Innlent

Óvæntir tónleikar í dag í Eyjum

Svona var um að litast í dalnum í gærkvöldi.
Svona var um að litast í dalnum í gærkvöldi. Mynd/ÓSkar P. Friðriksson
Þjóðhátíðargestir fá fleiri óvænta glaðninga en glampandi sól um helgina því klukkan 14 í dag verða óvæntir tónleikar með DJ Margeir, Daníel Ágúst og Högna Egilssyni á 900 bar.

„Þar verður  fullkomið að hita upp fyrir stórkostlega dagskrá í Herjólfsdal í kvöld en þá stiga á stokk Skonrokk, Skítamórall, Mammút, Jónas Sigurðsson, John Grant og rappgoðsagnirnar í Quarashi,“ segir Jón Gunnar Geirdal, einn af skipuleggjum hátíðarinnar.

Hér að neðan má sjá hvernig um var að litast í eyjum í blíðviðrinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×