Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Atli Ísleifsson skrifar 1. ágúst 2014 19:47 Ráðherrann segir mjög líklega muni skipa fleiri sendiherra áður en kjörtímabilinu lýkur, konur og karla. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, snúa út úr orðum hans um konur og sendiherrastöður sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann. Kristín ræddi málið í samtali við Vísi fyrr í dag. Gunnar Bragi segir í orðsendingu til Vísis að í viðtali hans við Fréttatímann hafi hann sagt að „það gæti verið að konur sækist síður eftir sendiherrastöðum þar sem slík störf kalla oft á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa.“ Segir Gunnar Bragi Kristínu tala um gamaldags hugsunarhátt og segi meðal annars að verið sé að verðlauna karlana. „Framkvæmdastjórinn kýs þannig að snúa út úr orðum mínum. Eins og fram kemur í orðum mínum þá segi ég „það gæti verið..“ og því ekki fullyrt um það enda veit ég þetta ekki.“ Ráðherrann segir það kannski lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna að framkvæmdastýran horfi ekki á að í viðtalinu í Fréttatímanum sé jafnframt viðurkennt að þetta þurfi að laga. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Gunnar Bragi segist sakna þess að framkvæmdastýran sé ekki launarmiðaðri í stað þess að saka menn um gamaldags vinnubrögð og að vera að verðlauna karla og gera þannig lítið úr hæfileikum þeirra. „Þá hef ég ekki orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni frá því ég kom í ráðuneytið.“ Segir ráðherrann að áður en kjörtímbabilinu ljúki muni hann „mjög líklega skipa fleiri sendiherra, konur og karla.“ Tengdar fréttir „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, snúa út úr orðum hans um konur og sendiherrastöður sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann. Kristín ræddi málið í samtali við Vísi fyrr í dag. Gunnar Bragi segir í orðsendingu til Vísis að í viðtali hans við Fréttatímann hafi hann sagt að „það gæti verið að konur sækist síður eftir sendiherrastöðum þar sem slík störf kalla oft á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa.“ Segir Gunnar Bragi Kristínu tala um gamaldags hugsunarhátt og segi meðal annars að verið sé að verðlauna karlana. „Framkvæmdastjórinn kýs þannig að snúa út úr orðum mínum. Eins og fram kemur í orðum mínum þá segi ég „það gæti verið..“ og því ekki fullyrt um það enda veit ég þetta ekki.“ Ráðherrann segir það kannski lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna að framkvæmdastýran horfi ekki á að í viðtalinu í Fréttatímanum sé jafnframt viðurkennt að þetta þurfi að laga. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Gunnar Bragi segist sakna þess að framkvæmdastýran sé ekki launarmiðaðri í stað þess að saka menn um gamaldags vinnubrögð og að vera að verðlauna karla og gera þannig lítið úr hæfileikum þeirra. „Þá hef ég ekki orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni frá því ég kom í ráðuneytið.“ Segir ráðherrann að áður en kjörtímbabilinu ljúki muni hann „mjög líklega skipa fleiri sendiherra, konur og karla.“
Tengdar fréttir „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27