Innlent

Velti bílnum til að forðast kind

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/ÞRÖSTUR

Jepplingur fór eina og hálfa veltu á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu á fjórða tímanum í dag.
Bílstjórinn hafði sveigt snöggt til hliðar vegna kindar sem hljóp upp á veginn. Varð það til þess að annað framhjól bílsins lenti í skurði og reyndi bílstjórinn þá að beygja aftur upp á veginn með fyrrgreindum afleiðingum.

Þröstur Guðlaugsson, ljósmyndari var fyrstur á vettvang og aðstoðaði farþegana, tvo erlenda ferðamenn, út úr bílnum án teljandi vandræða.

Sjúkralið og lögregla frá Blönduósi komu á staðinn hálftíma seinna. Ferðamennirnir sluppu með minniháttar skrámur en voru í miklu áfalli og voru flutt á Blönduós til nánari skoðunar.

Þyrla Landhelgisgæslunar sem hafði verið við selatalningar á Vatnsnesi, átti leið þarna um og ákváðu flugmenn hennar að lenda á veginum til nánari athugunar á aðstæðum.

Myndir af vettvangi má sjá hér að neðan.

MYND/ÞRÖSTUR
MYND/ÞRÖSTUR
MYND/ÞRÖSTUR
MYND/ÞRÖSTUR
MYND/ÞRÖSTUR
MYND/ÞRÖSTUR


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.