Samþykktu hæsta tilboðið í skólamáltíðir: „Ég held að þetta sé bara klíkuskapur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2014 12:06 Kaffi Rauðka stendur við höfnina á Siglufirði. Margir lýstu yfir óánægju sinni með ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar um að samþykkja ekki lægsta tilboðið í skólamáltíðir í grunnskóla bæjarins. Nefndin ætlar að endurskoða ákvörðun sína. Nefndin samþykkti á fimmtudaginn tilboð Kaffi Rauðku, sem var 25.380 krónum hærra á hvert barn í sveitarfélaginu árlega en lægsta tilboðið. Um 205 nemendur eru í skólanum og því er tilboð Kaffi Rauðku um 5,3 milljónum hærra á ári en lægsta tilboðið. Einn þeirra sem lagði fram tilboð sem nefndin hafnaði segir að klíkuskapur hafi ráðið ferðinni. Hann bendir á að eigandi Kaffi Rauðku sé mikils metinn maður í sveitarfélaginu sem hefur komið með mikið fjármagn inn í Fjallabyggð. Formaður Fræðslu- og frístundanefndar hafnar þessu og segir fagleg sjónarmið hafi legið að baki ákvörðuninni. Fulltrúi minnihlutans í nefndinni segir ákvörðun hennar vera einkennilega; hún sé skýrt brot á kosningaloforðum meirihlutans.Fagleg sjónarmið að bakiNanna Árnadóttir, formaður Fræðslu- og fjölskyldunefndar, segir í samtali við Vísi að nefndin hafi frekar horft til þess sem hún kallaði fagleg sjónarmið, frekar en að horfa á verðið þegar hún skoðaði tilboðin sem bárust. Því hafi verið ákveðið að samþykkja tilboð Rauðku, þrátt fyrir hærra verð. Nanna segir að það hafi skipt nefndina máli að matreiðslufólk Rauðku sé faglært og að staðurinn hafi næringafræðinga á sínum snærum. Hún segir að aðrir sem lögðu fram tilboð hafi ekki getað boðið upp á eitthvað sambærilegt því. Hún áréttar að ekki hafi verið um útboð að ræða, heldur hafi nefndin staðið fyrir óformlegri verðkönnun. Nanna segir þó að ákvörðun nefndarinnar hafi nú verið endurskoðuð í kjölfar mikillar óánægju.Þvert á kosningaloforð„Ég eiginlega veit það ekki. Meirihlutinn rökstuddi málið ekki þannig að mér fyndist það réttlætanlegt að taka tilboðinu sem varð ofan á,“ segir Hjördís H. Hjörleifsdóttir, sem situr í minnihluta Fræðslu- og fjölskyldunefndarinnar, aðspurð um ákvörðun fimmtudagsins. Ekkert hafi verið getið til um menntun starfsfólks staðanna sem sendu inn tilboð í verkið í gögnunum sem lágu fyrir fundi nefndarinnar og því „fagleg sjónarmið“ meirihlutans á veikum grunni reist. Hún bætir við að ákvörðunin sé sérstaklega kómísk í ljósi kosningaloforða meirihlutans. „Í bæklingum sem Samfylkingin dreifði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor er sérstaklega kveðið á um að hún ætli sér að halda kostnaði við mötuneyti grunnskólans í lágmarki,“ segir Hjördís. „Ekki bætir úr skák að í fundargerðina vantar tilboðið sem Rauðka bauð fyrir máltíðir starfsmanna skólans, sem einnig er ívið hærra en tilboðin frá hinum fyrirtækjunum tveimur.