Innlent

Hæg nótt á Ísafirði þrátt fyrir fíkniefnaakstur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Mýrarboltanum.
Frá Mýrarboltanum. VÍSIR/VILHELM
Lögreglan á Ísafirði segir nóttina hafa verið „nokkuð góða“ og bar flestum þeim sem skemmtu sér á dagskrá Mýrarboltans, sem fram fer um helgina, vel söguna.

Tveir voru handteknir fyrir vörsluskammta sem ætlaðir voru til eigin neyslu og tveir gistu fangageymslur vegna ölvunar og óspekta.

Þrír voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum fíknefna og einn var tekinn ölvarður við akstur. Allir ökumennirnir voru stöðvaðir í og við Ísafjörð.

Þrátt fyrir að engin ofbelidsbrot hafi komið inn til lögreglu virðist einhver spennahafa verið í fólki sem var þreytt eft­ir lang­an vinnu­dag og ferðalag en skemmtana­lífið fór vel fram í nótt að öðru leyti.

Fyrstu leik­irn­ir í mýr­ar­bolt­an­um hefjast klukk­an tíu og standa til klukk­an 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×