Ísland í dag í kvöld: „Við erum að gera það sem þarf að gera“ Edda Sif Pálsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson. Þau Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hafa það að markmiði að skilja eitthvað eftir sig í lífinu sem hefur gildi. Þau bjuggu bæði erlendis en fluttu heim um aldamótin og kom þá á óvart hver staðan var á náttúruverndar- og umhverfismálum hérlendis. Þau hófu að sanka að sér upplýsingum um allt sem tengist umhverfi og náttúru og matreiða það fyrir okkur hin sem minna vitum. Afraksturinn má m.a. finna á vefsíðunni Náttúran.is. „Þetta er þekkt úr fræðunum, svona gat sem myndast þegar upplýsingatækni og geta almennings er orðin meiri en stjórnvalda. Ef íslenskum stofnunum er ekki beinlínis skipað að gera hluti og veitt fjármagn í það þá gera þau það augljóslega ekki. Við erum að reyna að fylla upp í þetta gat,“ segir Einar Bergmundur. Sjokk að koma heim Guðrúnu var brugðið þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2000, eftir að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Það var ekki einu sinni byrjað að bjóða upp á að fólk gæti flokkað heimilissorpið sitt. Það var árið 2000, ég búin að vera úti í átján ár og flokka allan þennan tíma. Það var eiginlega sjokk að koma heim og sjá hversu lítið væri búið að gera.“ Guðrún vissi lítið sem ekkert um umhverfismál þegar hún réðst í verkefnið en áhuginn fleytti henni áfram og tilfinningin sem fylgir því að gera eitthvað sem skiptir máli.Sumar merkingar mikilvægar en aðrar ekki „Við erum með gagnagrunn um merkingar og hvað þær þýða. Sumar merkingar eru mjög mikilvægar og aðrar ekki, sumar eru beinlínis villandi,“ segir Einar.Í appinu Húsinu sem er fáanlegt bæði fyrir Android stýrikerfi og iOS er hægt að ná í upplýsingar um hluti í daglegu lífi, á heimilinu og úti í garði t.d., og leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga við kaup, notkun og jafnvel förgun á viðkomandi hlut. „Ef þú ert t.d. að kaupa þér sæng geturðu séð hvaða efni eru ofnæmisvaldandi, hver ekki og hvernig framleiðsluferlið er. Er þetta unnið af þrælum í Asíu eins og oft er? Maður þarf að hugsa um svo margt en við erum búin að taka saman hvað þarf að hugsa um í hverju tilfelli. Þú þarft t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnaþrælkun þegar þú kaupir þýskan ísskáp en þá þarftu kannski að hafa áhyggjur af orkunotkun.“Rætt verður við þau Guðrúnu og Einar í Íslandi í dag kl. 18:55. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Þau Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hafa það að markmiði að skilja eitthvað eftir sig í lífinu sem hefur gildi. Þau bjuggu bæði erlendis en fluttu heim um aldamótin og kom þá á óvart hver staðan var á náttúruverndar- og umhverfismálum hérlendis. Þau hófu að sanka að sér upplýsingum um allt sem tengist umhverfi og náttúru og matreiða það fyrir okkur hin sem minna vitum. Afraksturinn má m.a. finna á vefsíðunni Náttúran.is. „Þetta er þekkt úr fræðunum, svona gat sem myndast þegar upplýsingatækni og geta almennings er orðin meiri en stjórnvalda. Ef íslenskum stofnunum er ekki beinlínis skipað að gera hluti og veitt fjármagn í það þá gera þau það augljóslega ekki. Við erum að reyna að fylla upp í þetta gat,“ segir Einar Bergmundur. Sjokk að koma heim Guðrúnu var brugðið þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2000, eftir að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Það var ekki einu sinni byrjað að bjóða upp á að fólk gæti flokkað heimilissorpið sitt. Það var árið 2000, ég búin að vera úti í átján ár og flokka allan þennan tíma. Það var eiginlega sjokk að koma heim og sjá hversu lítið væri búið að gera.“ Guðrún vissi lítið sem ekkert um umhverfismál þegar hún réðst í verkefnið en áhuginn fleytti henni áfram og tilfinningin sem fylgir því að gera eitthvað sem skiptir máli.Sumar merkingar mikilvægar en aðrar ekki „Við erum með gagnagrunn um merkingar og hvað þær þýða. Sumar merkingar eru mjög mikilvægar og aðrar ekki, sumar eru beinlínis villandi,“ segir Einar.Í appinu Húsinu sem er fáanlegt bæði fyrir Android stýrikerfi og iOS er hægt að ná í upplýsingar um hluti í daglegu lífi, á heimilinu og úti í garði t.d., og leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga við kaup, notkun og jafnvel förgun á viðkomandi hlut. „Ef þú ert t.d. að kaupa þér sæng geturðu séð hvaða efni eru ofnæmisvaldandi, hver ekki og hvernig framleiðsluferlið er. Er þetta unnið af þrælum í Asíu eins og oft er? Maður þarf að hugsa um svo margt en við erum búin að taka saman hvað þarf að hugsa um í hverju tilfelli. Þú þarft t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnaþrælkun þegar þú kaupir þýskan ísskáp en þá þarftu kannski að hafa áhyggjur af orkunotkun.“Rætt verður við þau Guðrúnu og Einar í Íslandi í dag kl. 18:55.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira