Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. júlí 2014 20:19 Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco hafa verið hér á landi undanfarna daga en fyrirtækið hefur áhuga á að reisa verslun hér á landi. Costco hefur einnig áhuga á að hefja rekstur bensínstöðva, svokallaðra fjölorkustöðva, sem munu selja bensín, rafmagn og jafnvel metan. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær jákvætt í fyrirspurn þess efnis að fyrirtækið fengi að opna eina slíka við Korputorg. Forsvarsmenn þess hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og ráðuneyta undanfarna daga en óskað er eftir undanþágum frá lögum og reglum til þess meðal annars að flytja inn og selja ferskt bandarískt kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að full alvara er að baki þessum fyrirætlunum Costco en fyrirtækið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu ráðið til starfa hér á landi meðal annars lögmannsstofur, fasteignasala og verkfræðistofur. Samtök verslunar- og þjónustu fagna þessum hugmyndum fyrirtækisins. „Áherslur Costco eru í samræmi við áherslur Samtaka verslunar og þjónustu undanfarin ár. Þá erum við að tala um kröfur varðandi áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf, merkingarlöggjöf, matvælalöggjöf og ekki síst landbúnaðarkerfið,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ætli Costco að hefja starfsemi hér á landi, með þeim hætti sem fyrirtækið starfar í Bandaríkjunum, er ljóst að málið þarf að koma hér fyrir Alþingi. Þar þarf að breyta áfengislögum, lyfjalögum og reglum um innflutning á fersku kjöti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en hvað segir samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn? „Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco hafa verið hér á landi undanfarna daga en fyrirtækið hefur áhuga á að reisa verslun hér á landi. Costco hefur einnig áhuga á að hefja rekstur bensínstöðva, svokallaðra fjölorkustöðva, sem munu selja bensín, rafmagn og jafnvel metan. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær jákvætt í fyrirspurn þess efnis að fyrirtækið fengi að opna eina slíka við Korputorg. Forsvarsmenn þess hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og ráðuneyta undanfarna daga en óskað er eftir undanþágum frá lögum og reglum til þess meðal annars að flytja inn og selja ferskt bandarískt kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að full alvara er að baki þessum fyrirætlunum Costco en fyrirtækið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu ráðið til starfa hér á landi meðal annars lögmannsstofur, fasteignasala og verkfræðistofur. Samtök verslunar- og þjónustu fagna þessum hugmyndum fyrirtækisins. „Áherslur Costco eru í samræmi við áherslur Samtaka verslunar og þjónustu undanfarin ár. Þá erum við að tala um kröfur varðandi áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf, merkingarlöggjöf, matvælalöggjöf og ekki síst landbúnaðarkerfið,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ætli Costco að hefja starfsemi hér á landi, með þeim hætti sem fyrirtækið starfar í Bandaríkjunum, er ljóst að málið þarf að koma hér fyrir Alþingi. Þar þarf að breyta áfengislögum, lyfjalögum og reglum um innflutning á fersku kjöti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en hvað segir samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn? „Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira