Innlent

Kylfingur í Finnlandi varð fyrir eldingu og lést

Atli Ísleifsson skrifar
Finnska veðurstofan varaði við kröftugum regnskúrum og þrumuveðri í miðju og syðri hluta landsins fyrr í dag.
Finnska veðurstofan varaði við kröftugum regnskúrum og þrumuveðri í miðju og syðri hluta landsins fyrr í dag. Vísir/Getty
68 ára maður lést þegar hann varð fyrir eldingu á golfvelli í finnska bænum Joroinen, um 300 kílómetrum norður af höfuðborginni Helsinki.

Í frétt Ilta-Sanomat segir að finnska veðurstofan hafi fyrr í dag varað við kröftugum regnskúrum og þrumuveðri í miðju og syðri hluta landsins.

Slysið varð um eitt leytið í dag að íslenskum tíma á golfvellinum Kartanogolf. Framkvæmdastjóri vallarins segir að þrumuveðrið hafi skyndilega gengið yfir völlinn og að hópurinn sem maðurinn var í hafi ekki náð inn í golfskálann í tæka tíð áður en eldingunni laust niður. „Þetta var ótrúleg óheppni,“ segir framkvæmdastjórinn Petteri Ruuskanen.

Þyrla var send á slysstaðinn en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×