Innlent

Úrkomumet falla á Norðurlandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Mjög mikil rigning var á vestanverðu Norðurlandi fyrstu daga mánaðarins.
Mjög mikil rigning var á vestanverðu Norðurlandi fyrstu daga mánaðarins. Vísir/AP
Úrkomumet júlímánaðar hefur þegar verið slegið á þremur stöðum á Norðurlandi vestra. Mjög mikil rigning var á svæðinu fyrstu daga mánaðarins og er úrkoman strax orðin meiri en nokkurn tíma hefur mælst í júlímánuði öllum á Bergstöðum í Skagafirði, Brúsastöðum í Vatnsdal og á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi.

Þetta kemur fram í frétt á vef Feykis. Úrkomumetið á Bergsstöðum var frá því í fyrra, þegar meiri úrkoma mældist fyrstu þrjár vikurnar í júlí heldur en áður hafði verið í áratugi.

Úrkoman hefur ekki enn náð mestu mánaðarúrkomu í júlí á Stafni í Svartárdal, Litlu-Hlíð í Skagafirði og við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum. Svo gæti þó orðið fyrir mánaðarlok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×