Innlent

Íslenskir neytendur verða að blæða

Samúel Karl Ólason skrifar
Jenný Stefanía Jensdóttir, viðskiptafræðingur, sem búsett er í Kanada.
Jenný Stefanía Jensdóttir, viðskiptafræðingur, sem búsett er í Kanada. Visir/AFP
„Mér fannst umræðan vera komin út í það að þarna væri amerískt fyrirtæki að koma og gera einhverjar þvílíkar afarkröfur og það ætti að fara að svínbeygja öll lög og annað. Það er ekkert þannig. Aðstæður hérna, til dæmis þar sem ég er. Það er ekki selt áfengi í matvöruverslunum og amerískt kjöt er ekki á boðstólum.“

Þetta segir Jenný Stefanía Jensdóttir, viðskiptafræðingur, sem búsett er í Kanada, en hún var gestur í Reykjavík síðdegis í gær. Þar ræddi hún reynslu sína af Costco og í hve miklum villigötum umræðan væri hér á landi.

Hún segist hafa verslað í Costo í einn og hálfan áratug. Í hvert sinn sem hún fær Íslendinga í heimsókn fer hún með þá í búðina.

„Það er ákveðin glýja sem kemur í augun á fólki og líka sorg. Sorg yfir því að geta ekki flutt þessa vöru sem þau sjá þarna heim í farangrinum.“

Þá segir Jenný að málaflutningur Sigrúnar Magnúsardóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um mögulega komu Costco hingað til lands, hafi gengið fram af sér. „Maður varð bara kjaftstopp.“

„Það er eins og það sé hlaupið í einhverjar útskýringar og hlaupið í kringum heitan graut. Niðurstaðan er sú að þeir vilja ekki fá þessa samkeppni. Það er verið að vernda eitthvað annað og fyrir það verða íslenskir neytendur að blæða. Sí og æ, æ og sí og greiða allt of hátt verð þegar annað býðst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×