Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Atli Ísleifsson skrifar 1. ágúst 2014 19:47 Ráðherrann segir mjög líklega muni skipa fleiri sendiherra áður en kjörtímabilinu lýkur, konur og karla. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, snúa út úr orðum hans um konur og sendiherrastöður sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann. Kristín ræddi málið í samtali við Vísi fyrr í dag. Gunnar Bragi segir í orðsendingu til Vísis að í viðtali hans við Fréttatímann hafi hann sagt að „það gæti verið að konur sækist síður eftir sendiherrastöðum þar sem slík störf kalla oft á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa.“ Segir Gunnar Bragi Kristínu tala um gamaldags hugsunarhátt og segi meðal annars að verið sé að verðlauna karlana. „Framkvæmdastjórinn kýs þannig að snúa út úr orðum mínum. Eins og fram kemur í orðum mínum þá segi ég „það gæti verið..“ og því ekki fullyrt um það enda veit ég þetta ekki.“ Ráðherrann segir það kannski lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna að framkvæmdastýran horfi ekki á að í viðtalinu í Fréttatímanum sé jafnframt viðurkennt að þetta þurfi að laga. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Gunnar Bragi segist sakna þess að framkvæmdastýran sé ekki launarmiðaðri í stað þess að saka menn um gamaldags vinnubrögð og að vera að verðlauna karla og gera þannig lítið úr hæfileikum þeirra. „Þá hef ég ekki orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni frá því ég kom í ráðuneytið.“ Segir ráðherrann að áður en kjörtímbabilinu ljúki muni hann „mjög líklega skipa fleiri sendiherra, konur og karla.“ Tengdar fréttir „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, snúa út úr orðum hans um konur og sendiherrastöður sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann. Kristín ræddi málið í samtali við Vísi fyrr í dag. Gunnar Bragi segir í orðsendingu til Vísis að í viðtali hans við Fréttatímann hafi hann sagt að „það gæti verið að konur sækist síður eftir sendiherrastöðum þar sem slík störf kalla oft á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa.“ Segir Gunnar Bragi Kristínu tala um gamaldags hugsunarhátt og segi meðal annars að verið sé að verðlauna karlana. „Framkvæmdastjórinn kýs þannig að snúa út úr orðum mínum. Eins og fram kemur í orðum mínum þá segi ég „það gæti verið..“ og því ekki fullyrt um það enda veit ég þetta ekki.“ Ráðherrann segir það kannski lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna að framkvæmdastýran horfi ekki á að í viðtalinu í Fréttatímanum sé jafnframt viðurkennt að þetta þurfi að laga. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Gunnar Bragi segist sakna þess að framkvæmdastýran sé ekki launarmiðaðri í stað þess að saka menn um gamaldags vinnubrögð og að vera að verðlauna karla og gera þannig lítið úr hæfileikum þeirra. „Þá hef ég ekki orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni frá því ég kom í ráðuneytið.“ Segir ráðherrann að áður en kjörtímbabilinu ljúki muni hann „mjög líklega skipa fleiri sendiherra, konur og karla.“
Tengdar fréttir „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27