Innlent

21 stigs hiti á Egilsstöðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum. Vísir/GVA
Það má með sanni segja að Austfirðingar njóti sumarsins í dag en þar er 21 stigs hiti auk þess sem varla hreyfir vind.

Á Akureyri er 14 stiga hiti auk þess sem sólin lætur á sér kræla. 13 stiga hiti er í höfuðborginni en þar er hins vegar skýjað. Kaldast er á Vestfjörðum þar sem hitinn er rétt undir tíu stigum.

Blautt verður víðast hvar á landinu á morgun, föstudag, og sömuleiðis á laugardaginn. Landsmenn ættu hins vegar margir hverjir að sjá eitthvað til sólar á sunnudaginn ef marka má spá Veðurstofu Íslands.

Spá Veðurstofu Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×