“ Róbert Guðfinnsson, athafnamaður, er eigandi Kaffi Rauðku.Vísir/BaldurKlíkuskapur ráðið ferðinni Kaffi Rauðka er í eigu athafnamannsins Róberts Guðfinnsonar sem hefur staðið fyrir mikill uppbyggingu á Siglufirði á undanförnum árum og Stöð 2 hefur meðal annars fjallað ítarlega um í þættinum „Um land allt“. Meðal framkvæmda á hans snærum má meðal annars nefna smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti ásamt því að hann hefur látið töluvert fé af hendi rakna til handa golfvelli og skíðasvæði bæjarins. Heildarfjárfesting Róberts í sínum gamla heimabæ er talin nema rúmlega þremur milljörðum króna. Eigandi veitingahússins Hallarinnar, sem einnig bauð lægra verð en Rauðka telur að sterk staða Róberts í bæjarfélaginu hafi haft eitthvað með ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar að gera. „Ég held að þetta sé bara klíkuskapur, þetta er í það minnsta mjög skrýtið,“ segir Aðalheiður Ólafsdóttir í samtali við Vísi. Hún gefur lítið fyrir þau faglegu sjónarmið sem meirihluti nefndarinnar bar fyrir sig við ákvörðunina á fimmtudag. Hún sé sjálf ekki lærður matreiðslumaður, „og ekki var kvartað yfir því þegar ég sá um matinn fyrir börnin fyrir fimm árum síðan,“ bætir hún við. Veitingastaðirnir, sem féllu á faglegu forsendum meirihlutans, hafa báðir rekstrarleyfi frá Lýðheilsustöð og heilbrigðisráðuneytinu –„sem maður hefði haldið að yrði þá bara afturkallað ef staðirnir mættu ekki stöðlum yfirvalda.“ Aðalheiður segist vera mjög ósátt og ætla að beita sér enn frekar í málinu þegar það verður tekið til frekari endurskoðunar. „Nú verða foreldrar Fjallabyggðar að spyrja sig hvort þeir treysti sér til að borga hæsta mögulega verðið fyrir skólamáltíðir barnanna sinna. Ég ætla alla vega ekki að þegja í þessu máli.“ Ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar verður tekin fyrir á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar klukkan 17 í dag. Forstöðumaður Allans á Siglufirði vildi ekki tjá sig við Vísi þegar eftir því var leitað. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Margir lýstu yfir óánægju sinni með ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar um að samþykkja ekki lægsta tilboðið í skólamáltíðir í grunnskóla bæjarins. Nefndin ætlar að endurskoða ákvörðun sína. Nefndin samþykkti á fimmtudaginn tilboð Kaffi Rauðku, sem var 25.380 krónum hærra á hvert barn í sveitarfélaginu árlega en lægsta tilboðið. Um 205 nemendur eru í skólanum og því er tilboð Kaffi Rauðku um 5,3 milljónum hærra á ári en lægsta tilboðið. Einn þeirra sem lagði fram tilboð sem nefndin hafnaði segir að klíkuskapur hafi ráðið ferðinni. Hann bendir á að eigandi Kaffi Rauðku sé mikils metinn maður í sveitarfélaginu sem hefur komið með mikið fjármagn inn í Fjallabyggð. Formaður Fræðslu- og frístundanefndar hafnar þessu og segir fagleg sjónarmið hafi legið að baki ákvörðuninni. Fulltrúi minnihlutans í nefndinni segir ákvörðun hennar vera einkennilega; hún sé skýrt brot á kosningaloforðum meirihlutans.Fagleg sjónarmið að bakiNanna Árnadóttir, formaður Fræðslu- og fjölskyldunefndar, segir í samtali við Vísi að nefndin hafi frekar horft til þess sem hún kallaði fagleg sjónarmið, frekar en að horfa á verðið þegar hún skoðaði tilboðin sem bárust. Því hafi verið ákveðið að samþykkja tilboð Rauðku, þrátt fyrir hærra verð. Nanna segir að það hafi skipt nefndina máli að matreiðslufólk Rauðku sé faglært og að staðurinn hafi næringafræðinga á sínum snærum. Hún segir að aðrir sem lögðu fram tilboð hafi ekki getað boðið upp á eitthvað sambærilegt því. Hún áréttar að ekki hafi verið um útboð að ræða, heldur hafi nefndin staðið fyrir óformlegri verðkönnun. Nanna segir þó að ákvörðun nefndarinnar hafi nú verið endurskoðuð í kjölfar mikillar óánægju.Þvert á kosningaloforð„Ég eiginlega veit það ekki. Meirihlutinn rökstuddi málið ekki þannig að mér fyndist það réttlætanlegt að taka tilboðinu sem varð ofan á,“ segir Hjördís H. Hjörleifsdóttir, sem situr í minnihluta Fræðslu- og fjölskyldunefndarinnar, aðspurð um ákvörðun fimmtudagsins. Ekkert hafi verið getið til um menntun starfsfólks staðanna sem sendu inn tilboð í verkið í gögnunum sem lágu fyrir fundi nefndarinnar og því „fagleg sjónarmið“ meirihlutans á veikum grunni reist. Hún bætir við að ákvörðunin sé sérstaklega kómísk í ljósi kosningaloforða meirihlutans. „Í bæklingum sem Samfylkingin dreifði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor er sérstaklega kveðið á um að hún ætli sér að halda kostnaði við mötuneyti grunnskólans í lágmarki,“ segir Hjördís. „Ekki bætir úr skák að í fundargerðina vantar tilboðið sem Rauðka bauð fyrir máltíðir starfsmanna skólans, sem einnig er ívið hærra en tilboðin frá hinum fyrirtækjunum tveimur.“ Róbert Guðfinnsson, athafnamaður, er eigandi Kaffi Rauðku.Vísir/BaldurKlíkuskapur ráðið ferðinni Kaffi Rauðka er í eigu athafnamannsins Róberts Guðfinnsonar sem hefur staðið fyrir mikill uppbyggingu á Siglufirði á undanförnum árum og Stöð 2 hefur meðal annars fjallað ítarlega um í þættinum „Um land allt“. Meðal framkvæmda á hans snærum má meðal annars nefna smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti ásamt því að hann hefur látið töluvert fé af hendi rakna til handa golfvelli og skíðasvæði bæjarins. Heildarfjárfesting Róberts í sínum gamla heimabæ er talin nema rúmlega þremur milljörðum króna. Eigandi veitingahússins Hallarinnar, sem einnig bauð lægra verð en Rauðka telur að sterk staða Róberts í bæjarfélaginu hafi haft eitthvað með ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar að gera. „Ég held að þetta sé bara klíkuskapur, þetta er í það minnsta mjög skrýtið,“ segir Aðalheiður Ólafsdóttir í samtali við Vísi. Hún gefur lítið fyrir þau faglegu sjónarmið sem meirihluti nefndarinnar bar fyrir sig við ákvörðunina á fimmtudag. Hún sé sjálf ekki lærður matreiðslumaður, „og ekki var kvartað yfir því þegar ég sá um matinn fyrir börnin fyrir fimm árum síðan,“ bætir hún við. Veitingastaðirnir, sem féllu á faglegu forsendum meirihlutans, hafa báðir rekstrarleyfi frá Lýðheilsustöð og heilbrigðisráðuneytinu –„sem maður hefði haldið að yrði þá bara afturkallað ef staðirnir mættu ekki stöðlum yfirvalda.“ Aðalheiður segist vera mjög ósátt og ætla að beita sér enn frekar í málinu þegar það verður tekið til frekari endurskoðunar. „Nú verða foreldrar Fjallabyggðar að spyrja sig hvort þeir treysti sér til að borga hæsta mögulega verðið fyrir skólamáltíðir barnanna sinna. Ég ætla alla vega ekki að þegja í þessu máli.“ Ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar verður tekin fyrir á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar klukkan 17 í dag. Forstöðumaður Allans á Siglufirði vildi ekki tjá sig við Vísi þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira