Er öryggi sjúklinga og starfsfólks ógn eða hótun? Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 3. júní 2014 07:00 Gott fólk Hvernig er líðan þeirra sem þurfa að leita til LSH eða leggjast inn á spítalann við síendurteknar upphrópanir um að öryggi þeirra sé ógnað? Starfsmenn eru uggandi, kvíða hverri vakt og fegnir að sleppa heim í vaktarlok án teljandi vandræða. Landlæknir, stjórnendur og velunnarar LSH eru áberandi í umræðunni um öryggisleysi sjúklinga í skjóli ákæru saksóknara á hendur hjúkrunarfræðingi en lítið fer fyrir ákærunni á hendur spítalanum sjálfum.Hvaða vanda leysa nýjar byggingar? Fullyrðingar eru jafnvel um að allur vandi leysist með nýjum spítalabyggingum. Í mínum eyrum hljómar þetta sem ábyrgðarlaus hótun og merki þess að verið sé að breiða yfir getuleysi í stjórn heilbrigðismála. Málflutningurinn á margt sameiginlegt með umræðunni um bankakerfið fyrir hrun. Er ekki kominn tími til að rifja upp lærdóminn af því? Mér sýnist stjórnendur, landlæknisembættið og hagsmunahópurinn „Spítalinn okkar“ hafa yfir sér sömu áru og bankastjórarnir framsæknu. Þeir dásama verk sín, hagræðinguna sem náðst hefur þrátt fyrir meintan niðurskurð, vísindarannsóknir Íslendinga í þágu heimsins, spítala á heimsmælikvarða, öryggismenninguna og „allskonar flókið“– að við eigum enga möguleika á mannsæmandi heilbrigðisþjónustu í framtíðinni ef við samþykkjum ekki tillögur þeirra. Dauðinn sé vís og okkur sjálfum að kenna. Ef það er raunverulegur áhugi á öruggri þjónustu innan LSH þá væri unnið að því opinskátt í samvinnu við sjúklinga. Það eru hvorki tæki né hús sem gera mistökin, þau eru mannleg og verða í samskiptum eða samskiptaleysi, vegna undirmönnunar og þar með aukins vinnuálags. Hvorki stjórnendur spítalans, ráðuneytið né landlæknir hafa sýnt fram á að öryggi sjúklinga sé forgangsatriði þótt þau fari um það vísindalegum fræðiorðum. Það er hvergi hægt að fá upplýsingar um úrvinnslu og samanburð á ‘atvikaskráningum' eða rannsóknir á mælanlegum öryggisþáttum sem tengjast sjúklingum, starfsfólki og vinnuumhverfi, þrátt fyrir svokallaða áralanga vinnu í þessum málum.Hvernig virkar kerfið? Þegar kvartanir hafa þvælst um völundarhús heilbrigðiskerfisin án þess að úrlausn fáist, er hálmstráið að senda það til umboðsmanns Alþingis. Undanfarið hefur hann gefið út fjölda álita sem bendir til að LSH, ráðuneytið, landlæknir og saksóknari beinlínis hamli réttlátri niðurstöðu í kvörtunarmálum gagnvart heilbrigðiskerfinu. Umboðsmaður hefur gefið álit sitt í tveimur málum undirritaðrar. Eins og aðrir í sömu sporum bíð ég þess að ‘kerfið' fari eftir lögum og bæti úr eigin klúðri. Það verður mikill léttir þegar réttur okkar verður tekin til greina. Við þráum hvíld eftir áratuga baráttu, því lífið býður upp á svo margt skemmtilegra en að berjast við vindmyllur. Nú er runnin upp ögurstund í heilbrigðiskerfinu: Saksóknari ákærir hjúkrunarfræðing og spítalann en spítalinn talar eins og dómur sé fallinn yfir hjúkrunarfræðingnum. Óréttlætið í þessari umræðu er mikið og refsingin hörð. Til samanburðar má benda á kvörtun manns til umboðsmanns Alþingis, vegna misnotkunar læknis á sjúkraská í deilumáli fyrir siðanefnd lækna. Rök saksóknara fyrir að ákæra lækninn ekki voru að það mundi verða honum svo þungbært. Ekki var um mannsbana að ræða en alvarlegt engu að síður og krefur umboðsmaður saksóknara um sterkari rök fyrir að ákæra ekki.Hvað breyttist? Landlæknir boðar breytta tíma í starfsáætlun sinni 2014. Þar er gert ráð fyrir að notendur komi að því hvernig úrvinnslu kærumála er háttað. Svo kom nú í ljós að það hafa aldrei verið settar reglur eins og kveðið er á um í lögum um landlækni frá 2007 um rannsókn ‘atvika'. Fyrsti kostur landlæknis er að athuga hug stjórnenda þjóðarsjúkrahússins um það hvernig þeir eiga að rannsaka sjálfa sig – því flest ‘atvikin' eiga sér stað þar. Beiðni frá okkur sem höfum bitra reynslu af núverandi ástandi hefur ekki enn verið svarað þegar þetta er ritað. Að læknir geti notað sjúkraskrá í eigin deilumáli bendir til þess að sjúkraskrárnar okkar séu ekki öruggar og sýnir að til eru heilbrigðisstarfsmenn sem leyfa sér að misnota viðkvæmar persónuupplýsingar í hvaða tilgangi sem er. Staðreyndin er sú að það er auðveldara fyrir vísindamenn að nálgast sjúkraskrár (nb. án vitundar sjúklingsins) heldur en sjúklinginn að fá aðgang að sínum eigin gögnum. Vera má að þér verið meinaður aðgangur ef lækni þóknast svo. Eftirlit er á ábyrgð landlæknis – hann er heilbrigðislöggan. Fyrst siðanefnd lækna gat birt sjúkragögn án þess að taka raunverulega ábyrgð á því hlýtur að gilda það sama um alla hina eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Gott fólk Hvernig er líðan þeirra sem þurfa að leita til LSH eða leggjast inn á spítalann við síendurteknar upphrópanir um að öryggi þeirra sé ógnað? Starfsmenn eru uggandi, kvíða hverri vakt og fegnir að sleppa heim í vaktarlok án teljandi vandræða. Landlæknir, stjórnendur og velunnarar LSH eru áberandi í umræðunni um öryggisleysi sjúklinga í skjóli ákæru saksóknara á hendur hjúkrunarfræðingi en lítið fer fyrir ákærunni á hendur spítalanum sjálfum.Hvaða vanda leysa nýjar byggingar? Fullyrðingar eru jafnvel um að allur vandi leysist með nýjum spítalabyggingum. Í mínum eyrum hljómar þetta sem ábyrgðarlaus hótun og merki þess að verið sé að breiða yfir getuleysi í stjórn heilbrigðismála. Málflutningurinn á margt sameiginlegt með umræðunni um bankakerfið fyrir hrun. Er ekki kominn tími til að rifja upp lærdóminn af því? Mér sýnist stjórnendur, landlæknisembættið og hagsmunahópurinn „Spítalinn okkar“ hafa yfir sér sömu áru og bankastjórarnir framsæknu. Þeir dásama verk sín, hagræðinguna sem náðst hefur þrátt fyrir meintan niðurskurð, vísindarannsóknir Íslendinga í þágu heimsins, spítala á heimsmælikvarða, öryggismenninguna og „allskonar flókið“– að við eigum enga möguleika á mannsæmandi heilbrigðisþjónustu í framtíðinni ef við samþykkjum ekki tillögur þeirra. Dauðinn sé vís og okkur sjálfum að kenna. Ef það er raunverulegur áhugi á öruggri þjónustu innan LSH þá væri unnið að því opinskátt í samvinnu við sjúklinga. Það eru hvorki tæki né hús sem gera mistökin, þau eru mannleg og verða í samskiptum eða samskiptaleysi, vegna undirmönnunar og þar með aukins vinnuálags. Hvorki stjórnendur spítalans, ráðuneytið né landlæknir hafa sýnt fram á að öryggi sjúklinga sé forgangsatriði þótt þau fari um það vísindalegum fræðiorðum. Það er hvergi hægt að fá upplýsingar um úrvinnslu og samanburð á ‘atvikaskráningum' eða rannsóknir á mælanlegum öryggisþáttum sem tengjast sjúklingum, starfsfólki og vinnuumhverfi, þrátt fyrir svokallaða áralanga vinnu í þessum málum.Hvernig virkar kerfið? Þegar kvartanir hafa þvælst um völundarhús heilbrigðiskerfisin án þess að úrlausn fáist, er hálmstráið að senda það til umboðsmanns Alþingis. Undanfarið hefur hann gefið út fjölda álita sem bendir til að LSH, ráðuneytið, landlæknir og saksóknari beinlínis hamli réttlátri niðurstöðu í kvörtunarmálum gagnvart heilbrigðiskerfinu. Umboðsmaður hefur gefið álit sitt í tveimur málum undirritaðrar. Eins og aðrir í sömu sporum bíð ég þess að ‘kerfið' fari eftir lögum og bæti úr eigin klúðri. Það verður mikill léttir þegar réttur okkar verður tekin til greina. Við þráum hvíld eftir áratuga baráttu, því lífið býður upp á svo margt skemmtilegra en að berjast við vindmyllur. Nú er runnin upp ögurstund í heilbrigðiskerfinu: Saksóknari ákærir hjúkrunarfræðing og spítalann en spítalinn talar eins og dómur sé fallinn yfir hjúkrunarfræðingnum. Óréttlætið í þessari umræðu er mikið og refsingin hörð. Til samanburðar má benda á kvörtun manns til umboðsmanns Alþingis, vegna misnotkunar læknis á sjúkraská í deilumáli fyrir siðanefnd lækna. Rök saksóknara fyrir að ákæra lækninn ekki voru að það mundi verða honum svo þungbært. Ekki var um mannsbana að ræða en alvarlegt engu að síður og krefur umboðsmaður saksóknara um sterkari rök fyrir að ákæra ekki.Hvað breyttist? Landlæknir boðar breytta tíma í starfsáætlun sinni 2014. Þar er gert ráð fyrir að notendur komi að því hvernig úrvinnslu kærumála er háttað. Svo kom nú í ljós að það hafa aldrei verið settar reglur eins og kveðið er á um í lögum um landlækni frá 2007 um rannsókn ‘atvika'. Fyrsti kostur landlæknis er að athuga hug stjórnenda þjóðarsjúkrahússins um það hvernig þeir eiga að rannsaka sjálfa sig – því flest ‘atvikin' eiga sér stað þar. Beiðni frá okkur sem höfum bitra reynslu af núverandi ástandi hefur ekki enn verið svarað þegar þetta er ritað. Að læknir geti notað sjúkraskrá í eigin deilumáli bendir til þess að sjúkraskrárnar okkar séu ekki öruggar og sýnir að til eru heilbrigðisstarfsmenn sem leyfa sér að misnota viðkvæmar persónuupplýsingar í hvaða tilgangi sem er. Staðreyndin er sú að það er auðveldara fyrir vísindamenn að nálgast sjúkraskrár (nb. án vitundar sjúklingsins) heldur en sjúklinginn að fá aðgang að sínum eigin gögnum. Vera má að þér verið meinaður aðgangur ef lækni þóknast svo. Eftirlit er á ábyrgð landlæknis – hann er heilbrigðislöggan. Fyrst siðanefnd lækna gat birt sjúkragögn án þess að taka raunverulega ábyrgð á því hlýtur að gilda það sama um alla hina eða hvað?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar