Innlent

Þorbergur Ingi sló brautarmetið

Atli Ísleifsson skrifar
345 hlauparar lögðu af stað úr Landmannalaugum í morgun.
345 hlauparar lögðu af stað úr Landmannalaugum í morgun. Vísir/Anna Lilja
Þorbergur Ingi Jónsson sigraði í Laugarvegshlaupinu þegar hann kom í mark í Þórsmörk skömmu eftir klukkan 1. Þorbergur Ingi hljóp leiðina, sem er um 53 kílómetrar að lengd, á 4 klukkustundum, 7 mínútum og 47 sekúndum og sló þar með met Björns Margeirssonar frá 2012 um rúmar tólf mínútur.

Elísabet Margeirsdóttir var fyrst kvenna í mark á tímanum 5 klukkustundir, 34 mínútur og fimm sekúndur.  Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hlaupsins, segir í samtali við Vísi að Elísabet hafi bætti eigin tíma um þrettán mínútur.

Örvar Steingrímsson var annar í mark í karlaflokki á tímanum 4 klukkustundir, 46 mínútur og 14 sekúndur, en Bandaríkjamaðurinn Elliot Drake var þriðji á tímanum 5 klukkustundum og einni mínútu.

Ræst var í Landmannalaugum klukkan níu í morgun þar sem 345 hlauparar lögðu af stað. Að sögn er veðrið í Þórsmörk mjög gott, logn og sést öðru hvoru til sólar.

Elísabet Margeirsdóttir var fyrst kvenna til að koma í mark.Vísir/Anna Lilja
Laugavegurinn er 53 kílómetra gönguleið sem leiggur úr Landamannalaugum og í Þórsmörk.Vísir/Anna Lilja



Fleiri fréttir

Sjá meira


×