Innlent

Fimmtán fíkniefnamál og tvær líkamsárásir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Talið er að tólf þúsund manns séu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og er búist við að þessi tala hækki þegar líður á helgina.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum komu upp fimmtán fíkniefnamál í nótt en í öllum tilvikum var um neysluskammta að ræða.

Þá voru tvær líkamsárásir tilkynntar. Í báðum tilvikum eru gerendur þekktir en ekki var ástæða til að láta þá gista fangageymslur.

Engar nauðganir hafa til þessa verið tilkynntar í eyjum.

Að sögn varðstjóra hefur hátíðin farið vel fram og ekki mikill erill hjá lögreglu með hliðsjón af þeim fjölda fólks sem er saman kominn í Vestmannaeyjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×