Innlent

Lögð fram kæra gegn graðfola í Vestmannaeyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimey.
Heimey. Vísir/Óskar Friðriksson
Í vikunni var lögð fram kæra vegna lausagöngu graðfola á Heimaey. Folinn er á syðri hluta eyjunnar en ku iðulega vera utan girðingar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Þess utan virðist vikan hafa verið tíðindalítil ef marka má dagbók lögreglunnar í Eyjum. Aðeins einn var kærður fyrir brot á umferðarlögum en um var að ræða óhæfilegan frágang á farmi á vörubifreið með þeim afleiðingum að hluta af farminum féll af palli bifreiðarinnar og á aðrar bifreiðar og olli skemmdum á þeim.

Eitthvað var um kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum um helgina en þó án þess að teljandi vandræði hlytust af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×