Innlent

Velti bílnum til að forðast kind

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/ÞRÖSTUR
Jepplingur fór eina og hálfa veltu á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu á fjórða tímanum í dag.

Bílstjórinn hafði sveigt snöggt til hliðar vegna kindar sem hljóp upp á veginn. Varð það til þess að annað framhjól bílsins lenti í skurði og reyndi bílstjórinn þá að beygja aftur upp á veginn með fyrrgreindum afleiðingum.

Þröstur Guðlaugsson, ljósmyndari var fyrstur á vettvang og aðstoðaði farþegana, tvo erlenda ferðamenn, út úr bílnum án teljandi vandræða.

Sjúkralið og lögregla frá Blönduósi komu á staðinn hálftíma seinna. Ferðamennirnir sluppu með minniháttar skrámur en voru í miklu áfalli og voru flutt á Blönduós til nánari skoðunar.

Þyrla Landhelgisgæslunar sem hafði verið við selatalningar á Vatnsnesi, átti leið þarna um og ákváðu flugmenn hennar að lenda á veginum til nánari athugunar á aðstæðum.

Myndir af vettvangi má sjá hér að neðan.

MYND/ÞRÖSTUR
MYND/ÞRÖSTUR
MYND/ÞRÖSTUR
MYND/ÞRÖSTUR
MYND/ÞRÖSTUR
MYND/ÞRÖSTUR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×