Innlent

TF-SIF kölluð heim vegna óvissunnar við Bárðarbungu

Bjarki Ármannsson skrifar
TF-SIF er eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar.
TF-SIF er eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar. Mynd/Vilhelm
Landhelgisgæslan hefur ákveðið að kalla eftirlitsflugvél sína, TF-SIF, heim frá útlöndum vegna óvissunnar í Bárðarbungu. Flugvélin er væntanleg til landsins eftir hádegi á morgun.

TF-SIF er búin ratsjám, myndavélum og öðrum tækjabúnaði sem hentar vel til eftirlits með gosvirkni. Hún er nú stödd við landamæragæslu í sunnanverðu Miðjarðarhafi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×