Eftirlit með heilbrigðiskerfinu sagt ófullnægjandi Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2014 16:00 Auðbjörg og Guðrún segja eftirlit með heilbrigðiskerfinu óviðunandi með öllu. Mynd/Samsett Ekki eru til aðferðir við að rannsaka mistök í íslenska heilbrigðiskerfinu og mikið völundarhús mætir þeim sem vilja leita réttar síns í kjölfar slíkra mistaka. Þetta segir meðal annars í grein Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur og Auðbjargar Reynisdóttur sem birtist á vefsíðu Kvennablaðsins um síðustu helgi. Guðrún og Auðbjörg gagnrýna það sérstaklega að þeir sem bera ábyrgð á læknameðferðinni rannsaki í raun eigin störf. „Í raun og veru getur enginn rannsakað mistök nema með samþykki læknis og/eða landlæknis, þar sem læknir og landlæknir geta neitað sjúklingi um aðgang að eigin sjúkraskrá ef þeim sýnist svo,“ segir í greininni, sem ber heitið „Kvartanir sjúklinga – Tækifæri eða tortíming.“ Það er svo í verkahring embættis landlæknis að rannsaka málin. Í greininni er vandinn við þetta sagður sá að landlæknir óskar eftir áliti þeirra sem veittu þjónustuna sem er til rannsóknar og óskar svo eftir áliti samstarfsaðila þeirra. Þannig er málið aldrei til rannsóknar hjá óháðum aðila nema sjúklingar sækist eftir því sjálfir, til dæmis með að fá álit umboðsmanns Alþingis. Í greininni segir að mörg dæmi um álitsgjöf umboðsmanns bendi til þess að heilbrigðisstofnanir „beiti öllum brögðum til að verja sig.“ „Það er með öllu ófullnægjandi hvernig eftirliti með heilbrigðiskerfinu er háttað,“ segir að lokum í greininni. Guðrún Bryndís er sjúkraliði og Auðbjörg hjúkrunarfræðingur. Auðbjörg hefur oft skrifað um mistök í heilbrigðiskerfinu og er formaður samtakanna Viljaspor, félags um öryggi sjúklinga og úrvinnslu atvika í heilbrigðisþjónustu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ekki eru til aðferðir við að rannsaka mistök í íslenska heilbrigðiskerfinu og mikið völundarhús mætir þeim sem vilja leita réttar síns í kjölfar slíkra mistaka. Þetta segir meðal annars í grein Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur og Auðbjargar Reynisdóttur sem birtist á vefsíðu Kvennablaðsins um síðustu helgi. Guðrún og Auðbjörg gagnrýna það sérstaklega að þeir sem bera ábyrgð á læknameðferðinni rannsaki í raun eigin störf. „Í raun og veru getur enginn rannsakað mistök nema með samþykki læknis og/eða landlæknis, þar sem læknir og landlæknir geta neitað sjúklingi um aðgang að eigin sjúkraskrá ef þeim sýnist svo,“ segir í greininni, sem ber heitið „Kvartanir sjúklinga – Tækifæri eða tortíming.“ Það er svo í verkahring embættis landlæknis að rannsaka málin. Í greininni er vandinn við þetta sagður sá að landlæknir óskar eftir áliti þeirra sem veittu þjónustuna sem er til rannsóknar og óskar svo eftir áliti samstarfsaðila þeirra. Þannig er málið aldrei til rannsóknar hjá óháðum aðila nema sjúklingar sækist eftir því sjálfir, til dæmis með að fá álit umboðsmanns Alþingis. Í greininni segir að mörg dæmi um álitsgjöf umboðsmanns bendi til þess að heilbrigðisstofnanir „beiti öllum brögðum til að verja sig.“ „Það er með öllu ófullnægjandi hvernig eftirliti með heilbrigðiskerfinu er háttað,“ segir að lokum í greininni. Guðrún Bryndís er sjúkraliði og Auðbjörg hjúkrunarfræðingur. Auðbjörg hefur oft skrifað um mistök í heilbrigðiskerfinu og er formaður samtakanna Viljaspor, félags um öryggi sjúklinga og úrvinnslu atvika í heilbrigðisþjónustu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira