Kreppan komin í baksýnisspegilinn Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2014 14:46 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun starfa á milli ára enn eina staðfestinguna á kröftugum og miklum barta í hagkerfinu og að kreppan sé komin í baksýnisspegilinn. Fyrirtæki hafi aukið svigrúm til fjárfestinga og farið sé að bera á skorti á starfsfólki. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar eru störf á öðrum ársfjórðungi þessa árs 3.200 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem er fjölgun starfa um 1,8 prósent milli ára. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 178.700 manns starfandi á vinnumarkaðnum, 74,6 prósent af starfhæfum konum og 81,8 prósent af starfhæfum körlum. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta enn eitt batamerkið í atvinnulífinu. „Það er enginn vafi á að þetta er enn ein staðfestingin á því að við erum að sjá mjög kröftugan og góðan bata í hagkerfinu. Við sjáum að störfum er að fjölga verulega milli ára. Þetta er í raun og veru framhald á mjög jákvæðri þróun sem verið hefur á vinnumarkaði undanfarin misseri,“ segir Þorsteinn. Efnahagslífið sé komið í kröftuga uppsveiflu og því óhætt að fullyrða að Íslendingar hafi skilið kreppuna eftir að baki sér. „Ég held að hún sé alveg klárlega í baksýnisspeglinum já og viðfangsefni okkar hafa raunar breyst á skömmum tíma breyst mjög mjög mikið, frá því að þurfa að örva hagkerfið í að þurfa frekar að hafa hæfilegar áhyggjur af því að vaxa ekki of hratt,“ segir Þorsteinn. Það sé gleðilegt viðfangsefni að þurfa að gæta þess að ganga hægt um gleðinnar dyr en horfur séu á mjög góðu ári í atvinnulífinu. „Við erum að sjá verðbólgu mjög lága þrátt fyrir þennan mikla vöxt. Við erum að sjá mikla aukningu kaupmáttar milli ára og mikinn bata í lífskjörum landsmanna almennt,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ferðaþjónustan hafi dregið vagninn síðustu ár og misseri en nú séu skýr merki um almennan bata. Skuldsetning fyrirtækja hafi minkað og svigrúm þeirra þar af leiðandi aukist. En atvinnuleysi er engu að síður enn nokkuð samkvæmt könnun Hagstofunnar, eða um 6 prósent. „Já ég held að það megi reikna með því að við sjáum áframhaldandi minkun atvinnuleysis. Við erum að nálgast það að vera komin í ágætis jafnvægisástand held ég með vinnumarkaðinn. Við sjáum að fleiri fyrirtæki eru farin að bera því við í okkar könnunum að það sé skortur á starfsfólki. Þannig að við erum að þokast örugglega í rétta átt,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun starfa á milli ára enn eina staðfestinguna á kröftugum og miklum barta í hagkerfinu og að kreppan sé komin í baksýnisspegilinn. Fyrirtæki hafi aukið svigrúm til fjárfestinga og farið sé að bera á skorti á starfsfólki. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar eru störf á öðrum ársfjórðungi þessa árs 3.200 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem er fjölgun starfa um 1,8 prósent milli ára. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 178.700 manns starfandi á vinnumarkaðnum, 74,6 prósent af starfhæfum konum og 81,8 prósent af starfhæfum körlum. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta enn eitt batamerkið í atvinnulífinu. „Það er enginn vafi á að þetta er enn ein staðfestingin á því að við erum að sjá mjög kröftugan og góðan bata í hagkerfinu. Við sjáum að störfum er að fjölga verulega milli ára. Þetta er í raun og veru framhald á mjög jákvæðri þróun sem verið hefur á vinnumarkaði undanfarin misseri,“ segir Þorsteinn. Efnahagslífið sé komið í kröftuga uppsveiflu og því óhætt að fullyrða að Íslendingar hafi skilið kreppuna eftir að baki sér. „Ég held að hún sé alveg klárlega í baksýnisspeglinum já og viðfangsefni okkar hafa raunar breyst á skömmum tíma breyst mjög mjög mikið, frá því að þurfa að örva hagkerfið í að þurfa frekar að hafa hæfilegar áhyggjur af því að vaxa ekki of hratt,“ segir Þorsteinn. Það sé gleðilegt viðfangsefni að þurfa að gæta þess að ganga hægt um gleðinnar dyr en horfur séu á mjög góðu ári í atvinnulífinu. „Við erum að sjá verðbólgu mjög lága þrátt fyrir þennan mikla vöxt. Við erum að sjá mikla aukningu kaupmáttar milli ára og mikinn bata í lífskjörum landsmanna almennt,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ferðaþjónustan hafi dregið vagninn síðustu ár og misseri en nú séu skýr merki um almennan bata. Skuldsetning fyrirtækja hafi minkað og svigrúm þeirra þar af leiðandi aukist. En atvinnuleysi er engu að síður enn nokkuð samkvæmt könnun Hagstofunnar, eða um 6 prósent. „Já ég held að það megi reikna með því að við sjáum áframhaldandi minkun atvinnuleysis. Við erum að nálgast það að vera komin í ágætis jafnvægisástand held ég með vinnumarkaðinn. Við sjáum að fleiri fyrirtæki eru farin að bera því við í okkar könnunum að það sé skortur á starfsfólki. Þannig að við erum að þokast örugglega í rétta átt,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira