Fótbolti

Mikel ósáttur með dómara gærdagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jon Obi Mikel.
Jon Obi Mikel. Vísir/Getty
Jon Obi Mikel var óánægður með dómara leiksins í leik Frakklands og Nígeríu í gær. Mikel fannst franska liðið sleppa vel með ljót brot hjá dómaranum.

Frakkar lentu í vandræðum gegn Nígeríu og kom fyrsta mark leiksins ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok. Olivier Giroud, framherji franska liðsins, hefði mátt sjá rautt spjald í fyrri hálfleik að mati Mikel.

„Giroud gaf mér olnbogaskot og þrátt fyrir að dómarinn hafi séð það fékk Giroud aðeins aðvörun. Ekki einu sinni gult spjald sem er skrýtið. Þetta var ekki fast högg en það var augljóst að um ásetning væri að ræða.“

Mark Geiger, dómari leiksins, fékk einnig töluverða gagnrýni fyrir að sleppa Blaise Matuidi með gult spjald eftir ljóta tæklingu á Ogenyi Onazi í fyrri hálfleik.

„Það voru slæmar tæklingar í leiknum og ég held að Matuidi hafi ökklabrotið Onazi. Þetta var ljót tækling en hann misreiknaði boltann. Hann er ekki óheiðarlegur leikmaður,“ sagði Mikel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×