Hjördís Svan afplánar í íslensku fangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Hjördís Svan hefur sótt um að fá að afplána fangelsisdóm sinn á Íslandi og mun þá að öllum líkindum afplána hann í Kvennafangelsinu í Kópavogi. vísir/gva Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, Thomas Berg, segir samning milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæstaréttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræðiskýrsla, sem var tekin af stúlkunum, var tekin til greina hér í Horsens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sálfræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að aðstandendur Hjördísar hafi farið á fund innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeðferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan valdsviðs ráðherra. Hjördís Svan Tengdar fréttir Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira
Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, Thomas Berg, segir samning milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæstaréttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræðiskýrsla, sem var tekin af stúlkunum, var tekin til greina hér í Horsens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sálfræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að aðstandendur Hjördísar hafi farið á fund innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeðferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan valdsviðs ráðherra.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira
Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30