milljónir hafa safnast í áheitasöfnuninni í ár, sem er met ,miðað við 72 milljónir í fyrra. Anna Lilja segir sífellt fleiri reima á sig strigaskóna á þessum degi. Og í Lækjargötu í morgun var allt eins og best var á kosið, samkvæmt hlaupastjóra Maraþonsins, Svövu Oddnýju Ásgeirsdóttur „Stemmningin hér í Lækjargötu er alveg frábær. Það er yndislegt veður og fólk streymir hér í mark. Það er svo mikill mannfjöldi að maður hefur varla séð annað eins. Um 6600 manns eru að koma í mark í 10 km hlaupi. Allir vilja fá að drekka og fá verðlaunapening um hálsinn, og helst kyssa alla sem eru utan girðingar og eru komnir að fagna með þeim. Á sama tíma kemur í mark fólk úr hálf maraþoni og heilu maraþoni. Það er allt að gerast hérna, það er yndislegur dagur,“ segir Svava. Fylgjast á með áheitastöfnuninni á vefsíðunni hlaupastyrkur.is og er söfnunin opin fram á miðnætti á mánudag, þar má lesa margar sögur tengdar áheitunum en yfir 25 þúsund einstök áheit hafa borist í gegnum síðuna. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr Reykjavíkurmaraþoninu 2014.Vísir/AndriVísir/AndriVísir/AndriVísir/Andri
Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira