Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 1-1 | Víkingur náði stigi í Lautinni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 10. ágúst 2014 12:24 Albert Brynjar Ingason og Ívar Örn Jónsson í baráttunni um boltann í Lautinni í kvöld. vísir/vilhelm Víkingur og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar þau mættust í fimmtándu umferð Pepsí deildar karla í Árbænum í kvöld. Fylkir var nær því að vinna leikinn undir lokin. Fylki tókst mjög vel upp í að hindra Víking í að leika sinn leik. Varnarleikur heimamanna var öflugur og liðið náði að halda Aroni Elís Þrándarsyni niðri. Sóknarleikur Víkings hefur á tíðum verið hraður í sumar en hann náði sér aldrei á strik í kvöld. Víkingi hefur reyndar ekki gengið vel gegn Fylki en þeir appelsínugulu voru búnir að vinna níu deildarleiki í röð gegn Víkingi í deild. Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði í öðrum leiknum í röð en hann hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum frá því hann kom frá FH í júlí. Fylkir var einu marki yfir í hálfleik og þó Víkingur væri meira með boltann var það Ingvar Þór Kale markvörður Víkings sem þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en Bjarni Þórður Halldórsson kollegi hans.Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn þegar hálftími var til leiks og reyndist það síðasta mark leiksins. Víkingur hóf seinni hálfleikinn vel en náði ekki að fylgja markinu eftir. Fylkir fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn en liðið sótti ákaft eftir að Víkingur jafnaði metin en þegar liðið fann leiðina framhjá Ingvari Þór þá bjargaði sláin Víkingum. Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppsætinu og þremur stigum á undan KR sem á leik til góð. Fylkir lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með stiginu en liðið er þremur stigum frá fallsæti.Kjartan Ágúst Breiðdal fer framhjá Igor Taskovic.vísir/vilhelmÁsmundur: Sköpuðum færi til að vinna leikinn „Mér fannst við eiga meira skilið. Víkingarnir héldu kannski boltanum aðeins betur en við en við fengum miklu fleiri færi og maður vill nýta eitthvað af þessum færum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem var alls ekki sáttur við stigið í kvöld. „Heilt yfir er ég nokkuð ánægður. Á köflum gáfum við þeim of mikið pláss en skipulagið hélt vel. Vinnuframlagið var gott og við sköpuðum okkur færi til að vinna leikinn. Þeir sköpuðu sér lítið á móti og skora eftir hornspyrnu sem er svekkjandi. Ég hefði viljað þrjú stig. „Við erum og búnir að vera í mikilli baráttu í neðri hlutanum og ég á svo sem alveg von á að hún haldi áfram og við erum tilbúnir í hana áfram,“ sagði Ásmundur sem staðfesti að Sadmir Zekovic sé á leið frá félaginu. „Þetta er ágætis leikmaður en hann small ekki inn í okkar lið. Það náðist samkomulag um klára það.“Ingvar Þór Kale grípur inn í.vísir/vilhelmPape: Allt annað Fylkislið „Við vorum ekki að gera það sem var skipulagt fyrir leikinn í fyrri hálfleik en við náðum að sýna karakter í seinni hálfleik og með heppni náði ég að skora eftir hornspyrnu,“ sagði Pape Mamadou Faye sóknarmaður Víkings. „Það er alltaf skrýtið að mæta á Fylkisvöll og spila gegn Fylki. Þetta eru allt drengir sem ég ólst upp með hérna en ég er leikmaður Víkings og við förum í alla leiki til að sækja til sigurs. Við erum sáttir með þetta eina stig hérna,“ sagði Pape sem lék upp alla yngri flokkana hjá Fylki. „Oftast er það þannig að þegar lið jafnar að það komi sjálfstraust í leikinn en Fylkisliðið er grimmt. Þetta lið Fylkis er allt annað en var í upphafi móts. Þeir eru búnir að fá menn eins og Albert Brynjar heim og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt fyrir okkur. „Þeir voru grimmir og þetta var jafn leikur og er jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Pape. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Víkingur og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar þau mættust í fimmtándu umferð Pepsí deildar karla í Árbænum í kvöld. Fylkir var nær því að vinna leikinn undir lokin. Fylki tókst mjög vel upp í að hindra Víking í að leika sinn leik. Varnarleikur heimamanna var öflugur og liðið náði að halda Aroni Elís Þrándarsyni niðri. Sóknarleikur Víkings hefur á tíðum verið hraður í sumar en hann náði sér aldrei á strik í kvöld. Víkingi hefur reyndar ekki gengið vel gegn Fylki en þeir appelsínugulu voru búnir að vinna níu deildarleiki í röð gegn Víkingi í deild. Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði í öðrum leiknum í röð en hann hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum frá því hann kom frá FH í júlí. Fylkir var einu marki yfir í hálfleik og þó Víkingur væri meira með boltann var það Ingvar Þór Kale markvörður Víkings sem þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en Bjarni Þórður Halldórsson kollegi hans.Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn þegar hálftími var til leiks og reyndist það síðasta mark leiksins. Víkingur hóf seinni hálfleikinn vel en náði ekki að fylgja markinu eftir. Fylkir fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn en liðið sótti ákaft eftir að Víkingur jafnaði metin en þegar liðið fann leiðina framhjá Ingvari Þór þá bjargaði sláin Víkingum. Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppsætinu og þremur stigum á undan KR sem á leik til góð. Fylkir lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með stiginu en liðið er þremur stigum frá fallsæti.Kjartan Ágúst Breiðdal fer framhjá Igor Taskovic.vísir/vilhelmÁsmundur: Sköpuðum færi til að vinna leikinn „Mér fannst við eiga meira skilið. Víkingarnir héldu kannski boltanum aðeins betur en við en við fengum miklu fleiri færi og maður vill nýta eitthvað af þessum færum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem var alls ekki sáttur við stigið í kvöld. „Heilt yfir er ég nokkuð ánægður. Á köflum gáfum við þeim of mikið pláss en skipulagið hélt vel. Vinnuframlagið var gott og við sköpuðum okkur færi til að vinna leikinn. Þeir sköpuðu sér lítið á móti og skora eftir hornspyrnu sem er svekkjandi. Ég hefði viljað þrjú stig. „Við erum og búnir að vera í mikilli baráttu í neðri hlutanum og ég á svo sem alveg von á að hún haldi áfram og við erum tilbúnir í hana áfram,“ sagði Ásmundur sem staðfesti að Sadmir Zekovic sé á leið frá félaginu. „Þetta er ágætis leikmaður en hann small ekki inn í okkar lið. Það náðist samkomulag um klára það.“Ingvar Þór Kale grípur inn í.vísir/vilhelmPape: Allt annað Fylkislið „Við vorum ekki að gera það sem var skipulagt fyrir leikinn í fyrri hálfleik en við náðum að sýna karakter í seinni hálfleik og með heppni náði ég að skora eftir hornspyrnu,“ sagði Pape Mamadou Faye sóknarmaður Víkings. „Það er alltaf skrýtið að mæta á Fylkisvöll og spila gegn Fylki. Þetta eru allt drengir sem ég ólst upp með hérna en ég er leikmaður Víkings og við förum í alla leiki til að sækja til sigurs. Við erum sáttir með þetta eina stig hérna,“ sagði Pape sem lék upp alla yngri flokkana hjá Fylki. „Oftast er það þannig að þegar lið jafnar að það komi sjálfstraust í leikinn en Fylkisliðið er grimmt. Þetta lið Fylkis er allt annað en var í upphafi móts. Þeir eru búnir að fá menn eins og Albert Brynjar heim og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt fyrir okkur. „Þeir voru grimmir og þetta var jafn leikur og er jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Pape.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira