Kreppan komin í baksýnisspegilinn Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2014 14:46 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun starfa á milli ára enn eina staðfestinguna á kröftugum og miklum barta í hagkerfinu og að kreppan sé komin í baksýnisspegilinn. Fyrirtæki hafi aukið svigrúm til fjárfestinga og farið sé að bera á skorti á starfsfólki. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar eru störf á öðrum ársfjórðungi þessa árs 3.200 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem er fjölgun starfa um 1,8 prósent milli ára. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 178.700 manns starfandi á vinnumarkaðnum, 74,6 prósent af starfhæfum konum og 81,8 prósent af starfhæfum körlum. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta enn eitt batamerkið í atvinnulífinu. „Það er enginn vafi á að þetta er enn ein staðfestingin á því að við erum að sjá mjög kröftugan og góðan bata í hagkerfinu. Við sjáum að störfum er að fjölga verulega milli ára. Þetta er í raun og veru framhald á mjög jákvæðri þróun sem verið hefur á vinnumarkaði undanfarin misseri,“ segir Þorsteinn. Efnahagslífið sé komið í kröftuga uppsveiflu og því óhætt að fullyrða að Íslendingar hafi skilið kreppuna eftir að baki sér. „Ég held að hún sé alveg klárlega í baksýnisspeglinum já og viðfangsefni okkar hafa raunar breyst á skömmum tíma breyst mjög mjög mikið, frá því að þurfa að örva hagkerfið í að þurfa frekar að hafa hæfilegar áhyggjur af því að vaxa ekki of hratt,“ segir Þorsteinn. Það sé gleðilegt viðfangsefni að þurfa að gæta þess að ganga hægt um gleðinnar dyr en horfur séu á mjög góðu ári í atvinnulífinu. „Við erum að sjá verðbólgu mjög lága þrátt fyrir þennan mikla vöxt. Við erum að sjá mikla aukningu kaupmáttar milli ára og mikinn bata í lífskjörum landsmanna almennt,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ferðaþjónustan hafi dregið vagninn síðustu ár og misseri en nú séu skýr merki um almennan bata. Skuldsetning fyrirtækja hafi minkað og svigrúm þeirra þar af leiðandi aukist. En atvinnuleysi er engu að síður enn nokkuð samkvæmt könnun Hagstofunnar, eða um 6 prósent. „Já ég held að það megi reikna með því að við sjáum áframhaldandi minkun atvinnuleysis. Við erum að nálgast það að vera komin í ágætis jafnvægisástand held ég með vinnumarkaðinn. Við sjáum að fleiri fyrirtæki eru farin að bera því við í okkar könnunum að það sé skortur á starfsfólki. Þannig að við erum að þokast örugglega í rétta átt,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun starfa á milli ára enn eina staðfestinguna á kröftugum og miklum barta í hagkerfinu og að kreppan sé komin í baksýnisspegilinn. Fyrirtæki hafi aukið svigrúm til fjárfestinga og farið sé að bera á skorti á starfsfólki. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar eru störf á öðrum ársfjórðungi þessa árs 3.200 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem er fjölgun starfa um 1,8 prósent milli ára. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 178.700 manns starfandi á vinnumarkaðnum, 74,6 prósent af starfhæfum konum og 81,8 prósent af starfhæfum körlum. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta enn eitt batamerkið í atvinnulífinu. „Það er enginn vafi á að þetta er enn ein staðfestingin á því að við erum að sjá mjög kröftugan og góðan bata í hagkerfinu. Við sjáum að störfum er að fjölga verulega milli ára. Þetta er í raun og veru framhald á mjög jákvæðri þróun sem verið hefur á vinnumarkaði undanfarin misseri,“ segir Þorsteinn. Efnahagslífið sé komið í kröftuga uppsveiflu og því óhætt að fullyrða að Íslendingar hafi skilið kreppuna eftir að baki sér. „Ég held að hún sé alveg klárlega í baksýnisspeglinum já og viðfangsefni okkar hafa raunar breyst á skömmum tíma breyst mjög mjög mikið, frá því að þurfa að örva hagkerfið í að þurfa frekar að hafa hæfilegar áhyggjur af því að vaxa ekki of hratt,“ segir Þorsteinn. Það sé gleðilegt viðfangsefni að þurfa að gæta þess að ganga hægt um gleðinnar dyr en horfur séu á mjög góðu ári í atvinnulífinu. „Við erum að sjá verðbólgu mjög lága þrátt fyrir þennan mikla vöxt. Við erum að sjá mikla aukningu kaupmáttar milli ára og mikinn bata í lífskjörum landsmanna almennt,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ferðaþjónustan hafi dregið vagninn síðustu ár og misseri en nú séu skýr merki um almennan bata. Skuldsetning fyrirtækja hafi minkað og svigrúm þeirra þar af leiðandi aukist. En atvinnuleysi er engu að síður enn nokkuð samkvæmt könnun Hagstofunnar, eða um 6 prósent. „Já ég held að það megi reikna með því að við sjáum áframhaldandi minkun atvinnuleysis. Við erum að nálgast það að vera komin í ágætis jafnvægisástand held ég með vinnumarkaðinn. Við sjáum að fleiri fyrirtæki eru farin að bera því við í okkar könnunum að það sé skortur á starfsfólki. Þannig að við erum að þokast örugglega í rétta átt,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira