Nemendur Hraðbrautar fá skólagjöldin endurgreidd Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2014 12:30 vísir/stefán Ekki verður af kennslu í menntaskólanum Hraðbraut sem til stóð að setja næst komandi fimmtudag. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöld til að að skólinn gæti staðið undir sér.Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að óvíst væri hvort menntaskólinn Hraðbraut yrði settur næst komandi fimmtudag. Ólafur Haukur Johnson eigandi skólans staðfestir þetta í samtali við Bylgjuna og segir að því miður hafi sá hópur sem hugðist stunda nám við skólann minnkað svo mikið síðustu daga að menn treystu sér ekki til að fara af stað. „Það var svo sem alltaf ljóst að hópurinn yrði lítill og við myndum fara af stað með einn góðan bekk. En því miður hefur fækkað svo síðustu daga að það er ekki gerlegt. Ástæðan er auðvitað þessi háu skólagjöld sem við erum að rukka. Það eru 890 þúsund krónur sem þýðir auðvitað að stúdentinn kostar kostar tæpar 1,8 milljónir hjá okkur,“ segir Ólafur Haukur. Þótt það sé aðeins um helmingur þess sem stúdentsnám kostar ríkissjóð sé eðlilegt að gjöld sem þessi taki í. En ríkið hætti að styðja við skólann vorið 2012 og þá hætti hann starfsemi. Ólafur Haukur segir þessa tilraun fullreynda núna.Framhaldsskólanemar.Vísir/Daníel„Að vísu fór ráðuneytið frekar illa með okkur. Það dró staðfestingu á viðurkenningunni okkar mjög lengi í vor. En engu að síður þá tel ég að þetta sé reynt núna og þetta muni ekki ganga. Því miður,“ segir Ólafur Haukur. Ólafur segir að nokkur hópur nemenda hafi verið búinn að greiða skólagjöldin og fái þau endurgreidd. „Já, já það eru allir búnir að fá endurgreitt sem ég er búinn að fá bankaupplýsingar frá. Það eru nokkrir eftir sem ég fæ bara í dag og klára endurgreiðslu á,“ segir Ólafur Haukur. En um 30 manns hefðu skráð sig til náms en síðan tínst úr þeim hópi og því ekki grundvöllur til áframhalds. Þá hafi verið samið við ákveðinn hóp kennara með fyrirvörum og reiknað með þeir kæmu fyrst um sinn að skólanum sem verktakar. „Og síðan yrði farið að fastráða kennara upp úr áramótum þegar skólastarfið yrði þéttara og um meiri vinnu yrði að ræða hjá fólki. En það verður auðvitað ekki að neinni ráðningu kennara,“ segir Ólafur Haukur. Enginn muni hljóta fjárhagslegt tjón af þessu þótt þeir kennarar sem ætluðu að starfa við skólann fái ekki þau laun sem þeir reiknuðu með og nemendur þurfi að eyða lengri tíma til að klára stúdentspróf í öðrum skólum. Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Ekki verður af kennslu í menntaskólanum Hraðbraut sem til stóð að setja næst komandi fimmtudag. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöld til að að skólinn gæti staðið undir sér.Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að óvíst væri hvort menntaskólinn Hraðbraut yrði settur næst komandi fimmtudag. Ólafur Haukur Johnson eigandi skólans staðfestir þetta í samtali við Bylgjuna og segir að því miður hafi sá hópur sem hugðist stunda nám við skólann minnkað svo mikið síðustu daga að menn treystu sér ekki til að fara af stað. „Það var svo sem alltaf ljóst að hópurinn yrði lítill og við myndum fara af stað með einn góðan bekk. En því miður hefur fækkað svo síðustu daga að það er ekki gerlegt. Ástæðan er auðvitað þessi háu skólagjöld sem við erum að rukka. Það eru 890 þúsund krónur sem þýðir auðvitað að stúdentinn kostar kostar tæpar 1,8 milljónir hjá okkur,“ segir Ólafur Haukur. Þótt það sé aðeins um helmingur þess sem stúdentsnám kostar ríkissjóð sé eðlilegt að gjöld sem þessi taki í. En ríkið hætti að styðja við skólann vorið 2012 og þá hætti hann starfsemi. Ólafur Haukur segir þessa tilraun fullreynda núna.Framhaldsskólanemar.Vísir/Daníel„Að vísu fór ráðuneytið frekar illa með okkur. Það dró staðfestingu á viðurkenningunni okkar mjög lengi í vor. En engu að síður þá tel ég að þetta sé reynt núna og þetta muni ekki ganga. Því miður,“ segir Ólafur Haukur. Ólafur segir að nokkur hópur nemenda hafi verið búinn að greiða skólagjöldin og fái þau endurgreidd. „Já, já það eru allir búnir að fá endurgreitt sem ég er búinn að fá bankaupplýsingar frá. Það eru nokkrir eftir sem ég fæ bara í dag og klára endurgreiðslu á,“ segir Ólafur Haukur. En um 30 manns hefðu skráð sig til náms en síðan tínst úr þeim hópi og því ekki grundvöllur til áframhalds. Þá hafi verið samið við ákveðinn hóp kennara með fyrirvörum og reiknað með þeir kæmu fyrst um sinn að skólanum sem verktakar. „Og síðan yrði farið að fastráða kennara upp úr áramótum þegar skólastarfið yrði þéttara og um meiri vinnu yrði að ræða hjá fólki. En það verður auðvitað ekki að neinni ráðningu kennara,“ segir Ólafur Haukur. Enginn muni hljóta fjárhagslegt tjón af þessu þótt þeir kennarar sem ætluðu að starfa við skólann fái ekki þau laun sem þeir reiknuðu með og nemendur þurfi að eyða lengri tíma til að klára stúdentspróf í öðrum skólum.
Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56
Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38