Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 1-1 | Víkingur náði stigi í Lautinni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 10. ágúst 2014 12:24 Albert Brynjar Ingason og Ívar Örn Jónsson í baráttunni um boltann í Lautinni í kvöld. vísir/vilhelm Víkingur og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar þau mættust í fimmtándu umferð Pepsí deildar karla í Árbænum í kvöld. Fylkir var nær því að vinna leikinn undir lokin. Fylki tókst mjög vel upp í að hindra Víking í að leika sinn leik. Varnarleikur heimamanna var öflugur og liðið náði að halda Aroni Elís Þrándarsyni niðri. Sóknarleikur Víkings hefur á tíðum verið hraður í sumar en hann náði sér aldrei á strik í kvöld. Víkingi hefur reyndar ekki gengið vel gegn Fylki en þeir appelsínugulu voru búnir að vinna níu deildarleiki í röð gegn Víkingi í deild. Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði í öðrum leiknum í röð en hann hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum frá því hann kom frá FH í júlí. Fylkir var einu marki yfir í hálfleik og þó Víkingur væri meira með boltann var það Ingvar Þór Kale markvörður Víkings sem þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en Bjarni Þórður Halldórsson kollegi hans.Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn þegar hálftími var til leiks og reyndist það síðasta mark leiksins. Víkingur hóf seinni hálfleikinn vel en náði ekki að fylgja markinu eftir. Fylkir fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn en liðið sótti ákaft eftir að Víkingur jafnaði metin en þegar liðið fann leiðina framhjá Ingvari Þór þá bjargaði sláin Víkingum. Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppsætinu og þremur stigum á undan KR sem á leik til góð. Fylkir lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með stiginu en liðið er þremur stigum frá fallsæti.Kjartan Ágúst Breiðdal fer framhjá Igor Taskovic.vísir/vilhelmÁsmundur: Sköpuðum færi til að vinna leikinn „Mér fannst við eiga meira skilið. Víkingarnir héldu kannski boltanum aðeins betur en við en við fengum miklu fleiri færi og maður vill nýta eitthvað af þessum færum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem var alls ekki sáttur við stigið í kvöld. „Heilt yfir er ég nokkuð ánægður. Á köflum gáfum við þeim of mikið pláss en skipulagið hélt vel. Vinnuframlagið var gott og við sköpuðum okkur færi til að vinna leikinn. Þeir sköpuðu sér lítið á móti og skora eftir hornspyrnu sem er svekkjandi. Ég hefði viljað þrjú stig. „Við erum og búnir að vera í mikilli baráttu í neðri hlutanum og ég á svo sem alveg von á að hún haldi áfram og við erum tilbúnir í hana áfram,“ sagði Ásmundur sem staðfesti að Sadmir Zekovic sé á leið frá félaginu. „Þetta er ágætis leikmaður en hann small ekki inn í okkar lið. Það náðist samkomulag um klára það.“Ingvar Þór Kale grípur inn í.vísir/vilhelmPape: Allt annað Fylkislið „Við vorum ekki að gera það sem var skipulagt fyrir leikinn í fyrri hálfleik en við náðum að sýna karakter í seinni hálfleik og með heppni náði ég að skora eftir hornspyrnu,“ sagði Pape Mamadou Faye sóknarmaður Víkings. „Það er alltaf skrýtið að mæta á Fylkisvöll og spila gegn Fylki. Þetta eru allt drengir sem ég ólst upp með hérna en ég er leikmaður Víkings og við förum í alla leiki til að sækja til sigurs. Við erum sáttir með þetta eina stig hérna,“ sagði Pape sem lék upp alla yngri flokkana hjá Fylki. „Oftast er það þannig að þegar lið jafnar að það komi sjálfstraust í leikinn en Fylkisliðið er grimmt. Þetta lið Fylkis er allt annað en var í upphafi móts. Þeir eru búnir að fá menn eins og Albert Brynjar heim og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt fyrir okkur. „Þeir voru grimmir og þetta var jafn leikur og er jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Pape. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Víkingur og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar þau mættust í fimmtándu umferð Pepsí deildar karla í Árbænum í kvöld. Fylkir var nær því að vinna leikinn undir lokin. Fylki tókst mjög vel upp í að hindra Víking í að leika sinn leik. Varnarleikur heimamanna var öflugur og liðið náði að halda Aroni Elís Þrándarsyni niðri. Sóknarleikur Víkings hefur á tíðum verið hraður í sumar en hann náði sér aldrei á strik í kvöld. Víkingi hefur reyndar ekki gengið vel gegn Fylki en þeir appelsínugulu voru búnir að vinna níu deildarleiki í röð gegn Víkingi í deild. Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði í öðrum leiknum í röð en hann hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum frá því hann kom frá FH í júlí. Fylkir var einu marki yfir í hálfleik og þó Víkingur væri meira með boltann var það Ingvar Þór Kale markvörður Víkings sem þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en Bjarni Þórður Halldórsson kollegi hans.Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn þegar hálftími var til leiks og reyndist það síðasta mark leiksins. Víkingur hóf seinni hálfleikinn vel en náði ekki að fylgja markinu eftir. Fylkir fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn en liðið sótti ákaft eftir að Víkingur jafnaði metin en þegar liðið fann leiðina framhjá Ingvari Þór þá bjargaði sláin Víkingum. Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppsætinu og þremur stigum á undan KR sem á leik til góð. Fylkir lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með stiginu en liðið er þremur stigum frá fallsæti.Kjartan Ágúst Breiðdal fer framhjá Igor Taskovic.vísir/vilhelmÁsmundur: Sköpuðum færi til að vinna leikinn „Mér fannst við eiga meira skilið. Víkingarnir héldu kannski boltanum aðeins betur en við en við fengum miklu fleiri færi og maður vill nýta eitthvað af þessum færum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem var alls ekki sáttur við stigið í kvöld. „Heilt yfir er ég nokkuð ánægður. Á köflum gáfum við þeim of mikið pláss en skipulagið hélt vel. Vinnuframlagið var gott og við sköpuðum okkur færi til að vinna leikinn. Þeir sköpuðu sér lítið á móti og skora eftir hornspyrnu sem er svekkjandi. Ég hefði viljað þrjú stig. „Við erum og búnir að vera í mikilli baráttu í neðri hlutanum og ég á svo sem alveg von á að hún haldi áfram og við erum tilbúnir í hana áfram,“ sagði Ásmundur sem staðfesti að Sadmir Zekovic sé á leið frá félaginu. „Þetta er ágætis leikmaður en hann small ekki inn í okkar lið. Það náðist samkomulag um klára það.“Ingvar Þór Kale grípur inn í.vísir/vilhelmPape: Allt annað Fylkislið „Við vorum ekki að gera það sem var skipulagt fyrir leikinn í fyrri hálfleik en við náðum að sýna karakter í seinni hálfleik og með heppni náði ég að skora eftir hornspyrnu,“ sagði Pape Mamadou Faye sóknarmaður Víkings. „Það er alltaf skrýtið að mæta á Fylkisvöll og spila gegn Fylki. Þetta eru allt drengir sem ég ólst upp með hérna en ég er leikmaður Víkings og við förum í alla leiki til að sækja til sigurs. Við erum sáttir með þetta eina stig hérna,“ sagði Pape sem lék upp alla yngri flokkana hjá Fylki. „Oftast er það þannig að þegar lið jafnar að það komi sjálfstraust í leikinn en Fylkisliðið er grimmt. Þetta lið Fylkis er allt annað en var í upphafi móts. Þeir eru búnir að fá menn eins og Albert Brynjar heim og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt fyrir okkur. „Þeir voru grimmir og þetta var jafn leikur og er jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Pape.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira