Innlent

Sparkað í liggjandi mann á Akureyri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fórnarlambið var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið til aðhlynningar.
Fórnarlambið var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið til aðhlynningar.
Alvarleg líkamsárás kom inn á borð lögreglunnar á Akureyri á fimmta tímanum í nótt. Árásarmaðurinn veittist að öðrum manni í miðbænum, fleygi honum í jörðina og sparkaði í hann þar sem hann lá á grúfu.

Ofbeldismaðurinn var handtekinn og gisti fangageymslur í nótt en fórnarlambið var flutt til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið.

Nóttin gekk þó stórslysalaust fyrir sig og langflestir voru sér og öðrum til sóma.

Töluverður fjöldi gesta eru á Akureyri vegna hátíðarinnar Einnar með öllu sem nú fer fram í bænum og eru tjaldstæði tekin að fyllast, bæði við Þórunnarstræti og á Hamri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×