Þátttökumet í Reykjavíkurmaraþoni slegið Linda Blöndal skrifar 23. ágúst 2014 14:02 Vísir/Andri Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fór fram í morgun. Bæði þátttökumet og met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins voru slegin og búist er við að tala hlaupara verði nálægt sextán þúsund þegar allt er talið. Mikill fjöldi hljóp í Lækjargötunni í góðu veðri í morgun og fjöldi manns fylgdist með. Fjögur þúsund og fimmhundruð hlaupa til góðs fyrir hundrað sextíu og sjö mismunandi málefni. Enn var verið að telja fjölda þátttakenda stuttu fyrir hádegi í morgun, samkvæmt Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Maraþonsins. Rúmlega 15300 voru skráðir klukkan hálf ellefu í morgun og gamla metið heldur betur slegið en í fyrra tóku 14272 þátt. Rúmlega 77 milljónir hafa safnast í áheitasöfnuninni í ár, sem er met ,miðað við 72 milljónir í fyrra. Anna Lilja segir sífellt fleiri reima á sig strigaskóna á þessum degi. Og í Lækjargötu í morgun var allt eins og best var á kosið, samkvæmt hlaupastjóra Maraþonsins, Svövu Oddnýju Ásgeirsdóttur „Stemmningin hér í Lækjargötu er alveg frábær. Það er yndislegt veður og fólk streymir hér í mark. Það er svo mikill mannfjöldi að maður hefur varla séð annað eins. Um 6600 manns eru að koma í mark í 10 km hlaupi. Allir vilja fá að drekka og fá verðlaunapening um hálsinn, og helst kyssa alla sem eru utan girðingar og eru komnir að fagna með þeim. Á sama tíma kemur í mark fólk úr hálf maraþoni og heilu maraþoni. Það er allt að gerast hérna, það er yndislegur dagur,“ segir Svava. Fylgjast á með áheitastöfnuninni á vefsíðunni hlaupastyrkur.is og er söfnunin opin fram á miðnætti á mánudag, þar má lesa margar sögur tengdar áheitunum en yfir 25 þúsund einstök áheit hafa borist í gegnum síðuna. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr Reykjavíkurmaraþoninu 2014.Vísir/AndriVísir/AndriVísir/AndriVísir/Andri Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fór fram í morgun. Bæði þátttökumet og met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins voru slegin og búist er við að tala hlaupara verði nálægt sextán þúsund þegar allt er talið. Mikill fjöldi hljóp í Lækjargötunni í góðu veðri í morgun og fjöldi manns fylgdist með. Fjögur þúsund og fimmhundruð hlaupa til góðs fyrir hundrað sextíu og sjö mismunandi málefni. Enn var verið að telja fjölda þátttakenda stuttu fyrir hádegi í morgun, samkvæmt Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Maraþonsins. Rúmlega 15300 voru skráðir klukkan hálf ellefu í morgun og gamla metið heldur betur slegið en í fyrra tóku 14272 þátt. Rúmlega 77 milljónir hafa safnast í áheitasöfnuninni í ár, sem er met ,miðað við 72 milljónir í fyrra. Anna Lilja segir sífellt fleiri reima á sig strigaskóna á þessum degi. Og í Lækjargötu í morgun var allt eins og best var á kosið, samkvæmt hlaupastjóra Maraþonsins, Svövu Oddnýju Ásgeirsdóttur „Stemmningin hér í Lækjargötu er alveg frábær. Það er yndislegt veður og fólk streymir hér í mark. Það er svo mikill mannfjöldi að maður hefur varla séð annað eins. Um 6600 manns eru að koma í mark í 10 km hlaupi. Allir vilja fá að drekka og fá verðlaunapening um hálsinn, og helst kyssa alla sem eru utan girðingar og eru komnir að fagna með þeim. Á sama tíma kemur í mark fólk úr hálf maraþoni og heilu maraþoni. Það er allt að gerast hérna, það er yndislegur dagur,“ segir Svava. Fylgjast á með áheitastöfnuninni á vefsíðunni hlaupastyrkur.is og er söfnunin opin fram á miðnætti á mánudag, þar má lesa margar sögur tengdar áheitunum en yfir 25 þúsund einstök áheit hafa borist í gegnum síðuna. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr Reykjavíkurmaraþoninu 2014.Vísir/AndriVísir/AndriVísir/AndriVísir/Andri
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira